Heima er bezt - 01.10.1967, Side 25

Heima er bezt - 01.10.1967, Side 25
verið hér villtur víða um iand, er landnámsmenn, bæði frá Noregi og Bretlandseyjum, komu hér að landi, en aðrir neita því að svo hafi verið. Það er þó fullvíst, að landnámsmenn fluttu með sér kvikfé á sínurn opnu haf- skipum, bæði hross, nautgripi og svín. Um kindur er varla rætt, er rætt er um landnám einstakra landnáms- manna. Eg minnist þess þó, að þar sem rætt er um land- nám austan vatna í Skagafirði, er tekið svo til orða: „Þórir dúfunef var levsingi Yxna-Þóris. Hann kom skipi sínu í Gönguskarðsárós. Þá var byggt héraðið allt fyrir vestan. Hann fór norður fyrir Jökulsá að Land- broti og nam land milli Glóðafeykisár og Djúpár og bjó á Flugumýri.“ Síðar í sarna kafla segir svo: „I þann tíma kom út skip í Kolbeinsárósi, hlaðið kvikfé, en þeinr hvarf í Brimnesskógum unghryssi eitt. Þórir dúfunef kevpti vonina í hryssunni og fann síðan. Hryssan varð allra hrossa skjótust og var kölluð Fluga.“ Af þessari stuttu frásögn sést það, að á landnámsöld komu skip beinlínis að utan hlaðin kvikfénaði. En með kvikfénaði er þarna átt við kýr og kindur, hross og svín. Það verður því aldrei fullsannað, hvort sauðfé var hér fyrir í landinu, er landnámsmenn komu hér að ónumdu landi. Þar verður hver og einn að mynda sér skoðun eftir líkum. En hvað sem líður uppruna þessara hrúta, er voru í Hrútafirði framgengnir um vorið, þá fékk fjörðurinn nafnið af þeim og heitir síðan Hrútafjörður. Fyrir 34 árurn fór ég ríðandi frá Borðeyri, sem leið liggur norður á Hólmavík við Steingrímsfjörð. Ég fór þessa ferð fvrir líftryggingafélagið Andvöku og kom því á flesta þá bæi, er á leið minni voru og kynntist því nokkuð fólkinu í þessum sveitum. Þetta var um hásum- ar á björtum, hlýjum júlí-dögum. Síðan þykir mér alltaf vænt um þessar sveitir og fólkið, sem þar býr. Eftir rösklega þrjá áratugi fer ég svo aftur um þetta fagra hérað, á einum sumarlöngum júlí-degi, og þá hitti Prestsbakki i Hrútafirði. Þambárvellir i Bitru. ég enn, á sumurn bæjunum sama fólkið á sömu jörð, með sömu hjartahlýju í viðmóti. Leiðin frá Borðeyri eftir Bæjarsveitinni er greiðfær og skemmtileg og fljótfarin á léttfærum bíl. Akstur meðfram sjávarströnd er ætíð heillandi, eins og það er heillandi að ganga í fjörusandi og skoða alla þá kjör- gripi, sent sjórinn ber að landi. Byggðin er ekki mjög strjál og hver bæjarleiðin fljótfarin á bíl. Við ökum eins og leið liggur frarn hjá Bæ, Ljótunnar- stöðum, Prestbakka, Kollsá, Hvalsá og Guðlaugsvík og fleiri bæjum og erum þá komin í Bitrufjörðinn. Or- stutt er inn fyrir fjarðarbotninn, en til vinstri eru Þambárvellir uppi í hlíðarslakka. Grýtt og óslétt hlíðin er orðin að iðjagrænu túni, víðlendu og vel grónu. Þegar komið er inn fyrir Bitrufjörðinn, er ekið út Bitruháls, sem er all brattur og hálendur og niður í Kollafjörðinn, hlýlegan og þéttbýlan. Til hægri við leið- ina yfir Bitruháls og niður í Kollafjörðinn, er hvert stórbýlið við annað. Þar má fyrst nefna Skriðnesenni, Broddanes, Broddadalsá og Stóra-Fjarðarhorn. A öllum þessum bæjum hafa túnin margfaldazt að stærð, frá því sem var fyrir þremur áratugum. Er þá haldið inn fyrir Kollafjörð og út með honum og fyrir nesið á milli Kollafjarðar og Steingrímsfjarðar. Eru á þessari leið mörg ágæt býli og er þar fremst að nefna Kollafjarðar- nes, sem er hlunninda jörð. Þegar inn fyrir nesið er komið, er ekið um Galinarströnd. Þar liggja rekatré í stórum buðlungum. Er þar í mörg falleg spýta. Fyrr á árum held ég að rekinn á Galmarströnd hafi tilheyrt Skarðskirkju. Eftir tiltölulega stuttan akstur, er komið að Hólma- vík. Hefur Hólmavík verið, það sem kallað er uppgangs kauptún undanfarin ár, en afkoma íbúanna veltur fyrst og; fremst á útgerð. Ö Ö Kirkja er nýreist á Hólmavík. Stendur hún hátt og er mikil bæjarprýði. Ég gat þess fyrr í þessum þætti, að mér þætti fegurra vestan Hrútafjarðar en austan, en vel geta verið um það Heima er bezt 361

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.