Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 33
einmitt veturinn eftir. Þá áttu fleiri en einn draugur
að ganga þarna ljósum logum,“ sagði Einar.
„Þú verður eflaust hissa þegar ég segi þér, að það
var ég sem stóð fyrir þessum draugagangi, en svo
þegar Málfríður var búin að segja vinkonum sín-
um frá, og þær sínum vinkonum, og svo koll af kolli,
voru sögurnar orðnar anzi mergjaðar og ekki mjög
líkar því sem raunverulega gerðist.“
„Ég fer nú að verða forvitinn, ekki hefði ég trúað
því á þig, að þú lékir drauga til að hrella fólk.“
„Ég var tilneydd, það var ekkert gamanmál á ferð-
inni á Hamri þann vetur. En nú skulum við ekki
tala meir um þetta, því ég verð víst að segja þér frá
öllu sem gerðist á heimilinu, svo þú fáir forvitninni
svalað, en draugagangurinn var snar þáttur í þeirri
sögu, sem ég ætla að segja þér í nótt.“
Þau voru nú komin heim að Læk, húsi því sem
foreldrar Einars ásamt systkinum hans bjuggu í. Dá-
lítill túnblettur var umhverfis húsið, og rann lækur
fram með húshliðinni að norðan, og af læknum fékk
húsið nafn sitt.
Einar bauð Völu inn í herbergi það sem þeir Svan-
ur höfðu til umráða, en fór sjálfur fram til að skipta
um föt. Vala gekk út að glugganum og horfði út.
Spölkorn í burtu hinum megin við lækinn var Holt,
þar sem Stebba átti heima.
Vala gat ekki annað en brosað, þegar hún sá
gluggatjöldin þar dregin ofurlítið frá og stúlkuandlit
í glugganum. Stebba lá áreiðanlega á gægjum.
Þetta var í fyrsta sinn sem Vala fór að næturlagi
heim með Einari, og raunar í fyrsta sinn sem hún
kom í þetta hús, svo það var ekki furða, þótt Stebbu
þætti betra að missa ekki af neinu, að minnsta kosti
hvað klukkan væri, þegar hún færi frá honum aftur.
Einar kom brátt aftur og bað Völu að koma með
sér og hjálpa sér að taka til í nestiskassann.
„Því gleymdi ég nú alveg, að ég þyrfti að borða,
ef ég færi með þér á sjóinn á morgun,“ sagði hún. En
Einar sagðist bara taka svo ríflega til fyrir sig, að hún
gæti líka fengið bita.
„Við skulum þá flýta okkur, svo aumingja Stebba
geti farið að sofa, því varla vakir hún lengur, þegar
hún sér að við förum á bátnum,“ sagði Vala.
„Stebba er svo vön að vaka yfir mér, að hún lætur
sig ekkert muna um hvern klukkutímann,“ sagði Ein-
ar hlæjandi.
„Vilja þær allar eiga þig?“ spurði Vala.
„Ætli það, þeim þykir bara gaman að vita hvað ég
aðhefst, og Stebba er nú svo vel sett, þar sem glugg-
arnir okkar standast á, að ég lái henni ekki þótt hún
kíki út stöku sinnum.“
Þegar þau gengu niður frá húsinu lyfti Einar hend-
inni og veifaði í átt að glugganum hjá Stebbu.
Gluggatjaldið var dregið fyrir í skyndi.
„Nú hefur hún skammazt sín,“ sagði Vala.
„Nei, nei, hún hefur heldur móðgazt,“ svaraði
Einar.
Svanurinn lá bundinn við litla trébryggju beint
niður undan húsinu á Læk. Vala hoppaði út í bátinn,
opnaði vélarhúsið og fór að fást við vélina, en Einar
leysti landfestar og stjakaði bátnum frá landi.
Brátt fór vélin í gang, og báturinn skreið hratt af
stað yfir spegilsléttan blágrænan hafflötinn. Það
bærðist ei hár á höfði, og allt var hljótt.
„Þessir vélaskellir eru eins og lófaklapp í kirkju,“
sagði Einar og gretti sig.
„Ég var einmitt að hugsa um, að það væri synd að
rjúfa þessa næturkyrrð, það er eins og náttúran haldi
anda,“ sagði Vala lágt.
Hann lagði handleggina um herðar hennar og
þrýsti henni ofurlítið að sér.
„Það er eitt sem ég furða mig á, Vala.“
„Og hvað er það?“
„Að þú skulir þora með mér einum í svona ferð.
Margt gæti nú skeð.“
„Eins og hvað?“
„Þú bara hæðist að mér.“
„Nei, Einar, því fer fjarri, en það er svo undar-
legt, að ég hef aldrei hugsað út í þetta fyrr, mér hef-
ur alltaf frá því fyrst ég kynntist þér fundizt, að í
návist þinni væri ég algerlega örugg, og það finnst
mér enn.“
„Þakka þér fyrir þessi orð, vina mín, en ertu þá
ekki ein af þeim sem treystir einum of mikið á ridd-
aramennsku okkar karlmannanna, þangað til það er
orðið of seint?“
„Ég var að tala um þig, en ekki aðra karlmenn,
Einar, sagði Vala alvarlega. Þú veizt að ég hef farið
á sjó fyrr með strákunum á Hauganesi, en ég hef
aldrei farið ein með þeim, og til eru þeir menn sem'
ég þyrði ekki að ganga ein með milli húsa þótt glaða-
sólskin væri. Þetta er nú allur kjarkurinn."
„Nei, nú trúi ég þér ekki,“ sagði Einar og hneppti
jakkanum hennar upp í háls. „Þér má ekki verða kalt,
Heima er bezt 369