Heima er bezt - 01.10.1967, Blaðsíða 34
ég kæri mig ekki um að skila þér kvefaðri aftur í
land.“
„Hefurðu færi handa mér?“ spurði Vala.
„Hvernig spyrðu. Heldurðu að ég fari á sjó með
aðeins eitt færi, jafnvel þó ég sé einn. Hvernig færi
þá, ef ég festi í botni og sliti eða renndi því öllu út í
ógáti. Annars gerði það ekkert til þótt við hefðum
ekkert færi, við spjölluðum þá bara saman.“
„Fari ég á sjó, kann ég betur við að koma heim
með fisk í soðið, og Alöngu gömlu þætti skrítið ef ég
kæmi tómhent heim.“
Brátt voru þau komin út undir eyjuna. Þetta var
há klettaeyja öll grasivaxin, og voru þar margar teg-
undir villtra blóma sem ekki sáust í nálægum sveitum
í landi. Hæst var eyjan á þeirri hhð sem að þorpinu
sneri, eins og hún sneri baki við landinu, en mót suðri
breiddi hún út faðminn, og þar var eini staðurinn þar
sem hægt var að lenda í hvítalogni og sjólausu, en
annars var oft talsverður súgur við eyjuna og ill-
lendandi nema fyrir þaulkunnuga sökum skerja og
launboða sem ekki sáust fyrr en að þeim var komið.
Margur báturinn hafði rennt á grunn á leið sinni
fram í eyna, en aldrei hafði þar orðið alvarlegt slys
á þessum slóðum.
Einar á Læk átti eyjuna og hafði keypt hana af
föðurbróður sínum, sem fékk hana í arf eftir föður
sinn. Hafði það verið ættarvenja, að elzti sonur erfði
eyna, en þar sem þessi föðurbróðir Einars hafði verið
ókvæntur og barnlaus, svo eyjan myndi á sínum tíma
falla til útarfa, þótti Einari bezt fara á, að hann
tryggði sér eyjuna þar sem hann var elzti sonur föð-
ur síns.
Nú hafði hann reist sér skála á litlum hól þar sem
útsýnið var hið fegursta. í þessum hóli átti fornmað-
ur að vera heygður, og álösuðu margir Einari fyrir
að raska ró haugbúa. En hann svaraði því til, að væri
haugbúa ónæði að sambýlinu við sig, gæti hann gert
sér aðvart, og myndi hann þá taka óskir hans til
greina. En meðan haugbúi sýndi þess engin merki að
honum væri samfélag Einars á móti skapi, mundi
hann halda áfram að byggja.
Einar skrapp því fram i eyju og dútlaði við kofa
sinn hverja frjálsa stund sína.
Föður hans þótti þetta fyrirtæki stráksins ekki spá
góðu. Fyrst eyddi hann öllu sem hann ætti og meiru
til í kaup á nytjalausum eyjarskratta, og svo hrófl-
aði hann þar upp kofa til þess að þurfa ekki að bjóða
stelpunum upp á að liggja úti, þegar hann færi að
hafa þær með sér þangað.
„Margur heldur mig sig, faðir sæll,“ sagði Einar,
þegar karlinn fór að nöldra um axarsköft þau, sem
hann væri búinn að gera og myndi gera á ókomnum
árum. Einar var þá átján ára.
Raunin varð líka sú, að aldrei komu reiðir feður
til Asmundar á Læk og klöguðu framferði sonar
hans, að hann tældi saklausar dætur þeirra með sér
út í þessa „Sódóma og Gómorra“, sem karl taldi að
sonur sinn myndi ætla að gera úr þessari eyju sinni!
Aftur á móti hafði Einar einu sinni komið að
gamla manninum, — sem raunar var enn á bezta aldri
þá, — í kofa sínum ásamt einni helztu frú staðarins.
Rak hann þau þá úr ríki sínu með harðri hendi, rétt
eins og Drottinn forðum daga Adam og Evu! Þá var
nú ekki hátt risið á frystihússtjóranum, stórútgerðar-
manninum og síldarspekúlantinum. Frúin fékk tauga-
áfall og lá í rúminu á aðra viku.
Einar talaði aldrei um þetta, og þá ekki þau skötu-
hjúin. Þegar ekkert kvisaðist um ferð þeirra, og auð-
sýnt var að Einar hafði engum trúað fyrir þessu
ævintýri, tóku þau að bera sig vel á ný og halda upp-
teknum hætti. En nú var eyjan ekki notuð framar,
nema Einar væri örugglega fjarverandi.
Um tveim árum síðar bar svo við eina hálfbjarta
vornótt, er Einar var að koma úr róðri, að hann sá
bát á reki sunnan við eyna og þóttist þar þekkja litla
trillu sem faðir hans átti. Einar tók bátinn aftan í og
var skapi næst að halda með hann til lands. En móður
sinnar vegna stýrði hann upp í eyjarvoginn og batt
bátinn við stein svo rammbyggilega, að faðir hans
hlyti að sjá, að ekki hefði báturinn fjötrað sig svo
fastan af sjálfsdáðum. Þótt sá gamli væri slompaður,
sem Einar efaðist ekld um, myndi hann eflaust hugsa
sig um tvisvar, áður en hann færi aftur með vinkonur
sínar út í hans eyju.
Einar var að hugsa um þetta framferði föður síns,
meðan báturinn skreið á hægri ferð inn sundið.
„Þú ert svo þögull, Einar, um hvað ertu að hugsa?“
spurði Vala.
„Þú myndir ekki vilja gefa fimmeyring fyrir hugs-
anir mínar, því þær voru einskis virði,“ svaraði hann
um leið og báturinn rann upp með klöppinni, sem
var tilbúin bryggja frá náttúrunnar hendi.
Vala stökk í land og dró djúpt að sér andann.
370 Heima er bezt