Heima er bezt - 01.10.1967, Page 39

Heima er bezt - 01.10.1967, Page 39
84. Her ICarls konungs II. var nú staðsettur aðeins hálfa mílu vegar frá herrasetri systranna, og snemma morgun- inn eftir var þeim félögum hleypt fram hjá útvörðum hersins og gáfu sig síðan fram hjá yfirhershöfðingjanum. Er leið á daginn fylgdi hann ungu aðalsmönnunum til Karls konungs ríkislausa, og varð hann mjög forviða að veita móttöku elzta syni Beverlýs ofursta. — Ég hélt að öll börn hins hugrakka ofursta hefðu farizt í hinum sví- virðilega morð-bruna að Arnarskógi, sagði konungur. — 85. Þegar daginn eftir hlaut Eðvarð eldskírn sína. En þrátt fyrir djarfmannlega vörn konungs-hersins urðu her- menn Cromwells sigursælli í orrustunni, og Karl konung- ur varð landflótta. Eðvarð og Karlungur og einn foringja- félagi þeirra, Grenvaldur að nafni, ákváðu að leita sér hælis í Nýjaskógi. Og til þess að vekja ekki eftirtekt og verða ef til vill handteknir, klæddust þeir einkennisbún- ingi þjóðhersins. Og að loknu mjög ævintýralegu ferða- lagi kom Eðvarð þessum tveimur félögum sínum alla leið til skógarvarðarkofans í Nýjaskógi. — 86. Hér kynnti Eðvarð þessa vini sína systkinum sínum og Palla. Og inn- an skamms sat allur hópurinn umhverfis borðið að góð- um kvöldverði. Nú var þessu ráðstafað þannig, að her- mennirnir ungu skyldu halda til í húsi Klöru, sem fram- vegis var tómt, en Eðvarð skyldi fara til Steins skógar- varðar og skýra honum frá ósigri Karls konungs, og það myndi henta þeim báðum bezt, að hann færi þangað í einkennisbúningi þjóðhersins. — 87. Eðvarð fékk hjart- anlegar viðtökur bæði hjá skógarverðinum og dóttur hans, og sneri síðan heim aftur í venjulegum veiðimannabún- ingi. Þar var þá kominn eftirlitsmaður Cromwells-riddara með njósnarsveit sína til að grenslast eftir flóttamönnum. En Humri var kænn að vanda og sagði þeim að þau hefðu einmitt hýst tvo Cromwells-riddara, og benti á hesta þeirra fyrir utan, og sagði að þessir náungar hefðu nærri því étið hann alveg út á húsgang. — Eftirlitsmennirnir hlógu dátt og riðu á brott.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.