Heima er bezt - 01.03.1973, Page 4

Heima er bezt - 01.03.1973, Page 4
SIRA GISLI BRYNJOLFSSON: Agúst Sveinsson, / Margir munu kannast við það, sem Espólín hef- ur eftir Ögmundi biskupi Pálssyni um sveitir Suðurlandsundirlendisins: Grímsnesið góða — gull-Hrepparnir suItar-Tungur og svarti-Flói. Þessi skoðun virðist hafa verið furðu lífseig. Til þess bendir frásögn Þorvalds Thoroddsens af ver- manninum, sem kom að austan og fór til róðra suður með sjó. Sagði hann svo frá ferðinni, að hann hefði fengið rjóma að drekka í Hreppunum, nýmjólk á Skeið- unum, undanrennu í Flóa, mysu í Ölfusi og vatn í Sel- vogi. En hversu vel eða illa sem Sunnlendingar una þeim dómi, sem felst í þessari ferðasögu, þá er það víst að Hrepparnir hafa alltaf verið taldir mikil kostahéruð og óvíða betra undir bú en í þessum uppsveitum Árnes- þings. Og svo aftur sé vitnað í Thoroddsen, er hann var á ferð um Hreppana: . „Allsstaðar er sama búsældarlandið, ágæt beit í fell- unum, mýrarbollar og stórir grasflákar á milli þeirra en afréttarland óþrjótandi grasi vaxið upp til jökla.“ Og enn er landið hið sama í gull-Hreppunum. Ásar { Gnúpverjahreppi. 76 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.