Heima er bezt - 01.03.1973, Side 12
BJORN SIGMUNDSSON:
Heitur sólskinsdapur
Bernskuminning
Eitt af síðustu verkum sem vinna þurfti í sveit-
inni í mínu ungdæmi fyrir sláttinn, var að reka
saman og rýja roilurnar. Eftir að sláttur var
hafinn mátti engan tíma taka til annarra verka
og þau verk, sem ekki voru unnin fyrir slátt urðu að
bíða til haustsins. Þá voru heldur engin tæki nema orfið
og hrífan til að nota við heyskapinn og mátti því engan
tíma missa til annarra starfa, ef nægjanleg hey áttu að
fást handa búpeningnum.
Nú er öldin önnur síðan heyvinnuvélarnar komu til
sögunnar. Áður fyrr þurfti að standa við slátt hvernig
sem veður var myrkranna á milli, nú vinnur enginn við
heyskap nema þegar gott er veður og því ýmsum störf-
um hægt að sinna jafnframt.
Þetta vor sem hér um ræðir var gott, gréri býsna
snemma og rollurnar stálust með meira móti úr heima-
högunum til afréttanna. Bændur þurftu því að senda
allmikið lið til að smala þeim og voru til þess valdir
ungir og traustir menn, því oft voru ærnar sprettharðar
og ekki fúsar á að yfirgefa hið kjarngóða gras afrétt-
anna og frelsi fjallanna.
Það var venja að fara að kveldi dags til smölunar
afréttanna og komið aftur undir hádegi næsta dag.
Smölun heimahaganna önnuðust þá unglingar og eldri
menn og luku þeir sínu ætlunarverki um svipað leyti
og þeir sem smöluðu afréttirnar.
Seinnipart dagsins var svo tekið til við rúninginn og
var honum lokið fyrir kvöldið, þar sem fátt var féð og
var þá jafnvel rekið til afréttar strax sama kvöldið. Á
fjármörgu heimilunum gekk aftur rúningurinn langt
fram á nótt og jafnvel fram undir morgun, þar sem flest
var. Á tveimur yztu bæjum byggðarinnar var allmargt
fé og gekk því rúningurinn langt fram á nótt. Þegar
honum var lokið var fénu sleppt í heimahagana, sem
girtir voru sameiginlega fyrir báða bæina, þar átti það
að jafna sig þar til það yrði rekið til afréttar. Það var
því farið með seinna móti á fætur á þessum bæjum næsta
morgun, en það fyrsta sem gera þurfti var að ná hross-
um úr haganum, athuga hvort ekki þyrfti að járna þau
hross, sem fara áttu í reksturinn, því vegalengdin var
all löng sem fara átti, alla leið austur á Bleiksmýrardal.
Heima í búri og eldhúsi vann kvenfólkið að því að
búa út og taka til nesti handa rekstrarmönnunum og var
það bæði mikið og gott, þó æði mikið af því kæmi ósnert
til baka.
Þegar reka átti féð austur á Bleiksmýrardal frá þessum
bæjum, var venjuleg rekstrarleið vegurinn út sveitina
út að Bíldsá, síðan upp með henni upp á Bíldsárskarð og
niður í Fnjóskadalinn nálægt Fjósatungu. En þá er eftir
geysi löng leið eftir dalnum fram að Gönguskarði, en
þar fyrir framan byrjar fyrst Bleiksmýrardalurinn. Nú
hafði bændunum dottið það snjallræði í hug að reka
fram Garðsárdal, sem er miklu styttri leið en krækja út
á Bíldsárskarð. Að vísu mun vegurinn vera eitthvað lak-
ari á dalnum en þó fullgóð rekstrarleið á þessum tíma
árs. Þennan dag sem hér um ræðir var ákaflega hlýtt og
gott veður, að vísu var skýjað loft en sunnan blær og
marahláka. Við vorum fjórir sem áttum að fara í þenn-
an fyrirhugaða fjárrekstur og kom okkur saman um það
við bændurna, að reka yrði féð ákaflega varlega í þess-
um hita, því væri bezt að flýta sér ekkert af stað en nota
heldur nóttina til rekstursins. Það var því komið undir
kvöld þegar lokið var að smala girðinguna, þar sem féð
var geymt og hægt að leggja af stað.
Rollurnar virtust verða fegnar að losna úr prísundinni
og runnu hratt norður veginn, yfir Þverána á brúnni og
síðan upp með árgihnu að norðan. Þegar kom upp hjá
Garðsá var sjáanlegt að sum lömbin voru farin að mæð-
ast og dragast afturúr. Var því ákveðið að fara mjög
hægt fyrst í stað, þar til næturkulið færi að verka á hita-
molluna. Þrír stórir lækir eru þarna á leiðinni þangað
til sjálf afréttin byrjar. Fyrst er þá Garðsáin, sem kemur
úr Bæjardalnum og rennur rétt sunnan við túnið á
Garðsá. Þá kemur næst Gerðisáin úr Gerðisdalnum og
byrjar þar heimaland fremsta bæjarins, sem þá var í
byggð og kallað Þröm. Þriðji lækurinn kemur svo úr
Kanagili, en þar fyrir framan byrjar hin eiginlega afrétt,
Garðsárdalurinn. Allir þessir lækir voru í foráttu vexti,
þó gekk sæmilega vel að koma fénu yfir þá. Þegar hér
var komið mun hafa verið komið fram undir háttatíma.
Þarna skammt fyrir framan Kanagilið er eyðibýli, sem
Kristnes hét. Þar ákváðum við að hvíla fénaðinn ræki-
84 Heima er bezt