Heima er bezt - 01.03.1973, Síða 20
KVEÐÉG
mér til hugarhcegðar
UNA Þ. ÁRNADÓTTIR fædd 28. maí
1919 á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal, fluttist
að Kálfsstöðum í sömu sveit 1923 og átti
þar heima til 1944. Síðan búsett á Sauðár-
króki. Hefur ritað nokkuð í bundnu og
óbundnu máli, hafa komið út eftir hana
tvær skáldsögur: Bóndinn í Þverárdal
(1944), og Enginn fiskur á morgun (1969).
Auk þess nokkrar smásögur og kvæði í
blöðuin og tímaritum.
UM GÖNGUR
Hallar nú sumrinu heima í dal,
haustskrúða búa sig fjöllin.
Blítt ljómar sól yfir bláfjallasal,
berjalyng roðnar um höllin.
Koma nú göngur með hundgá og hnegg,
hó og kölhn.
Mjallhvítir fjárhópar framan úr dal
fjarlægjast sumarsins haga.
Með langdregnum jarmi og saknaðarsón
syrgja þeir frelsisins daga.
Komandi vetur og kuldi og fönn
kjörin baga.
Berst nú um dalinn minn hávaði og hark,
hlátrar og bergmál og sköllin.
Vermandi haustsóhn gyllir svo glatt
grundir og engi og völlinn.
Ljóma í kvöldroða vinleg og væn
Vesturfjöllin.
GAMALT OG NÝTT
I föðurgarði fyrrum
var flot og smjör og tólk.
Ég harðfisk man og hamsa
og hafragraut og mjólk.
Og skyr á síu sá ég
og súrt þar slátur var.
Á helgri jólahátíð
ég hangikjötið skar.
Já, þetta er þjóðarmatur
og þar af margur vex.
En íslands æskulýðinn
nú elur gos og kex.
Og tóbak, ís og tyggjó,
sem teygt og jóðlað er.
Æ, því er ver með þessu
öh þjóðleg menning fer.
HALLDÓR
t
Hann var bara köttur hann Halldór hth minn
og hann var ósköp sætur.
Með grábröndóttan háraht og hlýja og loðna kinn.
Hann veiddi mýs um nætur.
En stundum þegar kaldast var hann kúrði í minni sæng
og kalda vermdi fætur.
Við mahð hans ég sofnaði, svo milt og vært og rótt,
ég man þær góðu nætur.
Og ég man það hvað góður og vitur hann var
og vænn og gæfuríkur.
Svo fjarskalega þrifinn og fugla aldrei drap.
Hann var fáum köttum líkur.
Hafragraut og rjóma ég honum einatt gaf,
— hann var hnellinn lífs á velli. —
Og hangikjöt og harðfiskur hans dýrðardraumur var.
Hann dó í hárri elh.
Og seinna, þegar leið minni lýkur hér á jörð,
um Iífsins grýtta vegi.
Þá getur skeð að aftur ég hitti Halldór minn,
á heiðum sólskinsdegi.
AÐ HAUSTNÓTTUM
Sumarið liðna var bjart og blítt,
blærinn mildur og sólskin hlýtt,
lóur í lyngmóum sungu.
Grasið ilmaði, glóðu blóm,
glöð sungu börnin skærum róm,
með sumar í augunum ungu.
Frjósa nú hndir í fjallahlíð,
fennir lyngið og grösin fríð,
mikill er kuldans kraftur.
Kaldur vetur þótt verði hér
vorgleðin blundar í hjarta mér
og vaknar er vorar aftur.
92 Heima er bext