Heima er bezt - 01.03.1973, Qupperneq 21
UM FORNAR SLÓÐIR
Sólin skein í heiði yfir sumarfögrum dal,
á sóleyjar og fífla og annað blómaval.
Á sveitabæi forna í fagurgrænum túnum,
— þar fetaði ég engi, á eftir blessuðum kúnum.
Fuglamir í móunum sungu sumaróð,
sólskin var í hjarta mínu, þá var tíðin góð.
Frá bæjum stigu reykir í morgun — blíða blænum.
Bjart var þá um sveitir og tíbrá yfir sænum.
Ar og dagar líða og senn er komið kvöld.
Kýmar mínar dauðar — það er liðið hátt á öld.
Og ég er orðin gömul, mér finnst í skjólin fjúka.
Flestu er breytt í dalnum, á bæjunum hætt að rjúka.
Gamlir vinir fóru, þeir gengu feðraslóð.
Grannarnir fluttu burtu og sé þeim vistin góð.
Fomir hættir hverfa, það eru engin undur.
Um engið liggur bílvegur og sker það í sundur.
Gamlir bæir hverfa og gömul týnast spor,
— gengið er nú æskunnar sólfagra vor.
Ég er orðin gestur á gömlum heimaslóðum,
samt gleðst ég yfir steinhúsum og rafmagnsljósum
góðum.
KVEÐIÐ Á KALDRI STRÖND (1968)
Ég hími við sjóinn og horfi á fannkrýnd fjöll,
nú finnast mér langir maídagar.
Því hafísinn ógnar, sem úfið hamratröll,
---æ, ískuldinn hönd mína nagar.
Vorsólin gyllir mín gömlu heimalönd,
þar gáfust mér hlýir sumardagar.
Þeir koma ekki aftur, á kaldri bý ég strönd.
Æ, kinn mína vorkuldinn nagar.
GESTUR Á HVÍTUM HESTI
Á sumarkvöldi fögru að garði bar einn gest,
á glæstum hvítum hesti — þótt gleymist annað flest —,
enn þá í hjarta mínu hófaslögin dvnja.
Ég gangvaranum brynnti, ég gældi við hans kinn
og góðan koss að skilnaði hann fékk sem vinur minn.
Enn þá í hjarta mínu hófaslögin dynja.
Svo fór hann burt hinn ókunni fagureygi sveinn,
þó fjöldi gesta kæmi sást ei líki hans neinn.
Enn þá í hjarta mínu hófaslögin dynja.
HUGSAÐ ÚT Á EYRI
Við komum á Eyrina konur og menn,
það kætir vorn anda.
Á land berst nú fiskur, þess njótum við enn
og neytum þar handa.
Nú reiti ég lunda, með rauðbröndótt nef,
— það rænir mig kæti.
Á Eyrinni dvel ég í anda — þar hef
ég unnið verðmæti.
Og f jaðrimar þyrlast og fylla mitt nef,
þá fer ég að hnerra.
£g læt þær í kassa og græði þær gef,
þeim gjafmilda herra.
Bárurnar gjálfra og brotna sem glys
og bjart ljómar strindi.
£g vil út á Eyrina fljúga sem fis,
eða fjöður í vindi.
1 LEYNI
Ég alein var heima um árdegisstund,
þá úti sungu fuglar og blómskreytt var grund.
En vetrarkvíði liggur oft í leyni.
Sólin skein í heiði og sendi geisla inn
og sólskin og vorgleði fylltu huga minn.
En sorg og skuggar liggja oft í leyni.
Ég gleymdi fornum vinum, sem gengnir voru á
braut,
ég gleymdi sorg og trega og sá enga þraut.
En skin og skúrir skiptast á — í leyni.
Allt var svo friðsælt, ég óskaði þá stund
að ætti ég nýjan vin sem að kæmi á minn fund.
Þá hvíslað var í eyra mitt í leyni:
„Festu ei nýja vináttu, þótt finnist þér hún hlý,
því fallvölt mun hún reynast og sólu hylja ský
og söknuðurinn liggur þá í Ieyni.“
Þá dró fyrir sólu og dimmdi í mínum rann,
það dimmdi í huga mínum, með söknuði ég
fann
hvað gleðisólin svipleg er — í leyni.
Ein sit ég heima og allt er svo hljótt,
óðum hallar degi og senn kemur nótt.
sem geymir sorg og gleði og þrá — í leyni.
Heima er bezt 93