Heima er bezt - 01.03.1973, Síða 23

Heima er bezt - 01.03.1973, Síða 23
Eignatjón í Vestmannaeyjakaupstað er gífurlegt. Myndin er tekin 21. jan. sl. Ljósm.: Ævar fóhannesson. arstöð landsins, sem framleitt hefur drjúgan hluta þeirra verðmæta, sem gert hafa okkur svo áhyggjulausa. Eldsumbrot úr jörðu er auðvitað ekkert nýnæmi fyrir okkur nútímafólk, og af íslandssögunni þekkjum við það tjón, sem þau bökuðu forfeðrunum. En aldrei í þjóðarsögunni hefur staðið af þeim þvílík ógn, og sem við sjáum ekki fyrir endann á enn. Fyrstu viðbrögð voru að bjarga fólkinu, því enginn veit með vissu hvað gerzt getur þegar jörð rifnar af eldi. Eldfjallasagan geymir sögur af eylöndum, sem sprungið hafa í loft upp í slíkum hamförum. Lánið lék við okkur. Hinn fríði floti Vestmanna- eyinga var í höfn og hann var mögulegt að nota til björgunar, sem gerð var af svo mikilli prýði, að á 18 klukkustundum var rúmlega 5000 mönnum kippt upp á meginlandið, án þess nokkur óhöpp skeðu. Þetta var afrek, sem erlendir kunnáttumenn áttu ekki annað en hástemmd lýsingarorð yfir. Það var guð vors lands og gifta Vestmannaeyinga, sem hér stóðu að verki. En fólkið var varla stigið á land á meginlandinu, er upphófst hið furðulegasta tal um þá stofnun, Almanna- varnarráð, sem raunverulega stjórnaði þessum aðgerð- um. Þessi stofnun hafði hingað til verið eins konar mið- punktur háðs og spotts. Meira að segja sjónvarpið sýndi okkur eitt sinn birgðaskemmu hennar umflotna vatni, eins og það vildi með því sýna, að ekki væri nú mikið gagn af þessu. Allt í einu rann það upp fyrir mönnum, að líklega væri þetta bara hin þarfasta stofnun. Samt þurfti að atyrða hana fyrir eitthvað, og nú var hún skömmuð fyrir að leita ekki strax á náðir hinnar banda- rísku vinaþjóðar, sem hún þó gerði, því þyrlur af Kefla- víkurvelli fluttu í land sjúklinga og gamalt fólk úr sjúkrahúsinu. Enginn sanngjarn maður ber á móti því, að þessir flutningar hljóta að hafa auðveldað hinum heilbrigðu flóttann, þótt auðvitað hefðum við líka get- að flutt þetta fólk með. Hefðu aðstæður verið verri til björgunar, efa ég ekki, að Almannavarnaráð og stjórnvöld hefðu leitað á náðir nefndrar vinaþjóðar, sem auðvitað hefði brugðizt strax við með stórvirkum tækjum og mestu tækni í heimi. Það, sem ég hryggist yfir, er, að til skuli vera þeir Heima er bezt 95

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.