Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 4
OLOF D. ARNADOTTIR, STRAUMUM: - ~y ndir ixgólfsfjalli, spölkorn fvTÍr austan Kög- unarhól í Ölfushreppi, er trjáræktar- og gróðr- J arstöðin Kjarr, sem er nvbvli úr landi Þóru- ~---' staða. Hún lætur ekki mikið vfir sér í augum vegfarenda er þjóta eftir þjóðveginum í bílum sínum — útihúsin sjást að vísu og á einum stað má greina heið- gult þak vfir toppum trjánna. Töfrar þessa staðar koma ekki í ljós fvrr en rauða járnhliðið á girðingunni hefur verið opnað og við sjáum heimreiðina — nema ókunn- ugir séu svo heppnir að villast niður að Þórustöðum og snúa þar við, þá blasir við þeim framhlið íbúðarhúss- ins, er brosir mót sól og suðri í fögrum skógarlundi. Húsfrevjan í Kjarri, frú Ragna Sigurðardóttir, er Jónsmessunæturbarn, hún er fædd 24. júní árið 1907, dóttir Sigurðar Sigurðssonar fvrrv. búnaðarmálastjóra og konu hans húsfrú Þóru Sigurðardóttur, sem bæði voru fædd og uppalin í Fnjóskadal í Suður-Þingevjar- svslu. Ragna er ein af fjórum landskunnum systkinum, en um ætt hennar að öðru levti læt ég nægja að vísa til æfiscigu föður hennar, er Jónas Þorbergsson tók saman og gefin var út á vegum Bcíkaútgáfu Menningarsjóðs. Ég mun hcldur ekki ræða starf hennar í félagsmálum, það er þáttur út af fvrir sig, sem ég vona að einhverjir geri skil, er til þekkja, því Ragna hefur verið formaður í ýmsum félögum og látið mikið að sér kveða, þar sem hún hefur á annað borð lagt hönd á plóginn. Þeir, sem komið hafa inn fvrir þröskuldinn í Kjarri, finna fljótlega að vfir heimilinu hvílir sérstæður þokki, scm er í ætt við gróðurinn utan dvra. Húsrvmi er ekki mikið, en útsvni fagurt til allra átta og allstaðar mæta augum gestsins málverk og aðrir munir, sem unun er á að horfa. .Mann sinn missti Ragna á síðastliðnu sumri, en hún er ein af þeim konum, sem ekki leggja árar í bát, þótt á móti blási og jafnvel skipstjórinn falli fyrir borð. Hún situr um kvrrt í Kjarri og hvggur á nýjar framkvæmd- ir. Þessa dagana er hún að láta teikna um þrjátíu fer- metra vetrargarð, er hún segir að verði mjög glæsileg- ur, enda mun slíkt garðhús vera dvrðarheimur fyrir þá, sem þrá að dvelja meðal blóma og grænna bíaða allt árið um kring. Ragna í Kjarri, eins og hún er kölluð hér austan Fjalls, var áður kölluð Ragna á Þórustöðum, þar áður var hún þekkt undir nafninu Ragna í Flóru og þeir eru til, sem muna eftir Rögnu á Hólum. Bak við hvert þessara nafna leynist ævikafli, sem er ólíkur þeim sem á eftir fer, en allir eru þessir æviþættir með sterkum litum og allir eru þeir fullir af lífi. Til þess að finna orðum mínum stað ætla ég nú að ná tali af Rögnu sjálfri og fá hana til þess að bregða upp nokkrum myndum frá liðinni tíð. HEIMASÆTAN Á HÓLUM. — Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu, Ragna, að þú værir fædd á Hólum í Hjaltadal, þeim fræga stað. — Nei, nei, ég er fædd í Gróðrarstöðinni á Akur- eyri. Faðir minn var þá enn framkvæmdastjóri Ræktun- arfélags Norðurlands, þó hann væri orðinn skólastjóri á Hólum. Að vísu má segja, að ég sé alin upp á Hólum til 12 ára aldurs, við vorum þar á vetrum, á þessum árum, og fluttumst þangað alfarin þegar ég var þriggja ára gömul. Þar dvöldumst við svo í áratug, yndislegasta tíma ævi minnar. — Og hvað var nú svo yndislegt á Hólum í þá daga? — Það var ekki eitt heldur allt. Heimilið okkar var alveg dásamlegt. Þar voru milli fjörutíu og fimmtíu manns á sumrum, eftir að foreldrar mínir tóku við bú- rekstri staðarins. Auk þess var alveg þrotlaus straumur af gestum hjá okkur og þegar haustaði riðu tugir ungra bændasona heim til Hóla og settu svip sinn á staðinn yfir veturinn. Hugsaðu þér allt þetta fólk, það var alltaf eitthvað að gerast, alltaf eitthvað að hlakka til á næsta leiti. Tilbreytingin var alveg stórkostleg. — Ég skil það. Og var þá heimavist Bændaskólans í höndum móður þinnar? — Nei, skólinn hafði aðsetur sitt í Gamla húsinu, sem svo var kallað. Þar var heimavistin og mötunevti í kjallara. — En heimili ykkar hlýtur þó að hafa verið eitt hið fjölmennasta á öllu landinu? 184 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.