Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 30
IX Þá er komið að síðasta þættinum, sem á að bera vitni um hagmælsku Ólafs. Af ásettu ráði kaus ég að hafa hann síðast. Hann verður fáorður, þó af ýmsu sé að taka. Hvort tveggja er, að það er ekki á mínu færi að velja þar eða hafna og svo hitt, að einhvern tíma sagði Ólafur, í bréfi til mín: „Ég hef aldrei ætlað að láta vísur mínar á þrykk út ganga, því þetta voru dægurflugur, tilbúnar á augna- blikinu, og venjulega handa mönnum til að hlæja að.“ Þessar „dægurflugur“ hans frænda míns, lifa nefni- lega enn, góðu lífi hér í Öxarfirði og áreiðanlega víð- ar, og eiga eftir að gera það lengi. Nú — svo er líka eitt enn: Við munum öll fúslega játa, að í höll gleð- innar, sé hláturinn sjálfkjörinn konungur, og húsmóð- irin, sem er hans „ekta kvinna“, situr þar við hönd hans, með handapati, til áherzlu — og hlær með. Svo fór líka flestum, er komu í Ferjubakka, til að hitta hús- bóndann. Og þó hann væri fámáll, í fyrstu, er þeir spurðu hann, hvað hann segði í fréttum og fengu þetta svar: „O-o-oo! það er nú heldur lítið, og sízt gott,“ þá breyttist talið oft undra fljótt og gamanyrði voru látin fjúka. Fyrstu vísurnar, sem hér verða birtar, bera um það vitni. Um og eftir 1920, átti óvenju listfengur gullsmið- ur heima á Kópaskeri. Hann hét Kristján og var Bene- diktsson. Eitt sinn kom Ólafur til Kristjáns og bað hann nú blessaðan að smíða — handa Aðalheiði sinni, þessar dásamlegu silfurkúlur og skínandi glingur, sem hann væri alltaf að framleiða handa frúnum, sem fögnuðu og lofsungu hann. Nokkru síðar kemur Kristján með þessa fagursköp- uðu gripi, í Ferjubakka, því hann vissi, að Aðalheiður beið eftir þeim. Stóð þá svo vel á, að allir voru heima, og horfðu, með undrun og aðdáun, á listaverkin, þegar Aðalheiður og Kristján fóru að handleika þau, og sjá hvernig þau tækju sig út, eftir ábendingum Kristjáns, sem fékk mörg og ósvikin lofsyrði. Ólafur horfði á, með aðdáun, en sagði ekki orð, þar til hann mælti: „Ýmislegt er orðið breytt, eðli fjarri sínu. Kristján hefur k ú 1 u m skreytt, k v i ð á fljóði mínu.“ Á þeim árum, sem Ólafur hafði bensínsölu, kom margt broslegt fyrir. Eitt sinn bauð bílstjórinn, sem flutti bensínið, Ólafi, að skreppa með sér til Akureyr- ar. Hann kæmi aftur á morgun, en þangað þurfti hann að sækja það. Ekki mátti Ólafur eyða tíma í það ferða- lag, fremur en áður, en segir: „Þú getur gert mér ann- an greiða og ekki síðri. Hjá mér er ung stúlka, sem bíður eftir ferð til Akureyrar. Hún hefur — frá því snemma í morgun, verið að biðja guð, að senda sér nú þennan blessaða bílstjóra minn.“ Það hýrnaði heldur yfir bílstjóranum, sem bað Ólaf að snarast eftir stúlkunni. Eftir litla stund koma þau bæði hlaupandi og hjálpaði Ólafur henni upp í bílinn þar sem hún settist við hliðina á bílstjóranum. Blæs mæðinni og segir svo: „Þér ég unga færi frú, ’ með ferskleik öllum sínum. Vinur minn, — ég vildi nú vera í sporum þínum.“ Eitt sinn las Ólafur í blaði, samtal við gamla ljósmóð- ur, sem var hætt störfum. Blaðamaðurinn spurði hana hvað yngsta móðirin hefði verið gömul og einnig sú elzta, sem hún hefði verið sótt til. Svarið var: „Sú yngsta var ellefu ára, en sú elzta sextug.“ Þá mælti Ólafur og undrunin leyndi sér ekki: „Enn er margur ástagjarn, enda fór nú svona: Fyrir skömmu, fallegt barn, fæddi sextug kona.“ Ólafur dvaldi eitt sinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri eftir aðgerð á auga. Þá var hann áttatíu og fjögra ára. Enn var þá gamansemin í för með honum. Hjúkrunarkonurnar voru honum ákaflega tillitssamar, og leiddu hann oft eftir löngum gangi, fram og aftur, til að liðka hann og styrkja. Þess á milli létu þær hann sitja í stól, þar sem vel fór um hann. Einu sinni fannst honum biðin orðin óvenju löng, enda orðinn þrevttur. Kemur þá ein hjúkrunarkonan, eins og af himni send, tekur í hönd hans og ávarpar hann blíðlega. Varð þá Ólafi að orði: „Ekki hefur guð mér gleymt, gleðisólir skína, — af því ég hef endurheimt, „aðstoðina“ mína.“ Það mátti með sanni segja, að gamansemin var Ólafi trú — „allt til dauðans.1* Þegar Ólafur — eitt sinn — í skammdeginu, 1970, sneri frá einum glugganum, í stofunni þar sem hann bjó, í Reykjavík, eftir að hafa horft út, en þá var sjón- in orðin afar slæm, mælti hann: „Rökkrið grátt mér fegurð fól, fer að máttug gríma. Orðin lágt á lofti sól. Líður að háttatíma.“ Um svipað leyti, þegar hann fann hve sjónin daprað- ist ört, sneri hann frá stofuglugganum, og mælti: „Þéttast finnst mér þokan grá, þó að sólin skíni. Fellur myrkrið a 1 v e g á, á ð u r lífi týni? “ 210 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.