Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 22
skeifunnar, sem hélt þeim saman, svo hestarnir urðu al- bata. Af því, sem áður er greint, má öllum vera ljóst hve margir áttu erindi í Ferjubakka, og þar á ofan við þjóð- braut. Flestum mun það nú ofraun að gera sér grein fyrir því, hvaða álag það var fyrir húsmóðurina, fyrst og fremst — í viðbót við heimilisverkin, sem ekki urðu umflúin. Á hina hliðina var svo aftur að hafa — á reið- um höndum — allt, sem til þurfti, mat eða kaffi, sem allir tóku á móti fegins hendi, því það var föst venja að bjóða í bæinn hverjum manni, sem að garði bar og það jafnvel á kreppuárunum um 1930, þegar skammtað var ýmislegt, eins og kaffi, sykur og hveiti. Oddvitar sáu um að útbýta seðlunum, hver í sinni sveit og höfðu heimild til að veita aukaskammt þeim, er brýn nauð- syn bar til. Stundum reyndist það líka erfiður róður að fá ofurlítinn aukaskammt, svo ekki sé meira sagt. V Á myrkum vetrarnóttum, þegar hjal lækjarins heyrð- ist inn um baðstofugluggana, barst oft í tal milli Ól- afs og Aðalheiðar, hvað hann gæti orðið þeim mikill yl- og gleðigjafi, ef hann fengi að njóta orku sinnar niður brekkuna bröttu, syðst, en til þess þurfti pen- inga. Þeir voru engir til og lán með sæmilegum kjör- um, var heldur hvergi að fá. Oft hafði Ólafur numið staðar við ána, neðan við brekkuna og séð í huganum, hvar bezt mundi að byggja stöðvarhúsið og hvernig bezt væri að leiða lækinn, sem auka mátti, eftir vild, fram á brekkubrúnina. Með hverju árinu sem leið, varð þessi vonadraumur áleitnari. Svo þegar raffræðingurinn — og valmennið — Skarphéðinn Gíslason frá Vagnsstöðum í Suðursveit, var fenginn hingað norður, til að athuga aðstæður og koma upp nokkrum rafstöðvum, þar sem vatnsafl var nægjanlegt, þá gafst Ólafi tækifæri til að kynnast öllum umbúnaði, af eigin sjón og raun. Og nú fengu vonirnar, sem svo oft höfðu blakað vængjum á vetrarnóttum, byr svo um munaði. Eitt af því fyrsta, sem Skarphéðinn Gíslason fór fram á, var að fá einhvern handlaginn og röskan mann, til að vera með sér við niðursetningu stöðvanna. Einhverj- ir höfðu sagt honum, að enginn væri þar eins snjall og Ólafur á Ferjubakka. Þannig atvikaðist það, að Ólafur var öllum stundum, er hann gat að heiman verið, með Skarphéðni, þegar verið var að koma upp rafstöðinni á Austara-Landi, en hún var byggð sumarið 1929. Skömmu síðar sagði Skarphéðinn þeim, er þetta ritar, að ekki hefði hann getað hugsað sér röskari og afkasta- meiri félaga en Ólaf og því síður skemmtilegri. Oft hafði hann líka dáðst að því, hvað allt virtist liggja ljóst fyrir honum. Skarphéðinn var sjálfur ákaflega gaman- samur og hugljúfur félagi, enda var hann hér dáður af öllum, sem honum kynntust. Áratugum síðar minntist hann — í bréfi — á dvöl sína hér norðurfrá og hve minn- ingarnar frá þeim tíma væru sér mikill yl- og gleðigjafi. Árið 1917 kom frá Ameríku íslendingur, sem dvalið hafði þar tólf ár. Hann hét Steingrímur Sigurðsson, prýðilega vel gefinn,- mikill tilfinningamaður og skap- heitur. Öll þessi ár hafði hann starfað við búrekstur og kynnt sér nýjungar á því sviði. Hann hafði brennandi áhuga á bættum vinnuaðferðum hér heima, og þá eink- um á sviði ræktunar. Þegar heim kom sýndi hann líka áhuga sinn í verki, með því að plægja fyrir bændur, en þá þekktist hér ekki önnur aðferð en láta hesta draga plóginn. Hann hlóð líka stíflugarða, gróf skurði o. fl., sem miðaði að aukinni grasrækt. Á vetrum spann hann líka oft á spunavél, og lék þá á als oddi, þegar vel gekk. Á þriðja tug aldarinnar var mikið gert að því hér, því margir höfðu samtök um að eignast 'þær, og létu þær svo ganga á milli félagsmanna. Það mun hafa orðið að samkomulagi milli hjónanna á Ferjubakka og Steingríms Sigurðssonar, að hann lán- aði þeim það, sem þyrfti, til rafstöðvarinnar, gegn því að þar fengi hann öruggt skjól í ellinni. Það brást heldur ekki. Nokkrum árum síðar sagði mér einn góð- vinur Steingríms, Páll hreppstjóri á Landi, eins og hann var ávallt nefndur af sveitungum sínum, að hann hefði sagt sér, að þegar hann væri lasinn, og treysti sér ekki til að líta í bók, væri það sín bezta skemmtun að lesið væri fyrir sig, einkum nýjustu fréttir í blöðunum, þeg- ar pósturinn kæmi. Þetta vissi Aðalheiður og það brást honum aldrei, þegar hann minntist á það, þó hann vissi vel, að hún sæi ekki út yfir það, sem hún þurfti að gCra‘ Svo bar það við eina júnínótt 1930, þegar miðnætur- sólin var hulin bak við þykkan skýjabakka og hvergi sást til lofts, að menn sem voru á stjái á efstu bæjum í Kelduhverfi, tóku eftir óvenju skærri stjörnu, í austri. Þeir áttuðu sig þó fljótt á því hvað þarna hafði gerst. Litli lækurinn var nú orðinn hinn óþreytandi og samvizkusami ljós- og ylgjafi fyrir allt heimilisfólkið á Ferjubakka. Myrkur skemmdegisnátta varð nú að láta í minni pokann, hvenær sem það vildi. Á þessari björtu júnínótt, brosti gamli bærinn til nágrannanna í vestri, því svo sannarlega hafði hann fengið nýtt líf, sem var þess megnugt að veita öryggi, öllum sem greindu þetta leiftrandi ljós. Sú gleði, sem ríkti í gamla bænum þessa júnínótt, verður hvorki skýrð né skilin af öðrum en þeim, sem áður þekktu bezt baráttuna við myrkrið og kuldann og hvað mikið þurfti fyrir því að hafa að sjóða matinn og þvottana og kynda ofna, þegar frostin herj- uðu í fullu veldi. Nýja rafstöðin hafði næga orku til að mæta þessu álagi öllu. Sumarið 1931 var bensíntankur settur niður við þjóð- veginn austan við Ferjubakka. Eftir það var margur spretturinn tekinn austur að honum, b æ ð i á nótt sem degi, því bensínlaus bílstjóri er illa staddur og þá var löng leið að næstu bensínsölu. Sennilegt er, að Aðalheið- ur hafi þá farið flesta sprettina, því ekkert var fjærri hennar eðli, en að láta bíða eftir sér. En — spölurinn styttist, blessunarlega, síðar. Sumarið 1939 var íbúðarhúsið sem enn stendur, byggt uppi á hólnum, skammt austan við gamla bæinn. Þaðan 202 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.