Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 43
SVERRE MARSTRANDER:
Uppnaf lanclbúnaáar í Evrópu
og nálægum Austurlöndum
Eins og vér vitum er Biblían ekki einungis játn-
ingarrit, hún er einnig einn hinn dýrmætasti
fjársjóður menningarsögu heimsins. Þannig
verður myndin, sem brugðið er upp af uppruna
mannsins og fyrstu árum hans í Fyrstu bók Mósesar
hin athyglisverðasta til fróðleiks um verkefni það, sem
hér er fjallað um, bæði textinn sjálfur, og þó engu síð-
ur hitt, sem lesa má milli línanna, en hann þegir um.
í Fyrstu bók Mósesar greinir frá því, er þau Adam
og Eva eru hrakin frá aldingarðinum Eden og koma þá
inn í ævagamalt ísraelskt samfélag flakkandi hirðingja,
sem einmitt um þær mundir, sem sagan er látin gerast,
ef til vill tæpu árþúsundi f. Kr., hafði tekið sér fasta
bústaði og var farið að lifa af jarðyrkju og kvikfjár-
rækt. Þetta lífsháttaform gefur frásögninni svip á marg-
an hátt. Þannig sjáum vér að öll sköpunarsagan er skoð-
uð með augum jarðyrkjumannsins sbr. orðin: „Drottinn
Guð hafði enn ekki látið rigna á jörðina, og engir menn
voru enn til að yrkja jörðina“ (1. Mós. 2. kap. 5. vers).
En bæði ákuryrkja og kvikfjárrækt eru þættir þró-
aðra atvinnuhátta, sem eiga langa sögu að baki, en Fyrsta
bók Mósesar segir oss lítið um hina frumstæðustu
bjargræðisvegi veiðimanna og safnara. Allar sagnir og
minni um þá löngu liðnu tíma, þegar þetta voru einu
bjargræðismöguleikarnir, voru týnd löngu fyrr en
sköpunarsagan var skráð. Þegar forngyðingarnir komu
með hjarðir sínar til Kanaanslands um 1400 f. Kr., varð
fyrir þeim mörg þúsund ára gömul jarðræktarmenning,
sem þeir tileinkuðu sér eftir því, sem tímar liðu. Hvem-
ig hefði höfund Fyrstu Mósebókar átt að renna grun
í, að fornleifarannsóknir vorra daga ættu eftir að leiða
í ljós, að í Jeríkó var háþróað bændasamfélag, sem
rekja mátti allt aftur til 7000 árum f. Kr. Upphaf jarð-
yrkju var atriði, sem honum kom ekki við. Hann tók
það sem sjálfgefið, að jarðyrkjan hefði heyrt mannkyn-
inu til allt frá dögum Adams.
Það er ekki fyrr en á sl. öld, sem fornleifafræðin fer
að grafast fyrir um upphaf jarðyrkjunnar í heiminum.
! hinni sígildu lýsingu Sophusar Múllers frá 1875 um
forsögu Danmerkur, eru mörk eldri og yngri steinaldar
rakin, eftir breytingum, sem verða á áhöldum og öðrum
fornminjum. Á þeim tíma höfðu menn ekki látið sér til
hugar koma að nýjung í atvinnuháttum hlyti að fylgja
ný tækni. Að vísu er þess getið, að jarðyrkjan væri þá
þegar mikilvæg atvinnugrein, en tilkoma hennar vakti
engar spurningar. Hún var þar og annað ekki.
En þegar bók Múllers kom út, voru fræðimenn suð-
ur í Evrópu teknir að ræða um upphaf jarðyrkjunnar af
fullum krafti. Upphaf þeirrar umræðu var, að sjálf-
ur Charles Darwin tók í riti 1875 til fræðilegrar með-
ferðar, hvernig lífskjör og umhverfi hefðu gert mönn-
um það kleift, að afla sér nauðsynlegra tækja og þeirr-
ar þekkingar á gróðri og lífinu, sem þurfti til að rækta
plöntur og temja dýr. Á næstu árum þar á eftir fóru
menn að kanna málið frá umhverfissjónarmiði og leit-
uðust við að skapa sér form, sem gætu sýnt þá umhverf-
isþætti, sem þurfti til þess að menn gætu horfið yfir til
beinnar matvælaframleiðslu.
Mestri hylli í þeim efnum náði kenning Gordon
Childes, sem tók að fást við þetta verkefni um 1920, og
setti fram það vígorð, að nýsteinaldarbyltingin væri
hin mesta í sögu mannkynsins, allt frá því að mönnun-
um lærðist að kveikja eld. Kenning hans mótaðist af
sjónarmiðum, sem menn höfðu lengi velt fyrir sér, þ. e.
að breytingin til nýrra lifnaðarhátta hlyti að vera háð
umhverfisbreytingu. Samkvæmt formi Childes eru það
ytri öfl, sem koma menningarbyltingunni af stað. Höf-
uðforsenda Childes er sú skoðun, að á Jökultímanum
hefði verið breitt belti með mikilli úrkomu sunnan við
jökulröndina. Úrkoman í þessu belti réð því, að víð-
áttumikil lönd í Norður-Afríku, sem nú eru eyðimerk-
ur, voru þá gróðursælar graslendur (savannalönd) með
mergð villtra dýra. Úrkomubelti þetta náði austur um
hin nálægari Áusturlönd allt austur í hálendi Irans.
Þegar jöklana tók að leysa, og jökuljaðarinn færðist
norður á bógin, fylgdi regnbeltið honum eftir, en um
leið tóku eyðimerkur að verða til um sunnanvert svæð-
ið við það, að loftslagið þornaði. Sú var skoðun Child-
es, að þurrkarnir hefðu knúið þjóðir þær, er byggðu í
vinjum og dölum eyðimarkanna, til að hefjast handa
um framleiðslu matvæla, þetta hefði einkum verið í
Nílardalnum og Eufrat-Tígrisdældinni (Irak). Á þess-
um slóðum knúði ill nauðsyn menn og dýr til að haf-
ast við í þéttbýli innan þröngra marka. Þéttbýlið skap-
aði skilyrði fyrir því samlífi manna og dýra, sem varð
til þess, að tekið var að temja tilteknar tegundir dýra
Heima er bezt 223