Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 57
i(5 að grípa til þess ráðs að láta fallhurðina loka leyni-
göngunum. í nafni konungstignar minnar og fyrir hönd
allra þegna minna þakka ég ykkur, hermenn, allan trún-
að við mig. Ég sé, að meginþorri lífvarðar míns er flúinn.
Þetta hryggir mig að vísu. En fyrir guðs hjálp og góðra
manna, því margir eru mér enn trúir, þá hafa málin
snúizt þannig, að uppreisnin hefur mistekizt. Moldvörpu-
herinn er flúinn. Prinsessan lifir, og ég og drottning mín
erum hér. — Kom þú hingað til mín, Hervald undirlíf-
varðarforingi. Nú þegar verð ég að gera undantekningu
vegna óvenjulegra aðstæðna.“
Konungur dró sverð sitt úr slíðrum og mælti: „í viður-
vist allra þeirra, sem hér eru staddir, skipa ég þig, Her-
vald Bryngeirsson, yfirforingja alls lífvarðar míns með
greifanafnbót.“ Að svo mæltu sló konungur þrisvar með
flötu sverðinu á hægri öxl Hervalds Bryngeirssonar.
„Þið hinir í lífverði mínum fáið allir seinna umbun
verka ykkar vegna trúmennsku í starfi. Þú, Hervald,
velur þér undirforingja. Ég staðfesti skipan þína seinna,
aðallífvarðarforingi.“
Hervald þakkaði konungi fyrir sig og sína menn með
konungskveðjunni: „lifi konungur vor!“
Konungur steig af baki hestinum og hélt inn í höllina
ásamt fylgdarliði sínu.
Konungur og drottning settust í hásæti sín. Jarlinn
og hans fylgdarlið þar út frá til beggja handa. Konungur
mælti:
„Hér er autt tignarsæti Júlíu prinsessu. Fyrst óvin-
irnir náðu henni ekki, þá vonum við, að hún sé á lífi
og skipi brátt þetta auða sæti. Fleiri tignarsæti verða út-
búin hér svo fljótt sem verða má, en hvað bíður síns
tíma. Herra prins, Bjarnharður Ríkarðsson, og þú trúi
og vaski vinur minn, Hrólfur Hlöðversson, áður aðallíf-
varðarforingi minn, nú settur hershöfðingi yfir öllum her-
afla ríkis míns og einnig trúnaðarmaður í herráði
mínu. Skipun þín, hershöfðingi, fer fram síðar við hátið-
lega viðhöfn. Nú verður að ná konunum úr leynifylgsn-
inu. Til þess kýs ég ykkur, Bjarnharð prins og Hrólf
hershöfðingja. Þú, herra hershöfðingi, veizt, hvernig á
að láta prinsessuna heyra til þín. Farið nú. Komið fljótt
aftur og flytjið góð tíðindi."
Nú víkur sögunni aftur til kvennanna þriggja í jarð-
hýsinu.
„Nú eru liðnar tvær nætur og einn dagur frá því að
þeir Bjarnharður og Hrólfur fóru,“ mælti prinsessan.
„Seinna í dag vonast ég eftir því að kallað verði til mín
gegn um sprunguna í klettaveggnum.“
Dagurinn leið hægt, svo fannst þeim þremur, er biðu
í jarðhýsinu á milli vonar og ótta. Það var orðið áliðið
dags, er Vilma kom þjótandi og sagði „Prinsessa, það er
verið að kalla í gegn um sprunguna.“
Júlía prinsessa stóð upp í skyndi. Þær gengu allar inn
í afhellinn, þar sem sprungan var. Nú heyrðist kallað
aftur: „Júlía prinsessa. Heyrið þér til mín? Svarið fljótt.“
„Ég er Júlía prinsessa. Hver kallar?“
„Ég er Bjarnharður prins. Faðir yðar er kominn.“
„Mér heyrist þetta vera rödd yðar, Bjamharður prins.
En hvernig á ég að vita, að ekki séu svik í tafli? Við,
konungsfólkið, höfum fengið að þreifa átakanlega á svik-
semi og afleiðingum hennar nú undanfama daga.“
„Ég skil yður, prinsessa,“ mælti röddin. „Bíðið prins-
essa. Nú kemur Hrólfur að sprungunni." Röddin þagn-
aði. Rétt á eftir heyrist önnur rödd kalla:
„Júlía prinsessa. Ég er Hrólfur. Fyrst yður nægir ekki
að heyra okkur kalla við þessa sprungu, sem þó á að
vera algert leyndarmál, þá ætla ég að reyna aðra aðferð.
Hlustið: í viðurvist lífvarðarforingjans, rétti ég, Júlía
prinsessa, réttborinn erfingi þessa konungsríkis, yður
gjöf, með eigin hendi.“ Þessi orð yðar hefur enginn heyrt
nema ég, sem þessi orð tala, og þér, Júlía prinsessa, og
Bjarnharður prins. Trúið þér nú?“
„Nú trúi ég því, að þér séuð sá, sem þér segizt vera.
En til þess að engin mistök eigi sér stað, þá opna ég
þegar á bjargið verða barin þrjú högg, eitt þungt, tvö
létt. Heyrið þér þetta?“
„Ég heyri. Þetta er ágætt, prinsessa. Vera má, að þorp-
ararnir séu búnir að finna leynigöngin utan frá, og standi
svo tilbúnir að grípa yður um leið og þér opnið. Bíðið
eftir gefnu merki. Við flýtum okkur.“ Að svo mæltu
þagnaði röddin.
Konurnar þrjár gengu að fallhurðinni og biðu átekta.
Allt í einu voru barin þrjú högg á fallhurðina.
„Hverjir eruð þið?“ spurði prinsessan.
„Við erum sendir frá konungi, til þess að sækja ykk-
ur,“ mælti röddin.
„Sendi faðir minn engin kenniorð, sem sanna mér, að
þið séuð ekki svikarar, sem sigla undir fölsku flaggi?“
„Opnið strax. Ég krefst þess, í nafni konungs,“ mælti
röddin.
„Níðingar og vesalmenni," mælti Júlía prinsessa. „Snáf-
ið burtu og skríðið inn í holur ykkar. En vitið, að hefndin
bíður á næsta leiti.“
„Hún hefur þekkt okkur,“ mælti röddin. „Við skulum
fara.“
Þeir Hrólfur og Bjarnharður flýttu sér þangað, sem
leynigöngin entu. Jarðgöngin voru vel falin í brattri
brekku, hulin af skógarrunna.
„Það eru einhverjir að koma út leynigöngin,“ mælti
Hrólfur. „Við skulum víkja okkur frá og lofa þeim að
komast út.“
Þeir gengu inn í skógarrunnann.
Mennirnir komu út úr göngunum, sjö að tölu. Sá síð-
asti var rétt kominn út, þegar þeir Bjarnharður og Hrólf-
ur stukku út úr skógarrunnanum með brugðnum sverð-
um.
„Gefizt upp!“ hrópuðu þeir báðir einum rómi.
Svar mannanna var það að grípa til sverða sinna.
Fljótara en auganu renndi hvein í sverðunum. Þeir
Hrólfur og Bjamharður hlífðust ekki við. Fjórir mann-
anna féllu, en þrír komust undan á flótta. Einn þeirra
var þjónninn svikuli.
Konungur sat í hásætinu, þegar konumar komu inn.
„Velkomin heim, konungur vor og drottning,“ mælti
Júlía prinsessa og staðnæmdist frammi fyrir hásæti kon-
ungs.
„Setjizt, Júlía prinsessa," mælti konungur. „Velkomin
til vor, Júlía prinsessa og þið einnig, tignu konur. Stutt
verður viðstaða vor hér í salnum í þetta sinn, en þó
skulu nokkur mál rædd. Fyrst vil ég heyra frásögn
prinsessunnar um árásina."
Framhald í næsta blaði.
Heima er bezt 237