Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 47

Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 47
4. mynd. Jeriko. Leifar af vtggirðingum og steinhúsum með hringlaga veggjum. (Eftir Kenyon). aðalheimkynni villihveitisins eru, þar var nægileg úr- koma, en auðræktaðra land. Hlíðarnar upp frá Eufrat- Tígris sléttunni bjóða einmitt slík skilvrði. Fornleifarnar frá Jarmo benda ótvíætt til, að föst bú- seta og ræktun plantna hafi verið upphaf þeirrar þróun- ar, sem síðar varð í þá átt að temja fyrstu húsdýrin. Dýrafæðingurinn Charles A. Reed, sem tók þátt í rann- sóknum Braidwoods, hefir sýnt fram á, að lögun geitar- hornanna í Jarmo er ólík hornalagi villigeitanna. Hann telur vafalaust að Jarmobyggjar hafi einnig tamið hund- inn. Hinsvegar virðast nautgripabeinin þaðan, benda til, að nautgripir hafi ekki verið húsdýr þar. En við Hazuna niðri á sléttunni við Tígris hafa fundist leifar, dálítið yngri en við Jarmo. Þar er að finna minjar alls þess, sem einkennir matarframleiðsluna: hveiti, bygg, geitur, kind- ur og kýr. v Braidwood og samverkamenn hans hafa mjög aukið þekkingu vora á elstu akuryrkjusamfélögunum í nálæg- um Austurlöndum. Mikið af fornleifunum, sem fundist hefir, styður vissulega hugmyndir hans um kjarnasvæði, sem frá náttúrunnar hálfu eru búin nær öllum þeim kostum, sem þarf til þess að horfið verði frá safnara- og veiðilífinu yfir í fast bændasamfélag. Það er erfitt að ganga framhjá höfuðárangri hans, að elstu leifarnar um jarðyrkju við „frjósama hálfmánann" eru ekki á slétt- unum við ámar, heldur uppi í hlíðunum, sem rísa upp frá sléttunni. En réttmætt er enn að spyrja: Flytur kenning Braid- woods allan sannleikann? eða er raunveruleikinn ef til vill dálítið flóknari en Braidwood vill vera láta? Forn- leifagröftur Kathleen Kenyon við Jeriko á sjötta tug aldarinnar, bendir einmitt til að fleira komi til greina. Jerikó (4. mynd) er í jaðrinum af hlíðabelti Braid- woods. Þar er frjósamt hérað, sem að ýmsu er frá- brugðið öðrum stöðum í beltinu. Búseta þar hefir hvílt á því, að um héraðið fellur vatnsmikil á, Jórdan, sem skapar þar vin í eyðimörk. Elstu mannvistarlögin um 15 metra þykk eru frá fyrri hluta nýsteinaldar eða um 7000 árum f. Kr. eða álíka gömul og elstu Jarmominj- arnar. Margt er sameiginlegt með þessum minjum, bæði það, sem fundist hefir og hitt sem vantar. Til dæmis vantar leirkerasmíð á báðum stöðum, en hinsvegar finn- ast þar óbrotin steinker. í elsta laginu, sem hvílir beint á undirstöðuberginu, eru leifar af kringlóttum kofum, sennilega með hvolfþaki, gerðir úr óbrenndum leir- köggluin. Með kolefnisaðferð (C-14) hafa þær mælst vera frá byrjun sjöunda árþúsunds fyrir Krist. í næsta lagi þar fyrir ofan er allur annar byggingarmáti. Hús- in eru að vísu úr leirsteini en með ferhyrndum her- bergjum og liggja þau utan að opnu svæði, sem húsa- garðurinn lykur um og þar eru eldstæðin. Veggir og gólf eru húðuð með þunnu gipslagi. Þetta skeið, sem Kathleen Kenyon kallar „the plaster floor phase“, — gólfhúðarskeiðið — hefir reynst vera frá því 6250 f. Kr. Merkilegt er við þessa byggð, og á það við bæði skeið- in jafnt, að byggðin hefir verið víggirt með virkis- gröfum og þykkum steinveggjum. Meðan byggð stóð þarna, alls í um 1000 ár hafa 5 virkismúrar verið gerðir, hver á eftir öðrum. Frá eldra skeiðinu er geysimikill múrturn um 10 metrar í þvermál og enn standa af honum 8 metra háir veggir. Hér er með öðrum orðum víggirt vin, svo víðlend, að íbúafjöldinn hefir verið áætl- Heima er bezt 227
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.