Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 10
m. Þórustaðir í Ölfusi. — Það kom fyrir. Pétur var nú svo framúrskarandi gestrisinn, að það mátti ekki renna bíll í hlað án þess að hann byði fólkinu inn upp á mat eða kaffi, sama á hvaða tíma dags það var og hvort þar var einn maður á ferð eða tíu í hóp. Það gat komið sér illa, ég neita því ekki, en Pétur var óforbetranlegur á þessu sviði. Ég get sagt þér eina sögu, sem lýsir honum vel, mínum ágæta manni. Það var verið að halda einhverja bændaráðstefnu í Reykjavík, ekki man ég nú hvaða ár, en einn morgurt- inn hringir Árni G. Eylands austur að Þórustöðum. Ég er að vinna inni í eldhúsi, því klukkan var að verða ell- efu, en heyri út undan mér að Pétur segir við Árna í símann: „Það er alveg eins gott að þið látið fólkið bara borða hérna.“ Ég bað nú fyrir mér í hljóði, enda kom á daginn að þarna hafði ég verið dæmd til þess að taka á móti sextíu manns með litlum fyrirvara, en það skilja víst fáir nema húsmæður, hvað það þýðir. — Ég á ekki orð. — Það átti ég ekki heldur, ég varð alveg hvumsa. En Pétur sagði: „Þetta verður allt í lagi, Ragna, ég fer yfir á Selfoss og kaupi lax, svo get ég skroppið austur í Mjólkurbú eftir skyri, þeir hræra rjóma saman við það fyrir mig.“ Ég hélt það myndi nú þurfa að sjóða lax- inn og ekki væri hægt að stýfa hann úr hnefa, einhver áhöld myndi þurfa að taka til fyrir sextíu manns og ekki gæti fólkið setið á gólfinu, þusaði ég. — Én þetta tókst? — Já, það tókst. Við settum allt í gang og gestirnir fengu soðinn lax, grænmeti, skyr og rjóma. — Varstu ekki alveg uppgefin, þegar stormurinn var genginn hjá? — Það læt ég nú vera, þessi hópur fór um miðjan dag. En það kom fyrir, þegar gestir höfðu langa við- dvöl, að ég var orðin alveg úrvinda um níuleytið á kvöldin, eftir langan og strangan vinnudag. Ég man að ég sagði einhverju sinni við sjálfa mig: „Skyldi þetta blessað fólk ætla að sitja hér til eilífðarnóns?“ Þú ræð- ur, hvort þú festir þetta á blað, en það er ekki annað en sannleikur, ekki annað en það sem svo margar íslenskar Framhald á bls. 192. 190 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.