Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 16
THEODÓR GUNNLAUGSSON FRÁ BJARMALANDI: Fágæt greiðvikni í 50 ár Litast um í lundum minninganna i egar ég, sem þessar línur rita, er nú ekki orðinn til neins nýtur, vegna sjóndepru og vesal- mennsku, virðist mér stundum Elli kerling hvísla, hlakkandi rómi: „Þú ert víst nóg búinn að bjástra um dagana, og átt fyrir því að halla þér á vangann og una við minning- arnar.“ Ekki get ég neitað því, að þetta finnst mér fremur harðneskjulega mælt og af lítilli tillitssemi, því sú gamla veit það vel, að mér væri það mikil fróun og dægradvöl, að mega dunda við að setja á blöð, sitt af hverju um minnisstæða atburði, sem orðnir eru margir, á ævigöng- unni, með ferðafélögunum og móður náttúru. Þá minn- ist ég líka þess, að ég er í býsna erfiðum fangbrögðum við aðra stranga húsmóður, sem er sjónin. Meðan ég get greint stafina á ritvélinni minni, en þeir eru stórir ög hvítir, á svörtum grunni, hef ég heitið því að þráast við, enda þrjóskan í blóð borin. Ég á heldur ekki langt að sækja hana, því feður vorir og mæður létu ekki í minni pokann, þrátt fyrir ógnir náttúruaflanna og illra norna, er að þeim sóttu. Það er því ætlun mín að klóra í bakkann og reyna að bjarga örfáum minningamyndum, sem oftast hafa leitað á hugann, og mér eru svo kærar. Þær eru tengdar hjónunum Ólafi og Aðalheiði, sem lengst bjuggu á Ferjubakka í Öxarfirði, og síðar verður frá greint. Þeirra mun ég ávallt minnast með ástúð og þökk fyrir auðsýnda vinsemd og hjálp í ótal myndum. Og — það veit ég — með vissu — að margir sveitungar mínir og samtíðarmenn þeirra, munu — af heilum hug — taka undir þessi orð. Áður en lengra er haldið, finnst mér það ekki fráleitt — lesandi góður — að segja þér í fáum orðum frá því, hvernig umhverfi er á þessum stað, hafir þú aldrei kom- ið þar áður. Við skulum því tafarlaust bregða okkur þangað, því hugar-gandurinn er fljótur í förum, 'enda telur hann ekki sporin sín. Setjum svo, að við komum úr Ásbyrgi í Kelduhverfi, á leið austur í Öxarfjörð, síðla dags, í sólskini, seint í júní. Okkur hefur oft orðið litið til fjallanna í austri, hve fagurlega þau eru vaxin, og hve styrkum fótum þau standa gegn norðaustan rosanum, sem oft er svo áleitinn. Við nálgumst fagurlega byggða brú, yfir Jökulsá, sem eitt sinn skóf hér burtu allan gróður á stórum svæðum, svo enn er þar víða bert grjótið og gróðurlausir sandar. Þegar við komum austur fyrir brúna og upp á Ferjuhraunin, nemum við staðar. Við okkur blasir nú önnur sjón og ólík. Næst okkur — að austan — rís bungumynduð, skógivaxin hæð, upp á hvirfil. Skógurinn teygir sig líka alveg niður að Jökuls- ánni, skammt sunnan við okkur. í þessari skógarkinn er víða skjól, hvaðan, sem vindur blæs, enda mikill gróður og þó hvergi eins og í rjóðrum, móti suðvestri. Þessi hæð heitir Ferjubakkakinn. Þar hafa líka tveir staðir hlotið nafnið Paradís. Sá fyrri, sem fáir vita nú hvar er, fékk það nafn þegar ungu hjónin, sem eru aðal persónurnar í þessum minningamyndum, voru þar eitt sinn á ferð, sólroðið júníkvöld. Þau námu þar staðar, til að njóta umhverfisins og skoða blómin, sem brostu við þeim, og bæði unnu. Nú er þessi staður allur annar, þó enn vaxi þar sömu blómin, því bjarkirnar, sem þá teygðu sig hæzt, í sólarátt, eru nú allar hofnar, fyrir yfirgangi þeirrar forynju, sem enginn fær rönd við reist og við köllum Elli. Hinn staðurinn, sem einnig hefur hlotið þetta hríf- andi nafn, er mun sunnar og nær ánni. Það er lítil, skógivaxin lægð, rétt vestan við gamla veginn, norðan við svonefnda Hraunabrekku. Þar kom nokkrum sinn- um saman ungt fólk úr Öxarfirði, til að skemmta sér, og varð því mörgum staðurinn ógleymanlegur. Ef við svo rennum augum til norðurs, ber við loft, næst til vinstri, skógivaxinn höfði, talsvert hár og herðabreiður. Hann heitir Skinnastaðahöfði. Gegnt honum, að aust- an, er önnur skógarkinn, móti vestri, og horfir til hans hýrum augum, eins og systir hennar, sem nær okkur er. Þetta er Akurskinnin. Lítum við svo nær, og eftir vegin- um, norður, vekur athygli okkar stórt tún, vestan við hann. Þar nema augu staðar, við steinhús, sem þar glamp- ar á, og rís upp, norðan við mitt túnið, á hól, þar sem bezt sér yfir, örstutt vestan við veginn. Þetta er býlið Ferjubakki. En — til að skýra örlítið þá breytingu, sem þarna hefur orðið síðan 1916, þá var þetta síðast nefnda, þ. e. vegurinn, húsið og mestur hlutinn af túninu ekki 196 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.