Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 55

Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 55
í herkvínni á Hamrahjalla, að þú myndir ef til vera hæsta trompið, sem okkar megin væri.“ Bjarnharður laut þeim konungi og drottningu og mælti: „Ég er sá sami og söm er afstaða mín til konungsvaldsins og ríkisins og þá er ég var óbreyttur alþýðumaður í yðar augum. Mitt líf legg ég að veði fyrir konung vorn og heill ríkis hans.“ „Þökk sé ykkur öllum, vösku menn, sem komuð mér og drottningunni til hjálpar. Heima í höfuðborg minni, Sólvangi, mun fara fram viðurkenning ykkar allra eftir verðleikum. Nú verður að grafa þá dauðu af árásar hernum. Flytja verður heim lík þeirra manna, sem fallið hafa af liði mínu og jarða þá með viðhöfn á kostnað ríkisins. Til þess þarf ég að biðja þig um liðshjálp, mágur, því liðsmenn mínir eru flestir meira og minna sárir og allir mjög þreyttir.11 „Þú skalt fá alla þá hjálp, konungur, bæði til þess og annars,“ mælti jarlinn. „Ég skil hér eftir nægilegt lið til þess að annast þetta, sem þú hefur beðið um.“ „Áður en ég legg af stað,“ mælti konungur enn fremur, „þá verð ég að ákveða, hvað gera skal við svikara þá, sem þátt tóku í uppreisninni og hjálpuðu til þess að vinna mér og drottningu minni lífstjón. — Hvort viljið þið hér á staðnum afhenda vopn ykkar og gefast mér á vald eða þá að verjast til síðasta manns að öðrum kosti?“ „Við kjósum að gefast upp,“ hrópuðu margir. „Við könnumst við afbrot okkar og gefum okkur alla á náð konungs og miskunn.“ „Gott,“ mælti konungur. „Sýnið iðrun ykkar eftir- leiðis í verkum. Hjálpið til að grafa þá dauðu af árásar- liðinu. Fylgizt svo með liðinu og hjálpið einnig til að flytja þá heim, sem fallið hafa af voru liði. Þegar heim kemur, mun ég taka nánari ákvarðanir ykkur viðvíkj- andi.“ „Við þökkum yðar tign. Við munum reyna til að sýna þakklæti vort í verki framvegis.“ Við yfirgefum konung þar sem hann snýr baki við orustuvellinum og heldur af stað heimleiðis. Júlíu prinsessu, ekkjudrottningunni og Vilmu leið allt annað en vel eftir að Hrólfur lífvarðarforingi og Bjarn- harður prins voru farnir. Óttinn og óvissan kvaldi þær, hvað um þá yrði. Hvort þeir yrðu teknir til fanga á leiðinni frá höllinni eða þá féllu í orustunni, sem yrði, þegar þangað kæmi, sem her- lið óvinanna var. í annan stað kvaldi þær óvissan um konung og drottn- ingu, sem þær vissu nú, að höfðu verið göbbuð í gildru. Þannig var líðan þessara þriggja kvenna í jarðhúsinu allt annað en góð. Þær sátu allar þungt hugsandi. Allt í einu rauf Júlía prinsessa þögnina og mælti: „Nú fer að líða að þeim tíma^ sem handtakan á að fara fram. Við skulum allar þrjár fara og skyggnast um, hvers við verðum vísari.“ Þær fóru eftir leynigöngunum, sem lágu í stórum boga, unz komið var að herbergjum prinsessunnar. Þær gægðust gegnum gægjugat. Þar sást inn í setu- stofu prinsessunnar. Þær heyrðu, að nú var komið að dyrunum, sem farið var um inn í íbúð prinsessunnar. Ekkert vopnabrak heyrðist. Annað hvort var vörðurinn flúinn eða þá að hann var einn af svikurunum. Bylmingshögg var barið á hurðina, sem ekki gaf sig hið minnsta. Einhver öskraði dimmri röddu: „Farið frá. Ég skal mölva hurðina.“ Það kvað við ægilegur brestur. Hurðin, þó sterk væri, lét undan. Inn ruddist maður, ef mann skyldi kalla. Hann var tröll að vexti, andlitið eins og á apa, augun blóðhlaupin og æðisleg. Ófreskja þessi æddi inn í svefnherbergi prinsessunnar, en kom óðara aftur öskrandi af bræði. „Prinsessan er horfin. Við höfum verið sviknir.“ Tröll- ið greip þjóninn og hristi hann eins og köttur hristir mús. „Þú hefur svikið okkur( hundurinn þinn og falið prinsessuna. Segðu strax hvar hún er eða ég skal . . . .“ „Slepptu mér,“ öskraði þjónninn dauðhræddur. „Ég held ég viti, hvar leynidymar eru.“ „Ef þú lýgur . . .“ urgaði í tröllinu. Þjónninn fór strax að leita. „Hérna er leynifjöðrin, en hurðinni er vafalaust lokað með slagbrandi — hún bifast ekki.“ „Frá,“ öskraði ófreskjan, greip þjóninn og endasenti honum þvert yfir herbergið. Svo renndi risinn sér á hurð- ina, sem þoldi höggið, þótt þungt væri. „Komið,“ hvíslaði prinsessan. „Hann er búinn að finna hurðina og verður ekki lengi að brjóta hana.“ Þær þutu burtu dauðskelkaðar. Eins og í fjarska heyrð- ist þungur dynkur. Langt í burtu heyrðist risinn öskra: „Komið með ljós. Maður kemst ekkert fyrir þessu bölv- aða myrkri." „Áfram, fljótt, svolítið lengra. Svona. Standið fyrir aftan mig. Svona nú. Viðbúnar.“ Ægilegur dynkur heyrð- ist. Jarðgöngin nötruðu. „Hvað skeði?“ hrópaði Vilma. „Uss, þeir eru að koma. Verið þið rólegar. Þeir komast ekki lengra.“ „Nú heyrðu þær að risinn öskraði: „Hér er klettur. Ég kemst ekki lengra.“ „Þetta er fallhurð, fleiri tonn á þyngd,“ heyrðu þær þjóninn segja. „Komdu. Ég veit um aðra leið.“ „Næst mölva þeir skápinn, sem lokar hinni leiðinni," mælti prinsessan. „Komið!“ Þær flýttu sér aftur til hellisins. Prinsessan flýtti sér inn hin leynigöngin, þau sömu og Bjarnharður og Hrólfur höfðu farið um. Litlu síðar heyrðist annar dynkur, enn meiri en sá fyrri. Rétt á eftir birtist prinsessan aftur, föl í andliti en svipmikil. „Komi faðir minn aftur lifandi úr þessari óheillaför og náist þjónninn, þá skal sá svikari fá svikin greidd refja- laust.“ „En þessar dyr þarna. Eru þar leynigöng líka? Hvert liggja þau?“ spurði Vilma, sem nötraði af kvíða og angist. „Þau göng eru löng og enda í brattri, skógivaxinni brekku, langt utan við hallarmúrana. En ekkert er vísara en víst. Það er best að láta þriðju fallhurðina falla líka. Þá hurð kann ég líka að opna.“ Að svo mæltu hvarf prinsessan enn á ný. Brátt kom hún aftur, léttari á svip. f fjarska heyrðust ægileg öskur og formælingar. „Þeir hafa brotið skápinn og fundið leynigöngin. Fall- hurðin lokar leiðinni. Lengra komast þeir ekki. Komið. Við skulum færa okkur þangað, sem við heyrum ekkl í þorpurunum.“ „Hvaða ógurleg ófreskja er þetta?” spurði Vilma, „ég gat ekki hugsað mér, að svona ódámur væru til.“ „Ég hef heyrt minnzt á ægilegan glæpamann, sem Ulf- Heima er bezt 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.