Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 38
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR SCHIÖTH: Samkór ylbrahams r A\runum milli 1930—40 var Akurevri harla fá- mennur bær, miðað við það sem nú er. Mann- lífið í höfuðstað norðurlands þótti þó með ^"menningarblæ, í mörgum greinum, t. d. voru þar margir kórar og sönglíf talsvert mikið. Var Akur- eyri í þá daga oft nefndur „hinn syngjandi bær“, og það með réttu. En árið 1936 var þar stofnaður einn kór- inn enn, er þangað flutti ungur þvskur tónlistarmaður af Gyðingaættum. Þessi maður hét Róbert Abraham, er síðar nefndist Róbert A. Ottósson, er hann gerðist ís- lenskur ríkisborgari. Varð hann mikilvirkur tónlistar- maður hér á landi, svo sem kunnugt er og hafði verið Róbert A. Ottóssort. söngmálastjóri hinnar íslensku þjóðkirkju frá 1961, er han lést, fyrir aldur fram, árið 1974. Við lát hans skrif- uðu margir mætir menn minningargreinar í blöð höf- uðborgarinnar, en þar var hvergi getið um veru hans og störf í höfuðstað norðurlands og langar mig til að rifja upp ýmislegt frá þeim tíma. Fyrst mun verða sagt frá í stórum dráttum, ýmsu í sambandi við uppruna hans og tildrögum að íslandsferð. Heimildir hef ég fengið frá eftirlifandi konu hans, frú Guðríði Magnúsdóttur, kennara í Reykjavík. Faðir hans, Dr. Ottó Abraham var kvenlæknir og átti hann stórt sjúkrahús í Berlín en þar fæddist Róbert, 12. maí 1912. En faðir hans var einnig tóneðlisfræðingur og skrifaði hann bækur um bæði þessi efni. Móðurætt Ró- berts var mjög „blönduð“, margir fundust þar hávaxnir, ljóshærðir og bláeygðir og hafði ættin verið kristinnar trúar í marga mannsaldra, t. d. var langfi hans háskóla- kennari í guðfræði í Berlín. Róbert sagði, að uppeldi hans hefði í engu verið frábrugðið því, sem venja var, um aðra þýska unglinga og gekk illa að átta sig á þeirri andúð á ættstofni hans, sem var sívaxandi í Þýskalandi, í byrjun Hitlerstímabilsins, en seint á menntaskólaár- um hans, varð honum ljós þessi ægilega staðreynd. Eftir stúdentsprófið hóf hann nám við tónlistarháskóla Ber- línarborgar og árið 1934 stjórnaði hann sinfóníuhljóm- sveit í fyrsta skipti opinberlega, en það var í París hjá Hermann Scherchen í „Session d’Etudes“. Þaðan fór hann til Danmerkur. í Kaupmannahöfn stjórnaði hann nokkrum hljómleikum, en vegna styrj- aldarótta veittist örðugt um atvinnuleyfi og var honum ráðlagt að fara til íslands. í Reykjavík hitti hann Pál ísólfsson að máli og taldi hann Róbert á að fara norður til Akureyrar, þar myndu vera næg verkefni fyrir hann, svo það varð úr. Á Akureyri kunni hann mjög vel við sig og kynntist þar ágætum mönnum, sem leystu margan vanda í sam- bandi við að læra málið, má þar nefna Halldór Halldórs- son menntaskólakennara, síðar prófessor, Þórarin Björnsson síðar skólmeistara, Sigurð Guðmundsson skólameistara o. m. fl. Á Akureyri vann hann fyrir sér með kennslu í píanó- leik, en fjárhagur hans mun hafa verið fremur þröngur, en fjársjóði átti hann, eigi að síður, hina frábæru mennt- un sína og einnig flutti hann hingað með sér mikið af úrvalstónbókmenntum heimsins. 218 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.