Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 49

Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 49
J'. mynd. Þorp hjá Nea Nikomedia í Norður-Grikklandi frá um 6000 f. Kr. (Eftir Rodden). Braidwood hóf rannsóknir sínar. í nálægum Austur- löndum hafa fundist 40 staðir, sem eru álíka merkilegir og Jarmo og Jeríkó, eldri en 6000 árum f. Kr. Þessir staðir eru dreifðir allt frá Beidha í Transjórdaníu, og Ali Kosh í Iran til Djetun í Turkmenistan og Kupruk í Afghanistan. Stórfelldustu minjarnar frá nýsteinöld, sem við hingað til höfum kynnst, eru í Catal Huvuk í Anatolíu. Á sjöunda árþúsundi f. Kr. var risið þar upp blómlegt borgarsamfélag, með fullkominni byggingar- list, bronssmíði var þar í byrjun, og manna- og dýra- myndir sýna þróaða myndlist, en síðast en ekki síst bendi margt til, að þar hafi verið komin á legg þjóð- félagsskipan, sem knýr oss til að endurskoða hugmynd- ir vorar um hin frumstæðu samfélög nýsteinaldar. Eftir því sem rannsóknir aukast dofnar smám saman hin gamla mynd, þar sem gert var ráð fyrir, að jarð- yrkjan hafi breiðst út frá einu kjarnasvæði í nálægum Austurlöndum um heim allan. I norðaustur Thailandi hafa nýlega fundist minjar um ræktun á hnetum og rótarávöxtum frá því um 9000 f. Kr. Þar virðist vera um enn eitt kjarnasvæði frá ný- steinöld að ræða. Ennþá eldri eru bólstaðaleifar frá Khartum í Súdan, þar sem í ljós kom að korn var haft til matar um 10.000 f. Kr. Ef til vill er hér annað þróun- arsvæði, sjálfstætt gagnvart hinum öðrum. Enn er óljóst, hvort frumjarðyrkjusvæði Evrópu hafi orðið til óháð því, sem gerðist í Austurlöndum, en dreifing og upp- fundning þurfa ekki endilega að stangst á. Hjá Nea Nikomedia (5. mynd) í Norður-Grikklandi hafa fundist minjar, sem í höfuðdráttum endurspegla umhverfið í nálægari Austurlöndum frá um 6000 f. Kr., og þær minjar eru enn traustasti vitnisburðurinn um að jarðyrkjumenning Evrópu hafi til orðið vegna áhrifa frá Austurlöndum. Rannsóknunum er haldið áfram bæði austan hafs og vestan, og vafalaust eiga þær eftir að leiða margt í ljós um það, hvernig akuryrkjan hafi byrjað og um elstu sögu hennar. Noregur fylgist með í þessum efnum. Bæði Austanfjalls og vestan eru áætlanir, sem miða að því að finna með hverjum hætti jarðyrkjan kom til landsins og hvemig henni var hagað í öndverðu. Grein þessi er þýdd úr norska tímaritinu Naturen. Höfundul hennar er Dr. phil Sverre Marstrander, nú prófessor við Há- skólann í Oslo og forstöðumaður fomminjasafns Háskólans. Megin rannsóknarefni hans hefir verið menning bronsaldar, víkingaaldar og upphafs miðalda, einkum allt er snertir elstu minjar um landbúnað á Norðurlöndum og hefir hann skrifað márgt um þau efni. Greinin er örlítið stytt í þýðingunni. St. Std. Heima er bezt 229
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.