Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 52

Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 52
ÞÓRARINN E. JÓNSSON PRinSESSfl í útlegð Saga í miðaldastíl 4. HLUTI 8. KAFLI ORUSTAN VH) HAMRAHJALLA Tveir riddarar þeystu yfir sléttuna og stefndu í áttina til skógarins. Þeir riðu dökkum herfákum og voru klædd- ir hertygjum. Þeir riðu samhliða og mæltu ekki orð. Við skógarjaðarinn stigu þeir af baki og létu hestana hvílast. „Bjamharður prins, þetta heppnaðist. Enn eru þó til trúverðugir menn, sem á má treysta,“ mælti Hrólfur lífvarðarforingi. „Heldurðu, Hrólfur, að flestir í lífverðinum séu svik- arar?“ „Nei, það held ég ekki,“ svaraði Hrólfur. „Það mun koma í ljós seinna. Það er tæpast meginhluti þess varð- liðs, sem nú á að verja höllina, er stendur með illræðis- mönnum þeim, sem eiga að framkvæma verknaðinn. Hins vegar leynast svikararnir víða, samanber svikula þjón- inn. Ég óttast bara, að hann viti of mikið, því auðvitað hefur hann notað aðstöðu sína til njósna. Það sést bezt á því meðal annars, að hann vissi um leynidymar á múrn- um, sem ég hélt að enginn vissi um nema ég og konungs- fjölskyldan. Nú hafa hestarnir hvílzt nóg. Við verðum að hafa hraðann á“. Að svo mæltu stigu þeir á bak hestum sínum og riðu inn í skóginn. Troðningurinn, sem þeir riðu eftir, lá í hlykkjum og bugðum. Bjamharður undraðist ratvísi Hrólfs um skóginn í myrkrinu. Er þeir komu að rjóðri langt inni í skóginum, steig Hrólfur af baki og mælti: „Við skulum lofa hestunum að hvílast lítið eitt, því löng leið er enn eftir að borg jarlsins. Þar fáum við óefað óþreytta hesta. Við emm staddir sem næst í miðjum skóginum. Hér skulum við hafa hestaskipti. Þeir eru ekki af verra taginu hestarnir, sem ég lét trúnaðarmann minn ná í. Ef svikaramir vissu, hver hann er, þá myndi hann ekki kemba hæmmar. Þetta er leynistígur, sem liggur stytztu leið í gegnum skóginn. Vera má, að okkur sé gerð fyrirsát, þar sem leið- in liggur út úr skóginum. Þó svo verði, þá verður þar um fáa menn að ræða, sem okkur ætti að vera auðvelt að yfirbuga. Nú kemur sér betur, að þú hefur lært vopna- burð.“ Þeir héldu áfram ferðinni. Er þeir nálguðust skógar- jaðarinn, heyrðu þeir hest frísa. Hrólfur nam staðar og hvíslaði: „Hér er setið fyrir okkur. Við skulum skilja lausu hestana hér eftir. Ekki getum við barizt með hesta í taumi.“ Áfram héldu þeir og riðu út úr skóginum með brugðn- um sverðum. „Hverjir emð þið?“ dmndi í fyrirliðanum, sem réð yfir mönnum þeim, er leiðina vörðu. „Ferðamenn,“ svaraði Hrólfur rólega. „Þetta er rödd Hrólfs lífvarðarforingja. Ráðumst á þá, félagar!" „Lifi konungurinn!" hrópuðu þeir Bjarnharður og Hrólfur. Hér urðu skjót umskipti. FyrirUðinn og tveir aðrir féllu dauðir til jarðar af hestum sínum. Hinum féllust hendur. „Slíðrið sverðin, lyddur,“ hrópaði Hrólfur lífvarðar- foringi. „Af stað til borgar Hreiðars jarls, ef ykkur er annt um ykkar auma líf.“ Mennimir hlýddu án tafar. Áfram var haldið eins hratt og auðið var. Það urðu snögg handtök hjá varðmönnum jarlsins, er þeir urðu komumanna varir, og Hrólfur kallaði til þeirra og sagði hver hann væri. Vindubrúin var látin falla. Flokkur varðmanna kom og umkringdi þá félaga, er fóm ásamt þeim yfir brúna, sem umsvifalaust var dregin upp. „Gætið þessara svikara, að þeir sleppi ekki,“ mælti Hrólfur við foringja þeirra, sem á verði stóðu. „Svo verð ég tafarlaust að ná tali af jarlinum.“ Liðsforingi þaut þegar af stað, og fljótlega birtist jarl- inn í eigin persónu og spurði, hvað um væri að vera. „Þessir svikarar sátu fyrir okkur, þegar við komum út úr skóginum. Aðrir þrír liggja þar dauðir.“ „Vel af sér vikið,“ mælti jarlinn. „Takið vopnin af föng- unum. Látið þá inn í fangaklefa hallarinnar. Farið mann- úðlega með þá, en gætið þess, að þeir sleppi ekki. Einnig skal þess vandlega gætt, að enginn yfirgefi kastalann án míns leyfis.“ „Þess skal gætt, herra,“ svaraði yfirmaður varðliðsins. „Komið með mér þessa leið,“ mælti jarlinn. Hann fór með þá Bjamharð og Hrólf inn í einkaherbergi sitt. Hrólfur sagði jarlinum £ fáum orðum frá samsærinu heima í höllinni. Einnig frá því, að konungur hefði verið gabbaður með fölsuðum skilaboðum og sæti nú í her- kví í Gnúpadal. „Þetta eru mikil og ill tíðindi,“ mælti jarlinn. „Nú gilda athafnir meira en orð. Farið úr herklæðum, hvílist og snæðið á meðan ég útbý leiðangur, konunginum og drottningunni til bjargar. En segið mér fyrst, Hrólfur, hver er þessi virðulegi maður, klæddur herfötum, sem minna á liðinn tíma? Ég minnist þess ekki að hafa séð hann fyrr.“ „Fyrirgefið, herra jarl. Mitt í uppreisnaræðinu gleymir maður öllum siðum og venjum. Þessi maður er Bjam- harður prins, dóttursonur Hróars konungs hins milda, er ríkti yfir konungsríkinu „Baldursheimi11. 232 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.