Heima er bezt - 01.06.1977, Page 38
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR SCHIÖTH:
Samkór ylbrahams
r
A\runum milli 1930—40 var Akurevri harla fá-
mennur bær, miðað við það sem nú er. Mann-
lífið í höfuðstað norðurlands þótti þó með
^"menningarblæ, í mörgum greinum, t. d. voru
þar margir kórar og sönglíf talsvert mikið. Var Akur-
eyri í þá daga oft nefndur „hinn syngjandi bær“, og
það með réttu. En árið 1936 var þar stofnaður einn kór-
inn enn, er þangað flutti ungur þvskur tónlistarmaður
af Gyðingaættum. Þessi maður hét Róbert Abraham, er
síðar nefndist Róbert A. Ottósson, er hann gerðist ís-
lenskur ríkisborgari. Varð hann mikilvirkur tónlistar-
maður hér á landi, svo sem kunnugt er og hafði verið
Róbert A. Ottóssort.
söngmálastjóri hinnar íslensku þjóðkirkju frá 1961, er
han lést, fyrir aldur fram, árið 1974. Við lát hans skrif-
uðu margir mætir menn minningargreinar í blöð höf-
uðborgarinnar, en þar var hvergi getið um veru hans og
störf í höfuðstað norðurlands og langar mig til að rifja
upp ýmislegt frá þeim tíma.
Fyrst mun verða sagt frá í stórum dráttum, ýmsu í
sambandi við uppruna hans og tildrögum að íslandsferð.
Heimildir hef ég fengið frá eftirlifandi konu hans, frú
Guðríði Magnúsdóttur, kennara í Reykjavík.
Faðir hans, Dr. Ottó Abraham var kvenlæknir og átti
hann stórt sjúkrahús í Berlín en þar fæddist Róbert, 12.
maí 1912. En faðir hans var einnig tóneðlisfræðingur og
skrifaði hann bækur um bæði þessi efni. Móðurætt Ró-
berts var mjög „blönduð“, margir fundust þar hávaxnir,
ljóshærðir og bláeygðir og hafði ættin verið kristinnar
trúar í marga mannsaldra, t. d. var langfi hans háskóla-
kennari í guðfræði í Berlín. Róbert sagði, að uppeldi
hans hefði í engu verið frábrugðið því, sem venja var,
um aðra þýska unglinga og gekk illa að átta sig á þeirri
andúð á ættstofni hans, sem var sívaxandi í Þýskalandi,
í byrjun Hitlerstímabilsins, en seint á menntaskólaár-
um hans, varð honum ljós þessi ægilega staðreynd. Eftir
stúdentsprófið hóf hann nám við tónlistarháskóla Ber-
línarborgar og árið 1934 stjórnaði hann sinfóníuhljóm-
sveit í fyrsta skipti opinberlega, en það var í París hjá
Hermann Scherchen í „Session d’Etudes“.
Þaðan fór hann til Danmerkur. í Kaupmannahöfn
stjórnaði hann nokkrum hljómleikum, en vegna styrj-
aldarótta veittist örðugt um atvinnuleyfi og var honum
ráðlagt að fara til íslands. í Reykjavík hitti hann Pál
ísólfsson að máli og taldi hann Róbert á að fara norður
til Akureyrar, þar myndu vera næg verkefni fyrir hann,
svo það varð úr.
Á Akureyri kunni hann mjög vel við sig og kynntist
þar ágætum mönnum, sem leystu margan vanda í sam-
bandi við að læra málið, má þar nefna Halldór Halldórs-
son menntaskólakennara, síðar prófessor, Þórarin
Björnsson síðar skólmeistara, Sigurð Guðmundsson
skólameistara o. m. fl.
Á Akureyri vann hann fyrir sér með kennslu í píanó-
leik, en fjárhagur hans mun hafa verið fremur þröngur,
en fjársjóði átti hann, eigi að síður, hina frábæru mennt-
un sína og einnig flutti hann hingað með sér mikið af
úrvalstónbókmenntum heimsins.
218 Heima er bezt