Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1977, Qupperneq 4

Heima er bezt - 01.11.1977, Qupperneq 4
EIRIKUR EIRIKSSON: Að vona og þrá Hei&Jís Nor&fjörh barnabókarhöfundur og sitthvað um efni og tilgang barnabóka. Iþetta sinn langar mig að segja lesendum frá ungri og myndarlegri konu hér á Akureyri sem heitir Heiðdís Norðfjörð. — Hún er sjúkraliði og sinnir öldruðum hér útí Skjaldarvík. Jafnframt er hún húsmóðir sem annast uppeldi barna sinna af myndar- skap. Auk þess hefur hún unn;ð sér það til ágætis að semja mjög athyglisverða barnabók, Ævintýri frá ann- arri stjörnu, sem koma mun út nú fyrir jólin. Inn í þessa persónufrásögn spinnast svo hugleiðingar mínar um barnabækur og tilgang þeirra. En ég vil taka það fram að Heiðd’'s á engan hlut að því máli, þótt hún léti það óátalið. Útvarpshlustendur ættu að þekkja nafn Heiðdísar af ágætum upplestri. í útvarpið hefur hún lesið bók sína sem og barnabækur eftir aðra höfunda og ýmis- legt annað efni fyrir böm sem fullorðna. En þegar á að fara að ræða um jafn unga konu og Heiðdís Norðfjörð er, kemur svolítið babb í bátinn. Hún segist aldrei hafa upplifað neitt það sem merkilegt þætti til frásagnar, aldrei lent í svaðilförum eða ævin- týrum, — nema þeim sem hún hefur skapað í eigin hugarheimi. Hún segir að æska sín á Akureyri hafi liðið eins og Ijúfur draumur. Og þegar hún kemst á fullorðinsár giftist hún góðum manni, stofnar heimili og eignast duglega og mannvænlega syni. Hið fallega umhverfi Akureyrar er eins og skrautibúið svið um þennan þekki- lega lífsdans. Að þessum orðum skrifuðum væri næsta auðvelt fyrir mig að setja púnktinn. En þar sem ég tel að samning skemmtilegrar og mótandi barnabókar sé ekki ómerkilegur viðburður, vil ég halda áfram. Mætir og nokkuð glöggir aðkomumenn hafa haldið því fram við tækifæri að hér á Akureyri þróaðist nokkuð gott mannlíf. Sjálfsagt má deila um það til eilífðamóns hvernig það eigi að vera. Þó hygg ég að í þessu áliti felist nokkur sannleikskjarni. Hér hefur verið fremur lítið um svæsnar deilur manna á milli og lífsgangurinn silast áfram í rólegum takti án teljandi umbrota. Uppá síðkastið hefur mér þó fundist gæta tilhneiginga í þá áttina að ýta okkur fram á ómann- eskjulegra svið. Ekki vil ég ræða þann ugg minn á þess- um vettvangi. Til þess gefast áreiðanlega næg önnur tækifæri síðar. Svolítið þykir mér það merkilegt hvað mörg skáld- in sem lengi hafa átt heima hér á Akureyri verða æ mildari og jafnvel rómantískari í hugsun eftir því sem þau dvelja hér lengur. Þetta getur átt sér eðlilegar or- sakir. Með aldrinum verða menn oft hógværari í hugs- un og mildari í dómum. Ég hygg þó að rólegt mann- líf og umhverfi hafi hér eitthvað að segja. f bókinni Akureyri og norðrið fagra segir Kristján skáld frá Djúpalæk eitthvað á þá leið að þegar Drottinn allsherjar virti fyrir sér sköpunarverkið og leit yfir Eyjafjörð og nágrenni hafi hann virst harla ánægður á svipinn. Ég er efins um að Kristjáni hefðu komið í hug slíkar hugrenningar hér fyrr á árum, þótt hrif- næmur hafi hann alla tíð verið. Þá er það nokkuð athyglisvert hvað margir akur- eyringar hafa fengist við samningu barnabóka sem flestar hafa það sameiginlegt að fjalla um gott mann- líf og aðlaðandi umhverfi. Hér ræður áreiðanlega annað og meir en hefðin ein. Sá sem á í miklu stríði við umhverfið og mannfólkið sest ekki niður og skrifar fallega lesningu fyrir börn og unglinga. Skriftarþrá hans rynni eftir straumþyngri farvegum. Þegar því ísfirskir menntaskólanemar tóku sér fyrir hendur að fara ómildum höndum um barnabækur Jennu og Hreiðars, hefðu þeir gjarnan mátt horfa meir til umhverfisins sem höfundamir lifðu og störfuðu í, sem og til þeirra barna sem þeir sjálfrátt og ósjálfrátt hafa tekið mið af, þótt kristin siðfræði og uppeldis- skoðun sé auðvitað þyngst á metunum í bókum þeirra. Eftir að lífskjör almennings fóru almennt að bama á íslandi hefur sú uppeldisskoðun legið nokkuð lengi í landi að leyfa beri barninu að vera barn eins lengi og þroski þess leyfði. Ég gæti nefnt mýmörg dæmi þessari skoðun til stuðnings, en hygg það heppilegast margra hluta vegna að taka mið af sjálfum mér. Ég ólst upp hér á Oddeyrinni. Móðir mín var fátæk ekkja, fádæma dugleg og háði harða lífsbaráttu. Hún bar mig á bakinu se'm hvítvoðung í saltfiskvinnuna hér 352 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.