Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1977, Qupperneq 12

Heima er bezt - 01.11.1977, Qupperneq 12
þykku lofti en litlu frosti. En strax upp úr nýjárinu hafði skipt um og gerði æskilega tíð og hlákur.3 Búast mátti því við að pósturinn færi að tygja sig til ferðar vestur í Skaga- fjörð, en með honum ætlaði Björn Jónsson að koma þessu bréfi til Egg- erts Briem sýslumanns sem um þess- ar mundir var staddur á sýslumanns- setri skagfirðinga, Hofstaðaseli í Hofstaðabyggð. Síðastliðin tíu ár hafði Eggert Briem verið sýslumaður þeirra ey- firðinga.4 En nú hafði það komist i hámæli að valdstjórnin hygðist skipa hann sýslumann yfir Skagafjarðar- sýslu og var hann nú að yfirtaka þá sýslu úr höndum Kristjáns Kristjáns- sonar sem þar hafði verið yfirvald. Kristján sýslumaður hafði aftur á móti verið skipaður yfir Húnavatns- sýslu. Sýslumenn þessir voru ólíkir á flestum sviðum. Eitt áttu þeir þó sameiginlegt. Þeir höfðu orðið fyrir barðinu á danskri yfirdrottnunar- stefnu á íslandi þegar dönskum stjórnvöldum fannst réttur tími upp- runninn að láta íslendinga vita hver völdin hefði á landi hér.5 Tilefni þessarar bréfritunar Bjöms voru dálítil vandræði sem steðjuðu að honum þessa stundina og hann hugðist bera upp við Eggert. Hann þekkti það af löngum kynnum þeirra að Eggert var vitur maður og holl- ráður þegar hann vildi svo við hafa. Auk þess naut hann þess orðs að vera einhver slyngasti lagamaður á ís- landi. Björn taldi að vandkvæði þessi mætti ef til vill leysa með tilstyrk lagaþekkingar. Birni fannst raunar, þótt hann gerði það ekki uppskátt, að hann ætti nokkum rétt á lögfræðilegum ráðum hjá Eggerti í þessu leiðinda- máli sem svo sannarlega var farið að valda honum áhyggjum. Svo var mál með vexti að fyrir fimm árum, eða nánar tiltekið árið 1855, hafði Björn að áeggjan Eggerts Briem gerst fjárhaldsmaður ekkju nokkurrar sem hét Geirþrúður Thorarensen og var eigandi og bjó á stórbýlinu Stóra-Eyrarlandi sem var uppi á Brekkunni fyrir ofan verslun- arstaðinn Akureyri. Fjárhaldsmanns- Björn Jónsson verslunarstjóri, síðar ritstjóri (1802—1886). starf þetta var svolítið snúið vegna þess að ekkja þessi var allvel loðin um lófana og taldist til ómyndugra. Slík sjálfræðissvipting kvenna tald- ist þó ekki til tíðinda á íslandi á þess- um árum. Almennt var sú skoðun ríkjandi og átti sér stoð í lögum, sem rekja mátti alla leið til Jónsbók- ar, að konur kynnu hvorki né hefðu hæfileika til að stjórna fjármálum sínum einar. Því var þeim boðið að hafa sér við hlið einhvern góðan, heiðvirðan og friðsaman mann sem væri þeim innanhandar í fjárhags- málum og undirritaði með þeim til vitundar samninga eða önnur mik- ilsverðandi skjöl sem þær stæðu að. Maður þessi gekk undir ýmsum heit- um svo sem meðráðamaður, fjár- haldsmaður, lögverji eða tilsjónar- maður. Þess voru þó dæmi að til væru fullmyndugar konur sem frábæðu sér öíl afskipti karlpenings af fjár- málum sínum. Ein slík bjó í verslun- arstaðnum á Akureyri, í næsta ná- grenni við ekkjumaddömu Geir- þrúði. Hún hét Wilhelmína, fædd Lever. Þessi kona notfærði sér öll þau réttindi sem sjálfræðinu fylgdi, þar á meðal kosningarétt til sveitar- stjórnar. Hún rak verslun á Akur- eyri og undirritaði sjálf öll s’n kaup- bréf og viðskiptaskjöl með slíkum virðuleika að þeir sem á horfðu datt í hug drottning. Wilhelmína stóð þar eitt nafn, ritað settlegum stöf- um. Og eins og til skýringar á upp- runanum var bætt aftan við: födt Lever. Maddama Wilhelmína þótti lífs- glöð og fönguleg kona. Eitt sinn er sjálfur erfðaprins danaveldis slædd- ist í eins konar yfirbótaferð til Ak- ureyrar tók hún á móti honum með slíkum ágætum að prinsinn fór ekki samur maður af hennar fundi. Maddama Geirþrúður hafði ekki síður stærilæti til að bera en mad- dama Wilhelmína. Báðar voru konur þessar sprottnar úr svipuðum jarð- vegi kaupmannsslekta og töldust til fyrirfólksins. Sennilega hafa þó vold- ugri staðið á báðar hliðar Geirþrúð- ar. Faðir hennar, Christen Knudsen Thyrrestrup, hafði verið bæði ríkur og voldugur kaupmaður á Akureyri á meðan hann lifði. Mágafólk henn- ar, Stefánungarnir,6 taldist efnaðasta og voldugasta ætt landsins. Og þótt sannar sögur gengju af innbyrðis erjum þessa ættboga stóð hann þó oftast með sínum ef á þá var leitað af utanaðkomandi mönnum. Geirþrúður var ekkja eftir einn sona Stefáns Þórarinssonar amtmanns á Möðruvöllum í Hörgárdal sem Magnús hét. Hann hafði tekið upp ættarnafnið Thorarensen eins og allir synir þessa amtmanns. Þegar horft er til þessara sterku ættar- og syfjabanda gegnir furðu að maddama Geirþrúður skyldi hafa sætt sig við jafn skert sjálfsforræði og raun bar vitni. Og þar sem þessi ágæta kona kemur mjög við sögu í þessari frásögn þykir rétt að fara um þetta nokkrum orðum til skýr- ingar. Þó skal engin dul dregin á það að ekkjumaddaman var býsna sjálf- ráð um eigin hagi, og sú ráðsmennska hennar hafði komið góðmenninu honum Bimi Jónssyni í þá klípu sem hann nú hugðist koma sér úr með tilstyrk lagaþekkingar Eggerts Briem sýslumanns. Um ómynduga og fjárhaldsmenn þeirra gilti m. a. eftirfarandi regla, fyrirskipuð af sjálfum kónginum 21. desember árið 1831:7 360 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.