Heima er bezt - 01.11.1977, Page 13

Heima er bezt - 01.11.1977, Page 13
„1. Þeir skulu hafa fjárhaldsmann sem eigi geta sjálfir farið með fjármál sín sakir elli, vanvisku eða eyðslusemi eða af öðrum ástæðum sem yfirvaldið tekur gildar.“ I framhaldi af þessu er svo rétt að skýra frá því að sýslumaður í hverri sýslu var yfirmaður fjárhaldsmanns og átti að hafa eftirlit með gjörðum hans. En æðstur í þessum málum var sjálfur amtmaðurinn, ef hann kærði sig um að hafa afskipti af fjárhags- málum einhverra ómyndugra. Maddama Geirþrúður varð ekkja aðeins 44 ára gömul, svo ekki plagaði hana ellin. Ekki er vitað til að hún hafi verið vanvitug á nokkurn hátt. Vegna elli og vanvisku hefur því ekki verið hægt að lýsa hana ómynd- uga. Nokkur vissa er fyrir því að hún gat verið eyðslusöm og erfingj- ar því á varðbergi af þeim sökum. Líklegasta ástæðan fyrir skertu sjálfs- forræði hennar er sú að hún hafi átt við veikindi að stríða sem hafa lagst misþungt á hana en þó með þeim hætti að vandamenn töldu það ekki ráðlegt að hún stýrði ein fjármálum sínum eða annaðist uppeldi barna sinna þriggja sem öll voru undir lög- aldri þegar hún varð ekkja. Að þessu veikindastríði maddöm- unnar verður síðar vikið því það getur skýrt á ýmsan hátt hegðan hennar sem olli nánustu þungum áhyggjum en óvandabundnum hneykslun. í síðarnefnda hópnum var Björn Jónsson fjárhaldsmaður hennar. 3 Maddama Geirþrúður Thorarensen hefur verið kjarkmikil kona. Hún hefur í eðli sínu verið glaðsinna og vildi enga deyflu hafa í ekkjustandi sínu. Hún var af höfðingjum komin og vildi haga lifnaðarháttum sínum í samræmi við það, enda nægur auð- ur í garði og von á meiri. Hún efndi til fagnaða á heimili sínu, Eyrar- landsstofu, með dansleikjum. Til þeirra hefur hún boðið fyrirfólki Eggert Ólafur Briem sýslumaður (1811-1894). Akureyrar sem ýmist var náskylt henni eða í venslum við hana. Það fór þó ekki lágt að einkum væru það erlendir skipstjórnarmenn og lausakaupmenn sem litu fagnandi upp að Eyrarlandsstofu þegar þeir lögðu skipum sínum á Akureyrar- poll eftir stormasamar siglingar yfir úthafið og viðureignina við hafísinn við strendur þessa hundsrass Dan- merkurríkis. Heimili madame Thor- arensen stóð þeim ætíð op:ð og þar gátu þeir hrist úr sér sjóriðuna og liðkað skankana eftir sjóvolkið. í sjálfu sér voru kynnin við þessa erlendu menn engan vegin umtals- verð. Margir eldri skipstjórnarmanna voru gamlir kunningjar föður henn- ar og heimilisvinir. Ekkert var óeðli- legt við það þótt þessi elsta dóttir Thyrrestrups kaupmanns treysti gömul kynni þegar hans naut ekki lengur við. Þá ber að líta á það að þessir erlendu menn voru í raun og veru landar hennar sem henni gekk mun betur að skilja en kotungana sína íslensku. Að ekki sé nú talað um hvað þessir menn voru að hennar dómi betur siðaðri og hæfari til að umgangast hefðarfólk. En eins og gengur er misjafn sauð- ur í mörgu fé. Og ekki voru allir er- lendir gestir maddömunnar hvít- þvegnir englar. Margir lausakaup- manna höfðu átt viðskipti við heim- ili hennar allt frá dögum manns hennar og vöndu þangað komur sín- ar. Þessir menn voru dálítið fyrir- ferðarsamir á stundum, enda með fullar hendur fjár og nokkrar háls- langar í vösum. Hinir erlendu menn lögðu auðvitað á borð með sér hinn blautari kost veislufanganna. Ekkert af þessu hefði þó verið frásagnarvert ef svo óheppilega hefði ekki viljað til að gleðiíeikir mad- dömunnar voru gerðir að umtalsefni í lögregluskýrslu. Þetta skeði í septembermánuði ár- ið 1858.8 Og þá risu hárin á Bimi Jónssyni tilsjónarmanni. Eftir ýms- um sólarmerkjum að dæma hefur hann ekki einungis átt að hafa eftir- lit með stundlegum hagsmunum maddömunnar, heldur mun og hafa verið ætlast til að hann vekti yfir siðgæði hennar. Þetta hlutverk var ofvaxið Birni Jónssyni þótt hann hefði vilja og kosti til þess, af þeirri einföldu ástæðu að maddaman lét engan segja sér fyrir verkum í þessum efnum. Enda hefði það verið sannkallað nunnulíf hjá henni ef Björn Jónsson hefði átt að ráða þar ferðinni. Svo ber á það að líta að engar sögur ganga af hneykslunarverðri fram- komu hennar fyrr en kom fram á árið 1860. Þá hljóp svolítill galsi í hana sem mikill úlfaþytur var gerð- ur útaf og Björn minnist á í bréfinu til Eggerts sýslumanns og lesendur munu lesa um hér á eftir. 4 En víkjum að septemberatburðunum árið 1858. Jón Finsen héraðslæknir telur það skyldu sína að gera yfirvöldum að- vart um að hann hafi orðið þess áskynja að einn af vinnumönnum maddömu Geirþrúðar Thorarensen á Stóra-Eyrarlandi hefði nælt sér í kynsjúkdóm (gonorrhoe). Yfirvöld brugðust rösklega við að uppræta sjúkdóminn og í leit að kvenmanns- belg þeim sem sýkt hefði vinnu- Heima er be'zt 361

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.