Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 20
Feréapistlar Símonar
í Litladal
Ritao ir um 1920, en nú endurritaðir og færðir til betra máls
í maí 1993 af Stefáni Jónssyni á Flöskuldsstöðum.
XII
Vinnumaður sá var mér samtíða í Djúpadal, sem Pét-
ur hét Guðmundsson. Hann var þá ungur maður.
Drykkfelldur var hann og rallsamur nokkuð, en þó
heldur góður piltur, greindur og vel hagorður.
Sunnudag einn, næstan fyrir fyrstu göngur, sendi
Jón húsbóndi mig út að Hjaltastöðum þess erindis að
fá lánaða eina flösku af brennivíni. Þar bjó þá Eggert
Briem sýslumaður. Eiríkur bróðir minn var þá vinnu-
maður hjá honum. Pétur vinnumaður bað Jón hús-
bónda okkar að lofa sér að skreppa út að Flugumýri.
Leyfði Jón það. Tókum við nú hross okkar, sem við
áttum sjálfir, ég brúna hryssu, en hann gráa hryssu.
Riðum svo beina leið út að Hjaltastöðum. Þá er við
komum í hlaðið, var Eiríkur bróðir minn að taka ofan
af tíu hestum, kaupstaðarvöru úr Hofsósi. Tók hann
okkur vel, gaf okkur nóg vín og lét okkur bera með
sér baggana inn í útiskemmu.
Þarna vorum við að flangra fram að rökkri. Fékk ég
á flöskuna, eins og um var beðið. Héldum við svo
heimleiðis vel hressir af kaffi og víndrykkju. Pétur
kvaðst þurfa að finna mann á Flugumýri. Sá hét Krist-
ján, og af þeim sökum riðum við þar í hlað, stigum af
baki og smeygðum beizlistaumunum ofan á stóran
hestastjaka, sem var á hlaðinu gegnt bæjardyrum.
Á Flugumýri var stór og mikill bær, sem Ari lækn-
ir hafði byggt á sínum tíma. Var húsaskipun þannig
háttað, að frá útidyrum voru bæjardyragöng breið og
mikil og innan við þau skellidyr með háum þröskuldi.
Þar innan við voru göng allt inn að eldhúsdyrum, en
lágur þröskuldur inn í eldhúsið. Við eldhúsdyr kom
krappur krókur á göngunum, lágu þau þaðan til bað-
stofu. Hún var portbyggð og stigi upp að ganga. Undir
baðstofu, rétt hjá stiganum, innar þó, stóð vefstóll, en
innar af honum undir loftinu var lítið herbergi, og í
því svaf Kristján sá, er Pétur vildi hitta. Héldum við
að Kristján mundi vera þar inni, þar eð framorðið var.
Gengum því inn í bæinn án þess að gera vart við okk-
ur. Gekk Pétur á undan, en ég á hæla honum.
Svarta myrkur var í göngunum. Ekki. held ég að
reikull hafi verið orðinn gangur minn, þó að ég væri
búinn að smakka nokkuð af víni. Má vera, að myrkur
hafi valdið og ókunnugleiki, að þegar ég átti að beygja
í króknum í göngunum, steig ég óvart vinstra fæti inn
fyrir eldhúsþröskuldinn og á einhverja hvassa brún,
sem slapp undan fætinum. Féll ég um leið hálfflatur,
en á mig kom vatnsgusa svo mikil, að ég varð alvotur
upp í smáþarma á þeim fæti. Varð mér það að þreifa
fyrir mér með hendinni og fann, að það sem um hafði
steypst mundi vera pottur með einhverjum fjandanum
í. En um leið sá ég Ijósglætu í búrinu, en það var inn
af eldhúsinu. Heyrði ég þá sagt í búrinu: „Hver ósköp
ganga á, þarna frammi?“
Þá var ég fljótur að reisa mig við, hljóp út á hlað,
tók Brúnku mína, stökk á bak og reið upp á Lambhús-
völl. Fór ég þar af baki og vatt úr mér bleytuna, það
sem ég gat. Skellihló ég að óförunum.
Nú er að segja frá Pétri. Hann fór rétt inn göngin.
En þegar hann ætlaði inn til Kristjáns, vildi honum það
óhapp til, að hann smeygðist inn í vefstólinn. Fann
hann það og vildi losna þaðan og komast rétta leið til
Kristjáns. En það var ekki greiðfært, því að hann var
orðinn fastur í vefstólskróknum, og þó hann losaði sig
af einum krók, var hann orðinn fastur á öðrum. Heyrði
hann nú að hvatlega var gengið framan göngin og upp
í stigann og kallað: „Komið þið strax með ljós. Það eru
að líkindum komnir einhverjir óaldarmenn í bæinn, og
búið er að steypa niður úr stóra litunarpottinum mín-
um. Óð ég í ökla, var nærri dottin og missti Ijósið.“
„Þá voru geðsmunir mínir ekki rólegir“ sagði Pétur
síðar, „því að þetta var kona Ara, sem kallaði."
Dreif nú fólk úr baðstofunni ofan stigann og Ari
síðast með kertaljós í hendi og fór hægt. Varð hann
var við Pétur fastan í vefstólnum og sagði: „Hver er
þarna?“
„Það er ég,“ svaraði Pétur í einhverju fáti.
„Þú hver?“ spurði Ari.
Pétur sagði þá ti! sín.
„Því ertu þarna Pétur minn?“ kvað Ari.
„Ég ætlaði inn til Kristjáns," svaraði Pétur.
,Hann er ekki heima“ sagði Ari.
‘168 Heii/ia er bczt