Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1977, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.11.1977, Qupperneq 25
matur var hollastur og svo framvegis. Hún hafði kennt þeim heima í holunni og látið þá reyna sig þar á ýms- um efnum, spýtum, köðlum, striga og ýmsu ætu og óætu. Einn dag er hún var með ungum sínum útí skógi, heyrir hún öskur ijónsins. Hún var vel kunnug rödd lífgjafa síns og heyrir á rómnum að hann muni vera í einhverjum vandræðum staddur. Hleypur hún og ung- ar hennar allt hvað af tekur á hljóðið. Ljónið hafði vaknað seint þennan morgun. Það var svangt og fór því að leita sér að æti. Stökk það hratt og aðgætti ekki leið sína sem skyldi. Þegar það stökk yfir skógarrunna nokkurn kom það niður í net sem veiði- maður hafði lagt fyrir það. Það braust um fast í net- inu og vafðist netið kringum það á skömmum tíma, svo fast að það gat hvorki nreyft legg né lið. Það öskraði fyrst reiðilega, svo vandræðalega og síðast aumkvunarlega er það sá engin ráð til að losna úr veiðivélinni. Þá kom músin sem ljónið hafði gefið lff með 4 ung- um sínum og réðist í að naga netið sundur. Músin sagði ungum sínum fyrir verkum, hvar þeir ættu að naga. Gat hún með ungum sínum fyrst losað um hægra framfót Ijónsins, og eftir það gat ljónið farið að hjálpa Heima er bezt 373 til með að slíta sundur þættina í netinu, en músin bannaði ljóninu að hreyfa sig nema þegar hún segði til. Ljónið sá af tannbrögðum músarinnar að sér væri fyrir bestu að hlýða skipunum hennar. Það gætti þess því vel að skaða ekki litlu músarbörnin þegar það hreyfði sig. Og á stuttum tíma var ljónið laust. „Ég þakka þér, músarfrú, og ungum þínum fyrir hjálpina. Ég hló að þér fyrrum er ég hremmdi þig, og þú sagðist ætla að hjálpa mér síðar. Ég hló að þér af því mér fannst vera svo ótrúlegt að þú gætir hjálpað mér. Hefðuð þið ekki komið nú mér til hjálpar, hefði mér verið dauðinn vís fyrir spjótslögum veiðimannsins. Þegar ég er frjáls ferða minna þorir engin skepna í heiminum að ráðast á mig, en veiðimaðurinn hefði þor- að að reka spjót í mig ef ég hefði verið fastreyrður í netinu. Þakka þér nú fyrir lífgjöfina. Aldrei skal ég drepa mýs héðan'frá, það gætu verið börn þín, frændur eða vinir. Og ég bið þig að segja öllu músafólki er þú hitt- ir að þegar ég er með æti eruð þið öll velkomin að fá ykkur bita.“ Eftir þetta hittust þau oft, músin og ljónið, og var alla tíð hin mesta vinátta með þeim. Eðvald F. Möller.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.