Heima er bezt - 01.11.1977, Qupperneq 27
Ekki er vert að yrkjum vér
um annara orð né verk,
þó miður virðist merk.
Bernsklega einatt börnum fer,
börn eru allir menn
svo var og verður enn.“
Hér var enn vitnað til ummæla Daða fróða Níelsson-
ar. Lagvísir hafa vafalaust fundið út að við vísu séra
Jóns má nota títtnefnt tvísöngslag.
En hvað skyldi það nú vera sem Jón Hákonarson
á við þegar hann talar um „Hólma grút“ í kvæði sínu?
Enn skal vitnað til ummæla Daða fróða um Sæmund
prest Hólm og mun þá mörgum finnast sem Daða að
undarlegar hafi verið athafnir klerks:
„Síra Sæmundur var gildur meðalmaður á vöxt og
stinnvaxinn, ekki fríður sýnum að sögn, sómdi sér þó
allvel, ljósgulur á hár og rétthærður, tók ákaflega nef-
tóbak, hafði allatíð góða heilsu, og það eignaði hann
laugun þeirri sem hann brúkaði jafnan, og svo var
háttað: Hann safnaði keitu í stóra lagartunnu ög lét
stækna þar svo árum skipti. Síðan kastaði hann þar
ofan í blautri há, með öllu hári, af skjóttri meri er hann
átt hafði og kallaði Dontu. Þetta ker lét hann standa
hjá sæng sinni og byrgði vandlega að ofan og hélt vel
hreinu að utan. Kallaði hann það ýmist pontuna sína
eða blessaða kyrnuna sína og vildi enga manneskju láta
við því hreyfa, laugaði sig oft í því, en ekki þótti fólki
þægilegur þefur af honum verða á eftir....“
Einhverra hluta vegna var þessi sérvitri hæfileika-
klerkur í hávegum hafður hjá Bjarna Thorarensen sem
orti um hann fagurt og frægt minningarljóð, þar sem
finna má eftirfarandi ljóðlínur:
Hví var hugvitsmaður
heimskur talinn,
og aðra elskanda
unnt af svo fáum?
Hví var hann hrekkvísra
og heimskra skotmál,
og fal að hjarta snúið
þá faðm hann bauð?
Því var Sæmundur
á sinni jarðreisu
oft í urð hrakinn
út úr götu,
því hann batt eigi
bagga sína
sömu hnútum og
samferðamenn.
Hér spyr Bjarni og svarar, eins og svo mörg skáld á
eftir honum, þegar þeim hefur fundist að einhver
hæfileikamaðurinn hafi ekki notið þess álits sem honum
bar í lifanda lífi. En við þessu eru til ósköp mannleg
svör sem alltaf verða til staðar, en verða ekki tíunduð
hér. Sem skáldi leyfist Bjarna Thorarensen að spyrja
svona, en saga hans kennir að æði oft var grunnt á mild-
inni og umburðarlyndinu hjá honum sjálfum viðvíkjandi
öðrum hæfileikamönnum þegar hann settist í sæti dómar-
ans eða siðapostulans. Um það mætti nefna mýmörg
dæmi.
En hvað Sæmund Magnússon Hólm snertir, þá mætti
ímynda sér að mörgum nágrannanum hafi verið það
ljúfara að hafa samskipti við sléttmálan aula en illa
þefjaðan snilling sem var svo orðhvass í ofanálag. Þess
verður þó að geta, svo ekki hallist á í frásögninni, að
mörgu sóknarbarni séra Sæmundar var fremur hlýtt
til hans.
Hve margir lesenda þessa þáttar skyldu kannast við
nafn skáldkonunnar frá Klömbrum í Reykjadal, Guð-
nýjar Jónsdóttur? Þingeyingar vilja eigna sér hana og
hafa ýmislegt til síns máls, því meðal þeirra dvaldist
hún hluta úr ævi og þar urðu höfuðljóð hennar til. Sam-
kvæmt málvenju var hún þó eyfirðingur bæði að ætt
og uppruna og blönduð sunnlensku blóði. 1 bókum
er hún sögð fædd að Auðbrekku í Hörgárdal árið 1804.
Þetta tel ég ekki vera rétt, heldur mun hún vera fædd
að Saurbæ í Eyjafirði 21. apríl 1804, en var flutt í
reifum að Auðbrekku fæðingarárið þar sem faðir
hennar, Jón Jónsson, gerðist þá klerkur í Möðruvalla-
plássinu með búsetu þar. Séra Jón Jónsson var merk-
isprestur og jafnframt snjall læknir og hefur íslensk
læknastétt heiðrað nafn hans með því að setja það í
Læknatalið. Séra Jón hefur oft verið kenndur við
Grenjaðarstað í Þingeyjarsýslu, sem og sum börn hans,
en þangað fluttist hann á efri árum, dvaldist þar lengst
í prestsstarfinu og þar andaðist hann háaldraður.
Undanfarið hef ég verið að glugga svolítið í æviferil
sonar hans, Björns, sem betur er þekktur sem Norðan-
fara-Björn, og í þessu grúski uppgötvaði ég fæðingar-
stað Guðnýjar. Mér til ánægju hef ég svo rekist á um-
mæli Hildar systur hennar sem staðfesta niðurstöður
mínar. Lesendur þessa rits munu vonandi fá að kynn-
ast því á sínum tíma hversvegna foreldrar Guðnýjar
frá Klömbrum, Jón Jónsson og Þorgerður Runólfs-
dóttir, áttu heima í Saurbæ framanaf ári 1804. En nóg
um þetta í bili.
Skáldskapur Guðnýjar frá Klömbrum vakti strax at-
hygli manna. Meira að segja Fjölnismönnum fannst
það tilhlýðilegt að birta ljóð eftir hana og höfðu þeir
þó uppi annað kveðskaparviðhorf en þá var almennt
viðurkennt.
21. ágúst árið 1827 giftist Guðný Sveini nokkrum
Níelssyni sem gerðist djákn hjá föður hennar á Grenj-
aðarstað. Hún festi mikla elsku við þennan mann og
þau bjuggu saman í átta ár og eignuðust börn sem mesta
merkisfólk er komið út af. En þá yfirgaf Sveinn konu
sína öllum að óvörum og settist að í Húnavatnssýslu,
giftist þar öðru sinni og gerðist prestur. f því hjóna-
bandi eignaðist hann einnig börn.
Hjúskaparslit þessi ollu Guðnýju miklum sársauka
Heima er bezt 375