Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 28
Sit jegr og sypgi mjer horfinn.
/T\ /T\
y O m m_ — ! h. N. M
JLJ' & 0 á r r_ 0 m m , n n ' j D T'-
im. u. f L u u . . f f i ■ w d- ' W é M 1 S 0
4 v v j l t- þ þ . w w W 9
Sit jeg og syrg-i mjer horfmn hinn sárþreyða vininn. seni
Fjöll eru’ og íirn-ind-i vestra; Jþú felst þeim að bak-i.
£L& 4 k k /T\ L L /T\
y« J n . N n p n n i T
JL" J J - á m ! \ m 0 f f r 1 1 W W * i
r ^ w i f , b b r • w - W 0.
! r É p r r
lif - ir í laufgræn - a dalnum, þót.t lát - in sje ást - in.
Gott er að sjá þig nú sæl - an þótt sigr - i mig dauðinn.
sem að lokum dró hana til dauða 11. janúar árið 1836.
í kirkjubók er dánarorsökin tilgreind: „Dó af sjúk-
dómi, orsökuðum af skilnaðargremjunni.“
Skilnaðarmálið var mikið umtalað um allt land, og
meira að segja Tómas Sæmundsson gerði það að um-
talsefni í stuttu máli, eftir andlát Guðnýjar, í Fjölni.
Allt fram á þennan dag er það torráðin gáta hvað hjú-
skaparslitum olli, — og sitt sýnist hverjum. Dálítið er
það merkilegt hvað margir gáfuskallar drógu taum
Guðnýjar en áfelltust Svein og kölluðu hann illum
nöfnum svo sem fant og illmenni o. þ. h. Þetta bendir
til að mönnum hafi þótt mikið til koma um andlegt
atgervi þessarar skáldkonu. Því var meira að segja
fleygt að Sveinn hefði ekki þolað það að kona hans
stæði honum jafnfætis, eða jafnvel framar, að gáfum
og andlegu atgervi. En allt er þetta á tilfinningum
hvers og eins byggt en engum staðreyndum. Séra Jón,
faðir Guðnýjar, hefur skrifað svofellda athugasemd
við nafn Sveins Níelssonar í kirkjubókina: „Afbragðs-
maður að gáfum, atgjörvi og siðferði.“ Því mætti ætla
að nokkurt jafnræði hafi verið með þessum hjónum,
og bæði getað við unað. En annað var nú uppi á ten-
ingnum.
Ljóð það sem hér birtist mun fyrst hafa verið birt í
Norðurfara 1848, undir ritstjórn þeirra Gísla Bryn-
jólfssonar og Jóns Þ. Thoroddsen. Ljóðið er saknaðar-
stuna yfir hinum horfna ástvini. Um birtingu þessa
ljóðs mætti ýmislegt fleira segja en sleppt að sinni. Ljóð-
ið hefur borist vítt um land, bæði prentað sem og í
munnlegum flutningi, enda harmsagan mörgum umhugs-
unarefni svo sem fyrr var sagt. En ég vissi það ekki
fyrr en ég fór að blaða í Þjóðlögum séra Bjarna að til
var lag við þetta harmaljóð og þá hefur það v'ða ver-
ið sungið, a. m. k. í Eyjafirði. Lagið fylgir hér með
á nótum eins og séra Bjarni skráir það.
SIT ÉG OG SYRGI
Sit ég og syrgi mér horfinn
sárt þreyða vininn,
er lifir í laufgræna dalnum
þótt látin sé ástin.
Fjöll eru og firnindi vestra,
hann felst þeim að baki.
Gott er að sjá þig nú sælan,
þá sigrar mig dauðinn.
Heldur var hart þér í brjósti,
að hót ei nam klökkna,
er sviptir mig samvist og yndi,
mér svall það um hjarta.
Horfið var mál það af harmi,
er hlaut þig að kveðja,
sárt réð þig gráta úr garði,
ég græt þig til dauða.
376 Heima er bezt