Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1977, Qupperneq 30

Heima er bezt - 01.11.1977, Qupperneq 30
 ÞÓRARINN E. JÓNSSON PRinSESSfl í útlegð Saga í miðaldastíl 8. HLUTI Konungur mælti til Bjamharðar: „Hvað segir þú um það, að ég láti reka þorpara þessa úr ríki voru í stað þess að láta hengja þá? Mér finnst það makleg og réttlát hegning. Til landamæranna er þriggja daga harður gang- ur. Má vera, að á þeirri leið verði einhver þeirra orðinn hyggnari en hann er nú og hugsi sig tvisvar um, áður en önnur landráðastarfsemi er hafin.“ „Ég fellst á þessa tillögu, yðar hátign,“ mælti Bjam- harður „Ég er ekki hrifinn af fjöldamorðum, jafnvel ekki, þótt um landráðamenn af verstu tegund sé að ræða.“ Konungur bað Hrólf hershöfðingja að senda hundrað manna hersveit riddaraliðs með þorpurum þessum og sjá um, að þeir væru reknir út fyrir landamæri ríkisins. „Þetta er sú refsins sem þið fáið að þessu sinni,“ mælti konungur. „En vita skuluð þið það, að sjáist nokkur ykkar innan landamæra ríkis míns aftur, á sá hinn sami dauðan vísan.“ Fangarnir urðu fegnir að sleppa á þennan hátt. Eftir að þeim hafði verið færð næring, var lagt af stað með þá til landamæra ríkisins nema Úlfhéðin illa, sem var einn af þegnum ríkisins. Hann var settur í fangelsi og beið þar dóms. 15. KAFLI ÆVILOK GRÍMARS IIERTOGA. Manfreð konungur sat í hásæti sínu í dómsalnum ásamt ríkisráði sínu. Fyrir framan hásætið stóð Grimar hertogi og stóðu hermenn við hlið hans. Konungur mælti: „Hér sérð þú, Grímar hertogi, þig dæmdan, hvert sem þú lítur. Þarna situr ekkjudrottn- ingin, Ásta Karlotta. Þú myrtir mann hennar, Bjamharð hertoga, og föður hennar, Hróar konung milda. Hvað hafði kona þessi gert þér? Ekkert annað en það að neita bónorði þínu, vegna þess að hún elskaði annan mann. Var hún ekki frjáls að því? En þér var ekki nóg, að þeir létu lífið, eiginmaður og faðir, og hún yrði ekkja í blóma lífsins. Heldur hefurðu gert ítrekaðar árásir til þess að ná henni á þitt vald til þess að geta svalað hefnd- arþorsta þínum enn betur. En þetta mistókst. Nú situr þú sjálfur fastur í þeirri snöru, sem þú hugðist veiða hana í. Þama situr Júlía prinsessa. Hvað hafði hún til saka unnið? Alls ekki neitt. En þú hugsaðir eitt, áttir eitt tak- 378 Heima er bezt mark að keppa að: hásæti konungs þíns. Þig gilti einu hvað um Júlíu prinsessu yrði. Fyrst hugðist þú láta myrða hana, þar næst ná henni lifandi á þitt vald. Allt mistókst. Hér sit ég, konungur þessa ríkis. Þú komst hingað, landflótta, eftir því sem þér sagðist frá. Þú bjóst til lyga- sögu ,sem þú hélzt, að ég tryði. En sögunni trúði ég ekki, heldur tók þig og setti í virðingarstöðu til reynslu. Ég lyfti þér til vegs. Hvernig hefurðu launað mér það? Launin eru þessi: í minningu um fyrirsátina í dalnum og bardagann við Hamrahjalla ber ég merki innvortismeiðsla, sem að öll- um líkindum verða banamein mitt. Síðan hefurðu setið um líf mitt sí og æ. Síðasta afrek þitt var það að reyna að ná lífi mínu og fleira fólks, sem hér hlýðir á mál mitt. Hvað sýna leyni- göngin fjögur, sem þú lézt undirheimalýð þinn grafa? Þau liggja öll að sama punkti, að leynisal einum miklum. Fundarsal, þar sem mörg myrkraverk hafa verið brugg- uð, eitri illra hugsana og ráðagerða. Frá leynisal þessum hafa leynigöng verið rakin rakleitt heim í hertogahöll- ina. Einmitt inn í það herbergi, sem þú hafðir sjálfur til afnota. Svo voru myrkraverk þín orðin öflug, að verur frá heimkynnum ljóssins þurftu að koma til hjálpar og vara okkur við þínum illu áformum. En nú hafa allar þínar bollaleggingar og þín þrauthugs- uðu launráð misheppnast, Grímar hertogi. Þú ert dauðasekur. Dæmdur til hengingar.“ Konungur hafði lokið máli sínu. „Ég heyri orð þín, konungur, og einnig dauðadóm minn. Mér hefur að vísu misheppnast. Drambsemi mín beðið skipbrot og ég er dæmdur maður. Ekki skaltu samt halda það, konungur, að ég fari skríðandi á hnjánum að biðja um náðun. Nei. Ég iðrast ekki gerða minna. Að vísu dey ég. Vil ekki lifa við fá- tækt. Vald og auðlegð er það eina hér í heimi, sem lif- andi er fyrir. Annað líf er ekki til. Ég trúi hvorki á guð né djöfulinn. En í gálgann fer ég ekki, konungur,“ mælti hinn forherti fantur, og brýndi röddina. „Nei. 1 gálgann fer ég ekki. Ég skora á þig til hólmgöngu, konungur, og ætla mér að drepa þig með eigin hendi, fyrst það mis- heppnaðist að láta aðra gera það. Hólmgönguáskoruninni getur þú ekki neitað. Hún er mitt síðasta vopn á þig og fyrir því vopni skaltu falla.“ Hér lauk hertoginn máli sínu. Alla setti hljóða. Bjamharður prins mælti. „Má ég svara fantinum, kon- ungur?“ Konungur veitti leyfið. „Þú, svikuli níðingur, margfaldur morðingi og mein- særismaður, leyfir þér að skírskota til riddaralegrar

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.