Heima er bezt - 01.11.1977, Síða 32

Heima er bezt - 01.11.1977, Síða 32
ast á fæti, unz annarhvor okkar fellur af mæði eða af sárum. Þetta eru skilmálar þeir, sem ég vil, að liggi til grund- vallar hólmgöngu þessari. Hverju svarar þú?“ „Þetta er þá hólmganga, sem gildir líf eða dauða,“ mælti Bjarnharður prins. „Hverjar eru sakimar, sem þú berð á mig?“ „Þú kallaðir mig og mína menn lyddur. Þess áttu nú að gjalda. Eða ertu kannski hræddur?“ „Ekki hræddari en það, að ég hef beztu matarlyst, eða er ákafi þinn svo mikill, ókunni riddari, að þú þurfir hvorki hvíld né næringu?“ mælti Bjarnharður. Þetta þáði ókunni riddarinn með þökkum. Er þeir höfðu nærzt og hvílt hesta sína, riðu báðir fram á völlinn. Bjamharður prins virti mótstöðumanninn fyr- ir sér. Ókunni riddarinn var mikill maður og þreklegur að sjá. Um skapið þurfti ekki að efast. En hér máttu engin mistök eiga sér stað. Ókunni ridd- arinn virtist ömggur um sigur. Var vafalaust þaulvanur burtreiðum og öðmm íþróttum, sem þá tíðkuðust. Dramb- ið og særður riddaraheiður hafði sagt til sín. Um þetta var Bjarnharður að hugsa, er hann reið á sinn stað á skeiðvellinum. Merkið var gefið. Riddaramir geystust fram. Flýtir hestanna var líkur. Riddararnir mættust á miðjum skeið- vellinum. Brestur heyrðist. Báðar burtstengurnar brotn- uðu. Riddararnir litu þegjandi hvor á annan. Þeim vom fengnar aðrar burtstangir. Önnur atrennan fór eins. Einnig sú þriðja. Þá var þeim hluta skilmálanna fullnægt. Riddararnir stigu af baki hestunum og tóku til sverð- anna. Báðir börðust af mesta kappi. Bjamharður var í fornaldar herbúnaði sínum, sem var mjög ólíkur búnaði mótstöðumannsins. Skjöldur ókunna riddarans var farinn að höggvast, en ekki sá á skildi Bjamharðar. „Eigum við ekki að hætta þessum leik,“ mælti Bjam- harður. „Þú hefur sýnt mikinn vaskleik. Riddaraheiðri þínum er borgið.“ „Verðu þig!“ æpti ókunni riddarinn espur. „Skilmál- arnir heimta, að við höldum þá.“ Bjarnharður prins svaraði engu orði, en herti sóknina. Ókunni riddarinn varðist vasklega^ en neyddist til að hörfa undan þungum höggum prinsins. Það hvein og söng í sverðunum, þegar þau mættust. Allt í einu hvað brothljóð við. Sverð ókunna riddarans hafði brotnað. Hann hélt enn á handfanginu, ásamt svolitlum stubb af sverðsblaðinu. „Gefstu upp?“ mælti Bjarnharður prins. „Aldrei,“ æpti riddarinn í bræði og hljóp að Bjam- harði og tók hann fangbrögðum. Ókunni riddarinn var heljarmenni að burðum, og treysti afli sínu. En nú komst hann að raun um, að mót- stöðumaður hans var enn sterkari og leið ekki á löngu, áður en honum var varpað til jarðar. „Gefstu nú upp?“ mælti Bjamharður. „Nú er skilmál- um hólmgöngunnar fullnægt.* „Ég tel mig sigraðan," mælti ókunni riddarinn. „Taktu sverð þitt og högg þú af mér höfuðið. Ég vil ekki lifa við skömm.“ „Ég á, samkvæmt hólmgöngureglunum, ráð á lífi þínu, og ég gef þér það,“ mælti Bjamharður. „Þú ert alltof ung- ur til þess að láta lífið nú. Þessar hólmgönguáskoranir eru vitleysa, sem ætti að afnema með öllu. Göngum nú fyrir konunginn. Tak þú þar af þér hjálm- grímuna og gerðu konungi grein fyrir því, hver þú ert.“ Kappamir gengu þangað, sem konungur sat. Sigraði riddarinn ætlaði að fara til að ávarpa konung, er honum varð litið á hinn tröllvaxna konungsson, Valdimar. „Ert þú hér, Valdimar prins,“ hrópaði ókunni riddar- inn og lét hjálmgrímuna falla. „Manfreð konungur,“ mælti Valdimar prins. „Þessi riddari er Víglundur bróðir minn.“ Að svo mæltu gekk Valdimar til bróður síns og faðmaði hann að sér. Valdimar prins leiddi bróður sinn fyrir konung og mælti: „Það er Víglundi bróður mínum mest að þakka, að ég slapp úr fangelsi því, sem faðir minn lét setja mig í. Ég bið yður, konungur, um griðland fyrir Víglund bróður minn og menn hans alla.“ „Það er auðsótt mál, Valdimar prins,“ svaraði konung- ur. „Verið velkomnir í ríki mitt, Víglundur konungs- sonur. Ég vona að þú sért hættur við að fara með ófriði á hendur mér.“ „Ég þakka fyrir mig og mína menn,“ svaraði Víglund- ur. „En hvar er hann, sá sem laug því, að hann hefði verið sviptur völdum með svikum?“ „Hann er horfinn af þessu tilverustigi,11 mælti kon- ungur. „Bjamharður prins hefndi föður síns og afa og drap hann í einvígi, rétt áður en þú komst.“ „Ég geri ráð fyrir því, að Bjarnharður prins hafi átt létt með það. Ég hef sjálfur fengið að kenna á kröftum þessa jötunmennis. Ég þekki engan honum líkan nema ef vera skyldi tröllið Valdimar bróðir minn.“ 17. KAFLI FEÐGARNIR SÆTTAST. Nú voru engar ófriðarblikur á lofti lengur. Hinn undir- förli svikarefur Grímar hertogi var dauður. Illmennið Úlfhéðinn sat í fangelsi. Þar var honum gefinn kostur á að hugsa um syndir sínar í einrúmi og iðrast þeirra, ef unnt væri. Búið var að fylla upp í alla leynigangana, sem grafnir voru af óvinunum, leynisalur glæpamannanna brotinn niður og fylltur með stórum björgum, sem erfitt yrði burtu að taka. Lífið var búið að fá friðsamlegan blæ og þrjú brúð- kaup stóðu fyrir dyrum. Bjarnharður prins var atorkusamur við fleira en að berjast í orrustum á vígvelli. Nú þráði hann að geta tek- ið til óspilltra málanna við skipulagningu á umbótum á húsakosti borgarinnar Sólvangs. Rýma þurfti til í skugga- hverfunum, útrýma iðjuleysi og slæpingshætti. Nóg var með vinnuaflið að gera. Hvort var betra að hjálpa fólk- inu til þess að breyta óræktuðu landi í tún og akra eða láta það búa í skuggahverfum borgarinnar atvinnulítið við sult og seyru. Nei. Það varð að breyta til og innleiða í þjóðlífið heilbrigði og starfsorku. Bjarnharði var starsýnt á hest einn mikinn vexti, sem var að bíta í rólegheitum utan götunnar. Hvar skyldi 380 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.