Heima er bezt - 01.11.1977, Page 33
eigandinn vera? Bjarnharður fann eigandann utan göt-
unnar. Hann svaf fast. Andlitið var magurt og torkenni-
legt. Maðurinn var tröll að vexti og virtist aldurhniginn.
Eitthvað var við manninn, sem Bjamharði fannst hann
kannast við, en áttaði sig ekki á, hvemig á því gæti
staðið.
„Hver ert þú, sem sefur hér á víðavangi?“ kallaði
Bjarnharður til mannsins.
Tröllvaxni maðurinn spratt á fætur sem ungur væri og
greip til sverðs síns.
„Þessa gerist ekki þörf,“ mælti Bjarnharður. „Ég fer
með friði.“
„1 hvaða ríki er ég kominn?“ sagði stórvaxni maðurinn.
„Þetta ríki heitir Garðaveldi. Borgin þarna framundan
okkur heitir Sólvangur. Hún er aðsetur konungsins og'
stjórnar hans. Ég heiti Bjamharður og er prins.“
„Greiðlega er úr svörunum leyst,“ sagði sá stórvaxni.
„Hvert ert þú að fara?“
„Ég er að fara til borgarinnar Sólvangs," mælti Bjam-
harður. „Vilt þú koma með mér sem gestur minn. Mér
sýnist þú þurfa aðhlynningar við. Þú virðist langt að
kominn.“
„Þakka þér boðið, prins. Þú afsakar, að ég þúa þig.
Mér er illa við allar þéringar og þess háttar hofflegheit,
enda þótt maður neyðist til þess í hirðsölum í viðurvist
fyrirfólks og fagureygra kvenna. En nú er sá tími liðinn
fyrir löngu.“ Þung stuna fylgdi síðustu setningunni.
„Hvað heitir þú og hvaðan ertu?“
„Ég heiti Hróðmar Valdimarsson og ræð ríkjum í Goð-
heimum. Það ríki er langt héðan. Ég er búinn að vera
fjarverandi ríki mínu á þriðja ár.“
Samtalið rofnaði við það, að utan af sléttunni reið í veg
fyrir þá flokkur manna, sem fór geyst og lét ófriðlega.
„Þessir menn láta ófriðlega,“ mælti tröllvaxni maðurinn.
„Ég er í hringabrynju minni, sem er hulin innanklæða.
Maður veit aldrei nær ævintýramenn og ófriðarseggir ráð-
ast á mann.“ Á meðan tröllslegi maðurinn talaði, hafði
hann hagrætt skildinum og dregið sitt stóra sverð úr
slíðrum.
„Vertu ekki að hafa þig í hættu mín vegna, Hróðmar
konungur,“ mælti Bjarnharður, sem hafði dregið sitt
mikla orustusverð úr slíðrum. Skjöld sinn hafði Bjam-
harður en ekki herklæðin góðu, sem voru allt of þung,
nema þegar nauðsyn krafði.
Mennirnir voru komnir alveg að þeim.
„Ert þú Bjarnharður prins,“ spurði fyrirliðinn.
„Ég er prinsinn. Hvað vilt þú mér?“
„Ég heiti Váli og er sonur Grímars hertoga, sem þú
drapst. Nú vil ég hafa þitt líf. Sækjum að honum, piltar!“
Það hvein í hinu mikla orustusverði og tveir mannanna
féllu, sinn í hvoru höggi. Hinir hörfuðu.
„Veizt þú það ekki, Váli, að faðir þinn, er þú kallar
svo, féll óhelgur. Hann hafði myrt föður minn og afa.
Hér var aðeins um hefnd að ræða.“
„Sækjum að honum, piltar!“
„Þið skuluð líka reikna með mér, þorparar,“ þrumaði
tröllið. „Ég held það væri bezt fyrir ykkur að hypja ykkur
í burtu með lafandi skottin."
„Sækjum þá allir sem einn!“
„Það er bezt, að sá hafi brek sem beiðist,“ mælti prins-
inn. „Þú sverð þig í ættina, Váli.“
Að svo mæltu réðist Bjarnharður á móti þeim með
slíku hamremmi og leikni að undrun sætti. Eftir ör-
stutta stund lágu níu menn dauðir á vellinum. Hinir
hörfuðu frá.
„Finnst þér þetta betra, Váli, en að sættast á málið?
Ég hefði greitt þér góðar bætur eftir Grímar hertoga, sem
þú kallar föður þinn. En nú hefur þú með oforsi þínu
slegið það vopn úr hendi þér. Nú er of seint að tala um
sætt, nema þú látir vopn þín mér í hendur og gefir þig
mér á vald.“
„Aldrei skal það verða. Áfram, di-engir. Við erum tutt-
ugu og einn talsins. Drepum Bjarnharð prins!“
Þeir sóttu allir að í ákafa, en Bjarnharður og tröllvaxni
maðurinn urðu þeim torsóttir. Enn hörfuðu óvinirnir. Eftir
stutta hvíld réðust þeir til atlögu aftur.
Bjamharður sá, að nú átti að sverfa til stáls með þeim.
Hann barðist því af enn meiri hörku. Menn og hestar
hmkku fyrir og fyrirliðinn féll til jarðar. Hinir hættu þá
sókninni.
„Gefist upp,“ mælti prinsinn þrumuröddu. „Gefist allir
upp án tafar, annars verðið þið allir drepnir.“
Mennirnir, sem eftir lifðu, fleygðu vopnunum orðalaust.
„Þú, ókunni vinur minn,“ mælti Bjamharður, „bægðu
þeim frá með sverði þínu ef þeir skyldu ætla að svíkjast
að mér á meðan ég kanna sár fyrirliðans. Ég held, að
það sé ekki ólífissár.“
Bjamharður kannaði sárið, sneri sér svo að mönnum
Vála og sagði:
„Sárið er ekki lífshættulegt, ef læknishjálp berst fljótt.
Annist um særða manninn. Breiðið yfirhafnir ykkar að
honum, en varizt að hreyfa hann fyrr en hjálpin berst.
Fylgist með heim til borgaiinnar og fylgið hjálparliðinu,
eftir, þá finnið þið höllina.“
Að svo mæltu steig Bjamharður prins á bak hesti sín-
um og reið greitt áleiðis til borgarinnar, og Hróðmar kon-
ungur fylgdi með á stóra hestinum sínum.
„Þú segist heita Bjamharður og vera prins. Engan hef
ég séð þinn líka að afli og hreysti, nema einn,“ mælti
tröllvaxni maðurinn dapurlega.
„Hver er sá,“ spurði Bjamharður, sem grunaði þó, að
hér væri kominn heljarkarlinn, faðir Valdimars prins.
„Hann heitir Valdimar og er eldri sonur minn. Sé hann
á lífi, verður hann konungur. Ég segi þá af mér konung-
dómi strax ef ég finn hann.“
Þeir voru komnir heim að borginni og riðu sem leið lá
til hallarinnar.
Lífvarðarforinginn kom á vettvang. Hann sá þegar á
svip prinsins, að eitthvað hafði komið fyrir. Hermenn-
imir störðu undrandi á stórvaxna manninn, sem var í
fylgd með prinsinum. Trúnaðarþjónn prinsins kom og
bauð þjónustu sína.
„Heyrðu, Hróar,“ mælti prinsinn. „Farðu með þennan
mann inn í einkaherbergi mitt í höllinni, þangað kemur
enginn nema ég. Þjónaðu honum vel og útvegaðu honum
mat og drykk. Hann þarfnast hvors tveggja. Ég þarf að
sinna öðru. Kem eins fljótt og ég get.“
Er prinsinn hafði sett lífvarðarforingjann inn í málið,
var hjálparsveit send eftir sjúka manninum, varin af
flokki alvopnaðra hermanna, því prinsinn treysti ekki
fylgdarmönnum Vála. Taldi þá ótrygga, fyrst þeir gáfu
sig að illverkum og létu siga sér til hefndarverka.
Að þessu loknu gekk prinsinn til íbúðar sinnar. Þar
Heima er bezt 381