Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1988, Page 26

Heima er bezt - 01.04.1988, Page 26
Guðrún Ingibjörg Sigfúsdóttir. vinnukonur þegar ég man fyrst eftir. Systur mínar fóru að heiman á veturna, til að læra þegar þær uxu upp. Þá þurfti að hafa vinnufólk, það voru engin úrræði önnur. Mamma sá einnig um öll þrif og svo að vinna upp á okkur öll. Hún prjónaði heilu fötin á okkur utan sem innst, þangað til hún fékk prjónaðar skyrtur en annað ekki. Prjónavél kom ekki á heimilið fyrr en 1914, að ég held, það gæti þó hafa verið aðeins fyrr. Eftir það prjónaði ég alltaf. Ég lærði eiginlega ekkert til þess. Mér var sýnt í þrjá klukkutíma, hvernig ég ætti að fitja upp, og svo varð ég að þreifa mig áfram. En það var komin prjónavél í hreppinn áður, og á hana var farið að prjóna stærri föt, sem síðan voru seld. Einnig gerði mamma alla skó á okkur. Og svo prjónaði hún skotthúfur á allar konurnar í kring. Það var ákaflega mikið verk að prjóna úr svona fínu bandi og spinna í húfurnar. Enda voru fingurnir á henni stundum alveg dofnir. Mamma spann oft fram eftir á kvöldin. Hún keypti mig þá stundum til að kemba fyrir sig. Þá voru hlóðakökurnar, flatbrauð bakað í hlóðum. Hún sagðist skyldi gefa mér heila köku vel smurða með sykri ofan á ef ég kembdi fyrir sig. Og svo sofnaði hún aldrei fyrr en klukkan þrjú. Við færðum henni alltaf kaffi í rúmið á morgnana klukkan níu eða að ganga tíu. Þá fékk hún rjómakaffi. Ég vissi þó aldrei á hverju hún mamma nærðist. Hún var lengi með magasár, en hún læknaðist af því með að borða hákarl og nýmjólk. Hún fór ekki til læknis, og víst var um það, að hún dó ekki af magasárinu. Mamma átti s'áumavél, þegar ég man fyrst eftir mér. Alveg eins vél hef ég séð hjá Sambandinu, elsta vélin þar var alveg eins og maskínan hennar mömmu. Einnig átti hún gimbaspólu og skrínu með því. Ég held að saumavél Sigmundur Jónsson. hafi lika verið til í Kirkjubæ hjá frú Kristínu og séra Einari. Oft var komið til mömmu, og hún beðin að sníða líkklæði, en þau voru lögð undir og ofan á líkið. Hún átti svo kallaða kósamaskínu, það var ósköp lítið apparat, en með henni var hægt að gera lauf og göt á líkklæðin. í líkklæðin var notað afskaplega fínt léreft. Venjulega var farið niður á Seyðisfjörð og keypt í þau og kistuskrúfur og svoleiðis. Mamma lagði venjulega ekki til efni í líkklæðin, en það kom fyrir að hún lánaði það. Pabbi átti venjulega borð í eina líkkistu og jafnvel tvær. Þetta var siður, og hann lánaði þau oft. Og við héldum þessum sið eftir að við fórum að búa. Það var ekki alltaf hlaupið að því að fá við, til dæmis var það ekki hægt yfir veturinn. Ekki fékk mamma greitt fyrir líkklæðin fremur en fyrir skotthúfurnar. Konurnar spurðu bara, hvort hún gæti ekki látið sig fá þær, og það var sjálfsagt. Mamma vann aldrei hin grófari verk, þó kom hún kannski út á tún og tók saman. Hún hvorki þvoði þvott né bar saman eða reisti tað. En hún sá um alla matargerð og leit vel eftir henni Tobbu sinni, sem var vinnukona lengst hjá okkur. Hún hafði komið heim með foreldrum sínum, sem þá voru bæði orðin gamalmenni. Móðir hennar dó heima en hann lifði eitthvað lengur, karlinn hann Einar, og svo varð Tobba bara eftir. Faðir Föðurafi minn Jón Vigfússon bjó í Gunnhildargerði alla sína tíð, og þar var hann upp alinn. Hann var fóstraður þar upp hjá Magnúsi föðurbróður sínum og tók síðan við búinu af fóstra sínum, er hann dó. Jón afi minn átti konu, sem hét Sesselia og með henni þrjá sonu og eina dóttur. Ég man nú aðeins eftir einum þeirra. Hann bjó á Galtastöðum, næsta bæ við Gunnhildargerði. Jón missti konu sína, en ári síðar 134 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.