Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 30
elskaði hann ennþá og þráði hann oft. Hann hafði verið
henni ósköp góður, en það var allt saman leikur af hans
hálfu. Núna væri hann kominn heim í faðm eiginkonunnar
og sonar síns. Aumingja konan hans, hugsaði Rut. Hún
heldur að hann sé henni trúr, af því að hún veit ekki betur.
Ef ég væri nógu illgjörn myndi ég komast að heimilisfangi
hennar og skrifa henni bréf um hegðun Hlyns. En ég skal
ekki verða til þess að særa konuna. Hún hefur ekkert gert
mér. Ég vona bara að hún komist að því fyrr en seinna
hvernig eiginmaður hennar er. Æi, hugsaði hún. Ég má
ekki hugsa um hann.
„Jæja,“ sagði Lilja og lagði símtólið niður. „Þá er málinu
reddað. Nú þarf ég að hringja í Elvar. Hann tekur íbúðina
ábyggilega fegins hendi.“
Rut virti hana fyrir sér. Hún var eitthvað svo breytt.
Undanfarinn mánuð hafði hún haldið sig heima þegar hún
var ekki að vinna. Hún var hætt að fara á böll og það var
eins og hún hefði misst allan áhuga á karlmönnum. Hún
eyddi frístundum sínum með Rut og reyndi á allan hátt að
gleðja hana. Það var eins og hún vildi allt fyrir hana gera.
Rut virti hana stundum fyrir sér svo lítið bar á, og fannst
hún vera þjökuð af einhverri byrði. Hún vissi ekki hvort
það var sektarkennd eða eitthvað annað, en Lilja hafði
þungar áhyggur af því. Stundum fannst henni Lilja ekki
geta horfst í augu við sig og hélt að það stafaði af vor-
kunnsemi. Kannski vorkenndi Lilja henni svona mikið að
hún gat ekki afborið að sjá sársaukann í augum hennar. En
hún gat ekki skilið þennan sektarsvip, sem einstaka sinnum
brá fyrir á fallegu andliti vinkonu sinnar, þegar hún hélt að
enginn sæi til.
Rut vildi ekki hnýsast í einkamál Lilju og spurði hana því
aldrei hvað væri að. Ef hún vildi segja frá því myndi hún
gera það ótilkvödd. Það vissi hún af fenginni reynslu.
Lilja iðraðist gerða sinna svo mikið, að hún var að sligast
undan sektarkenndinni. Hún hafði ekki gert sér grein fyrir
því, hvað afbrýðisemi hennar og illgirni ættu eftir að leiða
af sér. Hún hafði átt von á því að Rut jafnaði sig fljótt, en
eftir því sem vikurnar liðu og hún varð daprari og niður-
dregnari, fór Lilju ekki að verða um sel. Hún skildi það
núna hvað hún hafði gert. Hún hafði komið illa fram við
Rut, sem aldrei hafði gert henni annað en gott. Rut kallaði
hana vinkonu sína og trúði henni fyrir einkamálum sínum.
Það var orðin henni kvöl að horfa framan í Rut. Hún
reyndi að friða samvisku sina með því að eyða öllum sínum
frístundum með Rut og reyna að gleðja hana á allan hátt,
en ekkert dugði. Hún reyndi að segja Rut frá gerðum sín-
um, en missti alltaf kjarkinn, þegar á átti að herða. Svo datt
henni í hug að kannski myndi þeim líða betur ef þær skiptu
um umhverfi. Hún fylgdist því vandlega með öllum íbúð-
arauglýsingum og í gær hafði hún séð auglýsinguna frá
Svan. Hún hafði hringt strax og í dag hafði hún dregið Rut
með sér að skoða íbúðina. Núna voru þær búnar að ákveða
að flytja og hlökkuðu báðar til.
Þegar Lilja hafði lokið samtalinu við Elvar, settist hún
hjá Rut.
„Þau ætla að taka íbúðina,“ sagði hún ánægð. „Eigum
við þá ekki að flytja sem fyrst? Við getum pakkað öllu
smádótinu niður núna.“
„Jú, við skulum byrja strax,“ sagði Rut. „Ég ætti kannski
að hringja í Val og Þröst og biðja þá um að hjálpa okkur.'
Pabbi lánar þeim áreiðanlega sendiferðabílinn.“
„Gerðu það,“ sagði Lilja. „Ég byrja að pakka niður. Ég
næ í kassa niður í geymslu meðan þú hringir."
Þær létu ekki sitja við orðin tóm. Lilja sótti ótal kassa
niður í geymsluna, sem fylgdi íbúðinni og Rut hringdi í
bræður sína. Þeir voru fúsir til að flytja dótið þeirra og
sögðust koma eftir litla stund. Þröstur þurfti að sækja
sendiferðabílinn niður í fyrirtækið. Hún hjálpaði Lilju að
pakka niður.
Þær voru rétt hálfnaðar þegar bræðurnir birtust í dyr-
unum. Þeir byrjuðu að bera húsgögnin niður í bílinn, en
Rut og Lilja hömuðust við að tína allt smádótið niður í
kassana.
Þegar Þröstur og Valur fóru af stað með fyrsta flutning-
inn, hringdi Lilja í Svan og bað hann að hleypa þeim inn í
íbúðina. Á meðan bræðurnir voru í burtu, luku þær vin-
konur við að pakka niður. Nú var ekkert eftir í eldhúsinu,
nema borðið og stólarnir sex, svo og ísskápurinn. í bað-
herberginu beið þvottavélin eftir því að verða flutt. Stofan
var tóm að öðru leyti en því, að nokkrir kassar stóðu þar.
Rut og Lilja drógu svefnbekki sína í inn í stofu til þess að
flýta fyrir flutningnum. Einhvern veginn komu þær skrif-
borðunum sínum þangað líka.
Meðan þær köstuðu mæðinni, komu flutningamennirnir
þeirra. Þeir báru húsgögnin niður í bílinn og Lilja og Rut
kassana á eftir þeim. í þriðju ferðinni tóku þeir svo það sem
eftir var í íbúðinni. í leiðinni komu þau við hjá Elvari og
afhentu honum lyklana, svo að þau Lóa gætu flutt þegar
þau vildu.
Klukkan var orðin tvö um nóttina þegar flutningnum
lauk. Rut þakkaði bræðrum sínum fyrir og sagðist bjóða
þeim í mat einhvern tíma sem þakklæti og borgun fyrir
hjálpina. Þeir voru ánægðir með það og buðu síðan góða
nótt. Þær vinkonur ætluðu að ganga frá dótinu daginn eftir,
en svefnbekkjunum komu þær fyrir í sitt hvoru herberginu
og lögðust þreyttar og ánægðar til svefns.
Þær vöknuðu eldsnemma á sunnudagsmorgninum og
byrjuðu að koma sér fyrir. Um hádegið höfðu þær gengið
frá mestu og tóku sér matarhlé. Rut útbjó fljótlegan há-
degisverð og síðan luku þær við að ganga frá í íbúðinni og
um tvö leytið var allt komið í röð og reglu. Þær settust inn í
stofu og Lilja setti plötu á plötuspilarann, en þær höfðu
ekki notið tónlistarinnar lengi, þegar dyrabjallan hringdi.
„Hver getur þetta verið?“ spurði Lilja undrandi og gekk
til dyra.
Fyrir utan stóð Svanur Orrason, eigandi íbúðarinnar
sem þær leigðu. Hann brosti glaðlega og spurði hvort hann
væri að trufla. Lilja neitaði því og bauð honum inn.
„Ég ætlaði bara að vita hvort þið væruð búnar að koma
ykkur fyrir,“ sagði Svanur brosandi. „Hvernig líkar ykkur
íbúðin?"
„Okkur líkar hún vel,“ sagði Lilja og dró hann inn fyrir.
138 Heimaerbezt