Heima er bezt - 01.04.1988, Blaðsíða 35
Bókahillan
Steindór Steindórsson
frá Hlödum
merkileg saga, sem marga hefði fýst að
heyra meira um. Og vafalítið hefir verið
fengur í þeim köflum, sem sleppt hefir
verið, því að Jónas var hispurslaus í um-
ræðu um menn og málefni. Barátta hans
og störf að náttúrulækningum eru alþjóð
kunn. Bókin er fróðleg og víða skemmtileg,
einkum þar sem Jónas segir sjálfur frá og
má þar nefna Ferðasöguna með Steingrími
lækni Matthíassyni.
Jón Gísli Högnason:
URÐARBÚINN
Akureyri 1987.
Bókaforlag Odds Björnssonar.
Hér bregður Gísli Högnason sér á nýtt svið
frá æfiþáttum og ferðasögum, en kemur
fram á sviðið með barnasögu um unga
telpu og tófuyrðling, sem hittast þar sem
stelpan situr hjá kvíám föður síns. Hvolpur-
inn Kátur kemur líka við sögu. Sagan er
vel sögð og hefir höf. komist furðulangt í
að leiða fram viðbrögð og skynjan urðarbú-
ans unga og lítt sjálfbjarga, og ólikur er
Gísli öllum þorra landsmanna í því, að
hann hefir fulla samúð með urðarbúanum.
Eg er ekki viss um hvort þessi saga höfðar
til nútímakynslóðar, en mikið hnossgæti
hefði hún verið mér og mínum jafnöldrum,
þegar við vorum ung. En hver sem smekk-
urinn er, þá er þetta góð lesning stálpuð-
um krökkum. Hún vekur samúð og skilning
á náttúrunni, lifandi og dauðri. Og vissu-
lega er hún hentari barnshuganum, en
margt það, sem fengið er bömum og ungl-
ingum til afþreyingar.
Þorsteinn Einarsson:
FUGLAHANDBÓKIN
Rvík 1987.
Örn og Örlygur.
Vorið nálgast. Farfuglarnir koma, heima-
fuglarnir búa sig til hreiðurgerðar, og loftið
fyllist lifi og söng. En mannfólkið vill gjarna
vita deili á þessu fuglafólki, sem það er í
sambýli við, en þeir em margir, sem þekkja
aðeins mjög fáa fugla, og handhæga fugla-
skoðunarbók hefir vantað, þótt nokkrar
ágætar bækur séu til um íslenska fugla.
Bók sú sem hér um ræðir er því hinn mesti
happafengur öllum þeim sem vilja sjá og
skoða náttúru landsins, hvort heldur er til
lands eða sjávar og jafnvel ekki síst gesti,
sem slæðast heim undir húsvegginn. Höf-
undurinn, Þorsteinn Einarsson íþróttafull-
trúi er vafalaust einn hinn fuglafróðasti nú-
tíma íslendingur og hann hefir fremur öðru
lært sína fuglafræði af því að skoða fuglana
í náttúmnni allt frá ungum aldri, og veit
því manna best, hver einkenni eru best til
þess fallin að nafngreina fuglana úti í
náttúmnni, hvort heldur þeir eru á flugi,
sundi, vappi eða sitja á grein eða þúfu. I
bókinni er lýst öllum íslenskum varpfugl-
um, far- og vetrargestum auk allmargra
sjaldgæfra gesta, eða 110 tegundum alls.
Lýsingarnar eru að vísu stuttar en gagn-
orðar og skýrar, auk þess er skýrt frá hag-
lendi og meginstöðvum hverrar tegundar,
hreiðri, hljóðum og hátterni ýmsu, er kenna
má fuglinn á. Litmyndir eru af öllum teg-
undum, en auk aðalmyndarinnar fjöldi
smámynda af ýmsum stellingum, einstök-
um líkamshlutum o.fl. sem auðkenna
fuglinn. Allt virðist það svo skýrt sem best
má verða og geta komið hverjum heil-
skyggnum manni að gagni. En vitanlega
er sama að segja um þessa bók sem aðrar
slíkar, að fyrst verður fyllilega dæmt um
kosti hennar og galla, þegar á hólminn er
komið, þ.e. út í náttúruna. Flokkun fugl-
anna er handhæg t.d. allir sjófuglar í einum
flokki, og hefði ef til vill mátt ganga lengra
í þá átt að flokka fuglana eftir aðalheim-
kynnum þeirra, þótt þeir séu síður en svo
staðbundnir. Ágætar nafnaskrár eru í bók-
inni m.a. nöfn fuglanna á 9 tungumálum
auk íslensku og latínu. Sitthvað fleira
mætti nefna. En í stuttu máli sagt er þetta
falleg bók, fróðleg og handhæg, og hvers
er hægt að krefjast meira. En ef til vill er
mesti kostur hennar sá að hún vekur menn
og laðar til að fara út í náttúruna og skoða
eitt af mörgum undrum hennar, sem fugla-
lifið vissulega er.
Kristján Karlsson:
KVÆÐI 87
Rvík 1987.
Almenna bókafélagið.
Kristján Karlsson lætur skammt stórra
höggva á milli í kvæðagerð. Síðast gaf hann
út Kvæði 84, og nú fyrir síðustu jól þessa
bók: Kvæði 87. Það er ekki létt verk að
skrifa um kvæði Kristjáns. Myndimar í
þeim eru svo margvíslegar og oft sundur-
leitar, svo að lesandinn ruglast í ríminu við
að finna hvað sé að baki. En það er heldur
ekki aðalatriðið, heldur hvernig kvæðin
orka á lesandann, en það verður að segjast
eins og er, að kvæði Kristjáns eru gædd
einhverju seiðmagni, sem fær mann til að
njóta þeirra og lesa þau aftur og aftur og
sifellt koma fram nýir fletir. Þetta er styrkur
þeirra, en ef til vill fylgir honum sá veik-
leiki, að lesandinn vanræki að lesa þau
nógu vel. Eitt það, sem mér fannst ein-
kenna þessi nýju kvæði Kristjáns eru litirn-
ir. Það eru áreiðanlega ekki mörg þeirra,
sem ekki minnast á liti. Blátt og rautt er
það sem mest gætir. En með þessum hætti
leiða kvæðin mann ósjálfrátt til að hugsa
þau sem málverk. En hversvegna er
skáldið að skjóta erlendum setningum inn
í kvæði sin, meira að segja eru lokaorðin
á ensku? Mér þykir þetta sem svartur
blettur á tungu, en kannske kemur þar til
fákunnátta mín.
Vilhjálmur Hjálmarsson:
MJÓFIRÐINGA
SÖGUR - Fyrsti hluti
Rvík 1987.
Menningaisjóður.
Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrv. ráðherra hef-
ir gerst allmikilvirkur sagnaritari eftir að
hann dró sig í hlé úr orrahríðum stjórn-
málanna. Sagnaritun sína hóf hann með
skemmtilegum minningum úr ráðherrastól,
síðan fylgdi saga Eysteins Jónssonar í
þrem bindum, og nú hefir hann tekið til
við sögu heimabyggðar sinnar, og mun
hún áætluð þrjú bindi. Þetta fyrsta bindi
fjallar aðallega um frændur og nánustu
forfeður höf., sem lengstum hafa setið á
höfuðbólinu Brekku í Mjóafirði, þar sem til
hefir orðið eina þorpsmyndun í firðinum,
miklu mest fyrir athafnasemi þeirra
frænda. En jafnframt því að sitja jörð sína
og reka stórbúskap voru þeir forystumenn
í sjósókn, og atvinnuþróun byggðarlagsins
varð mjög undir handarjaðri þeirra með
verslun og útgerð, sem skapaði Brekku-
þorpið. I þessu bindi er sögð merkileg
atvinnusaga en margt hefir gerst annað
tíðinda í Mjóafirði, þótt byggðarlagið hafi
aldrei verið fjölmennt. En þótt fróðlegt sé
að kynnast byggðarsögunni, er þó áhuga-
verðara að komast í kynni við þá menn, er
söguna sköpuðu, en margir hafa þeir verið
miklir persónuleikar að allri gerð, dugmiklir
og framsýnir. Slikum mönnum er alltaf
gaman að kynnast af greinagóðri frásögn.
Margt verður lært af æfi þeirra og störfum.
Hvað sem nútíma sagnfræðingar segja um
þróun sögunnar verður því aldrei neitað,
að það eru mennirnir og athafnir þeirra,
sem setja svipinn á söguna en ekki fram-
talsskýrslur og línurit. Það er ekki vanda-
laust að skrifa um náin ættmenni, eins og
Vilhjálmur hefir hlotið að gera, og tekst
honum furðuvel, að láta ættartengsl ekki
glepja sér sýn, þótt vitanlega hefðu
óskyldir ritað söguna frá öðru sjónarhomi.
Og víst er um það, að náin kynni hans af
ættmennum sinum og athöfnum þeirra
ásamt heilbrigðu ættarstolti og samúð hafa
gert bókina áhugaverðari og lífmeiri, en ef
ókunnur fræðimaður hefði lagt þar hönd að
verki. Öll frásögn Vilhjálm er létt og læsi-
leg, og er fullvíst, að þetta fyrsta bindi af
Mjófirðinga sögu vekur forvitni lesandans
um framhaldið.
Heimaerbezt 143