Heima er bezt - 02.10.1993, Síða 28
ÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR
GUÐMUNDUR JÓNSSON:
FRÍÐA í
STJÓRNARRÁÐINU
Guðmundur Jónsson er sjálfstæður rithöf-
undur og fer sínar eigin götur. Sögur
hans eru misjafnar og um margt ólíkar
verkum yngri höfunda. Stundum tekst
honum svo vel að jafna má við það besta
í smásagnagerð okkar. Má í því sam-
bandi benda á söguna í þessari bók er
ber heitið „Ólyktin í kvennaskólanum."
Hún gæti vel verið eftir Maupassant. Þið
getið sjálf sannfærst um þetta, þegar þið
lesið bókina.
Bók nr. 3054 Heb-verð kr. 150
GUÐMUNDUR JÓNSSON:
HANN BAR HANA
INN í BÆINN
í bókinni eru 10 smásögur. Brot úr einni
þeirra: „Þótt Þórhallur gegndi ekki öðrum
opinberum störfum en hreppstjórninni,
var það ekki fyrir það, að hann helst vildi
vera laus við slíkt. Nei, síður en svo. Allir,
sem þekktu hann, vissu, að honum mundi
ekkert vera kærara en að taka að sér op-
inber störf, ef hann ætti kost á því. Þegar
hann fórtil Reykjavíkur, sem ekki kom
svo sjaldan fyrir, sagði hann frá því, þeg-
ar hann kom heim, að hinir og þessir
þjóðkunnir menn í höfðustaðnum, sem
hann nafngreindi, hefðu verið að spyrja
sig um það, hvort hann yrði ekki í kjöri við
næstu alþingiskosningar. En enginn vissi
til, að nokkur maður hefði spurt hann um
það heima í sýslunni eða óskað eftir, að
hann yrði það...“
Bók nr. 3055 Heb-verð kr. 300
STEINUNN EYJÓLFSDÓTTIR:
HIN GÖMLU KYNNI OG
FLEIRI SÖGUR
í þessari bók eru nokkrar smásögur skrif-
aðar á liðlegu máli og hinar þægilegustu
aflestrar.
Bók nr. 3056 Heb-verð kr. 300
HERSILÍA SVEINSDÓTTIR:
VARASÖM ER VERÖLDIN
í bókinni er að finna nokkrar smásögur
höfundar. í umsögn Guðmundar G.
Hagalín um bókina segir m.a.:
„Sagan Gæfuspor er best formuð af sög-
unum í bókinni og persónurnar í henni,
gömlu hjónin og drengurinn, eru Ijóslif-
andi, ekki síst gamli maðurinn, hinn hrika-
legi en síglaði skilningsríki dýra- og
mannvinur, Þorgeir trölli. Þæreru raunar
fleiri, persónurnar, sem sögukonan gæðir
eftirminnilegu lífi og má þar nefna til
dæmis Björn í „Enginn veit hvað undir
annars stakki býr“ og hinar gerólíku kon-
ur, Guðfinnu og Hildi, í seinustu sögunni.
Sögukonan er því ekki aðeins glögg á
gerð manna, heldur hefur ótvíræða hæfi-
leika til persónusköpunar og oft eru sam-
tölin í bókinni sérkennandi og eðlileg...."
Bók nr. 3057 Heb-verð kr. 300
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR:
SÖGUR ÚR SVEIT
OG BORG
Sögurnar í þessu safni gerast margar í
sveit og lýsa því lífi og leikjum sveita-
barna og samskiptum þeirra við náttúr-
una, dýr og fólk. Má búast við, að ýmis-
legt komi ókunnuglega fyrir sjónir barna
og unglinga nútímans. Útgáfuár: 1968
Bók nr. 3058 Heb-verð kr. 300
ODDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR:
SKULD
Úr ritdómum um sögur höfundar:
„Allt sem frá hennar hendi kemur í rituðu
máli ber vitni ágætri athyglisgáfu. Höfund-
urinn sér oft atburði í tvenns konar Ijósi,
þjóðfélagslegu og ævintýralegu, og
bregður tíðum yfir frásögnina léttu háði.“
„Sagan ber með sér mikla glöggskyggni á
hið smæsta í hátterni manna og við-
brögðum og bregður oft fyrir markvissri
hnyttni í lýsingum, sem stundum stappar
nærri kaldhæðni." Útgáfuár: 1967
Bók nr. 3059 Heb-verð kr. 300
KONUNGSSKUGGSJÁ
Konungs skuggsjá er nafntogað rit,
sprottið úr hinum frjóa jarðvegi norrænnar
menningar á blómaskeiði hennar á 13.
öld. Hún er einnig eitt hinna örfáu norsku
rita, sem varðveist hafa. Konungs skugg-
sjá birtist hér með nútíma stafsetningu öll-
um þorra lesenda til hægðarauka.
Bók nr. 3060 Heb-verð kr. 850
SÉRSTAKUR PÖNTUNARSEÐILL \
FYLGIR BÓKASKRÁNNI / \
■■■■■■ ^
Merkið númer, heiti og verð bókanna /
inn á pöntunarseðilinn og setjið í póst sem^^^^/
fyrst, svo bækurnar berist í tæka tíð.
Bókaskrá