Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Qupperneq 31

Heima er bezt - 02.10.1993, Qupperneq 31
ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR HOWARD FAST: í SKUGGA OFSÓKNA Þessi bók er eftir höfund bókanna um Innflytjendurna sem náðu miklum vin- sældum hér á landi sem annars staðar. Howard Fast skrifar hér um MacCarthy- ismann og ofsóknir á hendur fjölda þekktra manna á þeim tíma. Söguhetjan er stríðsfréttaritari sem er ofsóttur af ráða- mönnum í Washington. Howard Fast var einmitt einn af þeim er ofsóttir voru og sat í fangelsi ásamt mörgum fleirum. Hann þekkir því sögusviðið af eigin reynslu. Bók nr. 4024 HEB-verð kr. 400 MARTIN ANDERSEN NEXÖ: PELLI SIGURSÆLI Með hinu mikla skáldverki um Pella sigur- vegara, sem kom út á árunum 1906- 1910, skipar danski rithöfundurinn Martin Andersen Nexö sér á bekk með fremstu rithöfundum þessarar aldar. Sagan um Pella fjallar um framsókn öreigans til bættra lífskjara og byggir á bernsku- reynslu höfundarins sjálfs. Hún er að margra áliti ein af markverðustu öreiga- lýsingum heimsbókmenntanna ásamt öðrum stórverkum þessa höfundar, svo sem Dittu mannsbarni og sjálfsævisögu hans. 278 bls. Bók nr. 4025 HEB-verð kr. 2690 MARTIN ANDERSEN NEXÖ: PELLI SIGURSÆLI II UNGLINGSÁR í öðru bindi hins mikla skáldverks síns um Pella sigursæla segir höfundurinn frá unglingárum drengsins. Pelli hefur hleypt heimdraganum, erfloginn úr hreiðrinu hjá Lassapabba í fjósinu á stórbýlinu Steina- gerði. Heimurinn erekki auðsigraður. Pelli fer í skósmíðanám og kemst að raun um að skepnuskapur mannanna bitnar á mörgum og ekki síst saklausum sveita- dreng. 246 bls. Bók nr. 4026 HEB-verð kr. 2690 MARTIN ANDERSEN NEXÖ: PELLI SIGURSÆLI BARÁTTAN MIKLA Þetta er þriðja bindið í þessu þekkta rit- verki Nexö um Pella sigursæla. Pelli hef- ur átt erfiða ævi í uppvexti og er nú orðinn fullvaxta. f þessari bók er Pelli að kynnast erfiðleikum þeirra fátæku á vinnumarkað- inum. Verkalýðsbaráttan er á frumstigi og leiðist hann inn í þá baráttu. Hann verður formaður í verkalýðsfélagi en á ennþá í erfiðri baráttu við sjálfan sig, uppalinn í því umhverfi þar sem reynt var að kenna honum undirgefni við þá sem valdið hafa. Hann brýst úr fjötrum því þrátt fyrir til- hneiginguna til undirgefni hefur ekki tekist að brjóta niður sterka tilfinningu hans fyrir réttlæti. Ritverk Nexö á ekki síst erindi til nútímafólks sem ekki þekkir þá baráttu sem háð var og lagði grunn að því samfé- lagi sem það lifir í. 322 bls. Bók nr. 4027 HEB-verð kr. 2690 MARTIN ANDERSEN NEX0 MARTIN ANDERSEN NEXÖ: PELLE SIGURSÆLI IV DÖGUN Dögun er fjórða og síðasta bindið af höf- uðverki danska rithöfundarins Martins Andersen Nexö um Pella sigursæla, bók- menntaverki sem tvímælalaust ber að flokka með stærstu og merkilegustu skáldritum heimsbókmenntanna á sínu sviði, þ.e. baráttu alþýðunnar til efnislegra framfara og andlegs þroska. Þetta bindi hefst á lausn Pella úr áralangri fangelsis- vist, þar sem hann hafði afplánað refsi- dóm fyrir „peningafölsun,“ tylliástæðu ráð- andi afla þjóðfélagsins til að kveða niður rödd sem orðin var óþægur Ijár í þúfu þeim, sem völdin höfðu og peningana. Hér er lýst þeim hartnær óyfirstíganlegu hindrunum sem verða á vegi þess sem dæmdur hefur verið frá eignum og æru og þarf að klífa „þrítugan hamarinn“ til að komast upp í samfélag „heiðarlegs" fólks að nýju, hamar þar sem hætt er við að undan hrynji í hverju spori og klífandinn missi endanlega fótanna og eigi sér ekki viðreisnar von, eins og svo mörg dæmi sanna. Bók nr. 4028 HEB-verð kr. 2455 SVEN HASSEL: í FREMSTU VÍGLÍNU Þessi bók gerist í Kákasus, þar sem „Her- sveitinni" sem við þekkjum af fyrri bókum Sven Hassel, er falið að njósna um óvin- ina langt að baki víglínunnar. Þeir eru klæddir rússneskum einkennisbúningum og á rússneskum skriðdrekum. Ferðin er vissulega ekki barnagaman og ef ekki hefðu verið þessir ódrepandi kunningjar okkar, þá hefði enginn komið aftur. Hassel er hér enn með eina magnaða stríðsbók sem slær í gegn. Bók nr. 4029 HEB-verð kr. 750 SVEN HASSEL: GESTAPO Sven Hassel er sérfróður um styrjöldina 1939-1945, enda sjálfur í þýska hernum og þá oft í fremstu víglínu. Hér lýsir hann hinni illræmdu leynilögreglu, Gestapo, og dregur ekkert undan. Þessi bók er ósvikin Hassel-bók og ef til vill hans besta. Sven Hassel er mestlesni stríðsbókahöfundur allra tíma. 248 bls. Bók nr. 4030 HEB-verð kr. 750 SVEN HASSEL: HERSVEIT HINNA FORDÆMDU Þetta er frægasta bók Sven Hassel. Hún fjallar um þýska hermenn sem teknir voru úr fangelsum í Þýskalandi og sendir til bardagasvæðanna og beint í fremstu víg- línu. Öllum var sama um þá. En þrátt fyrir að þeir hefðu ekki verið til fyrirmyndar á friðartímum höfðu þeir sál og þeir höfðu langanir. Þeir ætluðu ekki að drepast án þess að berjast til síðasta blóðdropa. 280 bls. Bók nr. 4031 HEB-verð kr. 750 31 Bókaskrá Bókaskrá 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.