Heima er bezt - 02.10.1993, Qupperneq 35
ÞYDDAR SKALDSOGUR
Konungs
HARRY y-XJ&Á
PATTERSON WOHI«
Höfundur bókanna:
VIÐ RAGNAROK {Harry Patterson)
GIMSTEINAR Á GRÆNLANDSJOKLI (Jack Hlggins)
ORNINN ER SEZTUR (Jack Higgins)
STRÍÐ í STORMI (Jack Higgins)
Ad árí lidnu fcemur úf nýjasta bók höfundar:
EINLEIKARINN {Jack Higgins)
HARRY PATTERSON:
KONUNGSRÁNIÐ
í júní 1940 komu hertogahjónin af
Windsor, fyrrum Játvarður 8. Bretakon-
ungur og Wallis Warfield, til Portúgals frá
Frakklandi, en þangað hrökkluðust þau,
þegar Þjóðverjar sigruðu Frakka. Hitler er
þá þegar farinn að undirbúa innrás í Bret-
land, en áætlunin um hana kallast
Sæljón. í sambandi við innrásina á að fá
hertogann af Windsor til að flytja heim til
Bretlands og setjast þar í sitt fyrra hásæti
með sínu fyrra nafni og fyrri tign. Ekki
þykir þó alveg víst að hertoginn sé ginn-
keyptur fyrir að gerast handbendi Þjóð-
verja, en til þess að tryggja að hann verði
tiltækur, þegar á þarf að halda, er ákveðið
að honum skuli rænt í Portúgal og hann
fluttur til Spánar. Hrein tilviljun veldur því
að njósnarar komast að þessri fyrirætlun
og ungri stúlku er falið að koma þessari
vitneskju til réttra aðila. Þetta er erfitt
verkefni en um síðir tekst að gera ráða-
brugg Hitlers að engu eftir áhrifamikla og
stórbrotna atburðarás.
Bók nr. 4061 Heb-verð kr. 900
B. MERCATOR:
DRAUMUR
PYGMALIONS
Sagan gerist á hinni undurfögru eyju
Týros við botn Miðjarðarhafs. Á Týros var
til forna mikil verslunarborg, auðug og
fögur á þeirrar tíðar vísu. Þar rann saman
hin ólíka menning frá löndunum í austri
og löndunum á Balkanskaga. Á Týros
voru ólíkir menningarhættir hinna fjar-
lægu landa ofnir saman og þar áttu nýjar
stefnur skjól. Lífsskoðanir fólksins mótuð-
ust af nýjum anda og ófu saman ólíka
þætti, sem urðu sú trú og lífsskoðanir,
sem framtíðin gerði að sínum. Þessi er
bakgrunnurinn og undirstaðan í hinni
fögru skáldsögu Draumur Pygmalions.
Sagan gerist á dögum Jesú Krists. í ör-
lagavefi sögunnar mótar skáldið margt af
því fegursta í kenningum hans.
Bók nr. 4062 Heb-verð kr. 300
EVELYN ANTHONY:
TAMARINDFRÆIÐ
Judith starfaði í aðalskrifstofu Sameinuðu
þjóðanna, þar sem fjallað var um trúnað-
armál. Hana grunaði ekki að hinn alúðlegi
maður, sem hún hitti í orlofi á Barbados,
væri tengdur njósnakerfi Rússa... Þangað
til leyniþjónusta Breta varaði hana við og
óskaði eftir samvinnu hennar... En Rúss-
inn var ekki allur þar sem hann var séður,
hann vildi ná sambandi við fleiri en Judith.
Bók nr. 4063 Heb-verð kr. 500
WALTER TROBISCH:
ÉG ELSKAÐI STÚLKU
Þetta er hrífandi og spennandi bók, eins
og besta ástarsaga. Hér segir frá raun-
verulegu, ungu fólki sem berst fyrir ást
sinni. Talað er af hreinskilni um ástina,
réttindi hennar og skyldur, um samskipti
pilta og stúlkna, o.s.frv. Ótal spurningar
vakna og þeim er svarað hóglátlega, en
af fullri einurð. Þess vegna er bókin hrein-
asta gullnáma, bæði ungu fólki og öllum
þeim, sem eiga að leiðbeina æskunni,
foreldrum, kennurum og prestum.
Bók nr. 4064 Heb-verð kr. 300
IRWINSHAW:
GÆFA EÐA GJÖRVILEIKI
Höfundur segir eftirfarandi í formála að
bókinni:
„Venjulega er ekki þörf á formála fyrir
skáldsögum, en vegna framhaldsþátt-
anna „Gæfa eða gjörvileiki," sem sýndir
hafa verið í sjónvarpi, þykir hlýða að taka
fram að bók þessi er framhald af fyrri bók-
inni, en ekki sjónvarpsþáttunum. Þeir,
sem gerðu fyrri sjónvarpsþættina, höfðu
til þess fullt leyfi að halda þeim áfram,
enda hafa þeir skapað nýjan æviferil Jor-
dache-fjölskyldunnar að eigin geðþótta.
Vona ég að þetta leiðrétti misskilning
þeirra, sem bæði lesa þessa bók og sjá
IRWIN SHAW
framhaldþættina í sjónvarpi.“
Bók nr. 4065 Heb-verð kr. 400
MABEL ESTHER ALLEN:
LEYNDARDÓMURINN í
LISTASAFNINU
í dag er 1. maí. Miranda er á nítjánda ár-
inu og er á leið til Parísar til þess að hitta
frænku sína Jane, sem vinnur þar, þegar
hún hittir Jonathan Holbrow, sem er 22
ára. Meðan Miranda var barn hafði hún
búið með foreldrum sínum í þessari stór-
borg vísinda og lista og gat því vand-
ræðalaust farið allra sinna ferð. „Randa“
eins og hún er kölluð, átti að hefja nám í
Oxford að hausti. En margt getur skeð á
Signubökkum og Miranda fór ekki var-
hluta af því.
Bók nr. 4066 Heb-verð kr. 300
PETER N. WALKER:
CARNABY OG
STROKUFANGARNIR
Það þykir gerast einkennilega oft, að
fangar sleppi úr enskum fangelsum og
jafnframt er Ijóst að ýmis afbrot eru tengd
því. Þess vegna er ákveðið, að Carnaby-
King, einn færasti maður Scotland Yard,
rannsaki málið og í þeim tilgangi er hann
settur í fangelsi. Það líður ekki á löngu,
áður en maður, sem Carnaby veit engin
j deili á, býðst til að hjálpa honum til að
j strjúka. Carnaby þiggur gott boð, en svo
vill þá til, að annar fangi notar tækifærið til
j að komast einnig undan og þá vandast
málið fyrir alla aðila.
Bók nr. 4067 Heb-verð kr. 300
Bókaskrá
35