Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 37

Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 37
CHRISTOPHER ANDERSEN: MADONNA, ÁN ÁBYRGÐAR Þessi bók segir frá lífshlaupi þessarar þekktu poppsöngkonu og leikkonu. Hún hefur lifað hátt og fer ekki leynt með það. Þessi bók var ekki skrifuð í samráði við hana. Höfundurinn hefur fylgst með Madonnu lengi og skrifar hér opinskáa lýsingu á æviferli þessarar umdeildu per- sónu. Bóknr.5001 HEB-verð kr. 2110 KJARTAN ÓLAFSSON: FIMM LANDA FLAKK Einn víðförlasti íslendingur sem nú er uppi segir frá ferðalagi og kynnum sínum af fimm þjóðum, íran, Ceylon (Sri Lanka), Afganistan, Nepal og Þakistan. Frásagn- arstíll og einstök snilli í ritun íslensks máls gerir þessa bók einstaka. Bók nr. 5002 HEB-verð kr. 2540 BRAGISIGURJÓNSSON: ÞEIR LÉTU EKKI DEIGAN SÍGA Hér er sagt frá nokkrum forystumönnum í síldarútvegi á árunum 1880-1968. Þeir sem sagt er frá eru: Jakob V. Hafstein, Eggert Laxdal, Snorri Jónsson, Rögnvaldur Snorrason, Ásgeir Þétursson, Björn Líndal, Valtýr Þorsteins- son, Ottó Tulinius, Guðmundur Þéturs- son, Anton Jónsson og Ingvar Guðjóns- son. Fróðleg bók um merkilegt tímabil í atvinnusögu landsins. Bók nr. 5003 HEB-verð kr. 2540 SIMON WIESENTHAL: RÉTTLÆTI, EKKI HEFND Það var Wiesenthal nauðsyn að leiða hina seku fyrir rétt. Ekki af því að hann hafi verið haldinn hatri og hefndarþorsta, heldur af því að hann vildi koma fram rétt- læti fyrir hina látnu, sem lifa stöðugt í honum og til að réttlæta það að hann skyldi halda lífi fyrir kraftaverk. Bókin er ákall til nútímafólks og hrífandi en óvæm- inn vitnisburður um það sem liggur að baki starfi hans. Bók nr. 5004 HEB-verð kr. 2540 RICHARD HILLYARDS: RASSINN Á SÁMI FRÆNDA Lífsreynslusaga Bandaríkjamannsins Ric- hard Hillyards, friðarsinnans sem gekk í herinn. Hann hefur frá mörgu að segja og skefur ekki utan af lýsingum sínum. Hann hefur ófagra sögu að segja af samskipt- um sínum við bandaríska herinn þar sem hann segir hvern mann sleikja rassinn á næsta manni fyrir ofan í virðingarstigan- um. í bókinni heldur hann því m.a. fram að herinn hafi um tíma millilent með kjarnorkuvopn á Keflavíkurflugvelli. Hillyard gegndi lengst af stöðu frétta- manns í hernum og kynntist því ýmsu sem öðrum er hulið. Hann segir líka frá uppvexti sínum í Kaliforníu, eiturlyfja- neyslu hippatímabilsins og fjölmörgu fleiru. Kímnin skín alls staðar í gegn. Hillyard er búsettur hérlendis og kvæntur íslenskri konu. Stórfróðleg bók og bráð- skemmtileg. Bók nr. 5005 HEB-verð kr. 2110 ÝMSIR HÖFUNDAR: BETRI HELMINGURINN Frásagnir kvenna sem giftar eru þekktum einstaklingum. Þær sem segja frá eru: Margrét Björgvinsdóttir, maki Haraldur Bessason rektor, Hallveig Thorlacius, maki Ragnar Arnalds alþingismaður, Ágústa Ágústsdóttir, maki sr. Gunnar Björnsson, Dóra Erla Þórhallsdóttir, maki Heimir Steinsson útvarpsstjóri, Þórhildur ísberg, maki Jón ísberg sýslumaður. Bók nr. 5006 HEB-verð kr. 2360 DONALD SPOTO: BLÁI ENGILLINN Hér er sagt frá lífshlaupi hinnar heims- frægu leikkonu Marlene Dietrich. Saga hennar er ekkí alltaf dans á rósum. Hún flúði föðurland sitt og fór að skemmta „óvininum.“ Hún var kjarkmikil kona og ógleymanlegur listamaður. Bók nr. 5007 HEB-verð kr. 2115 ÖRNÓLFUR ÁRNASON: LÍFSINS DÓMÍNÓ Ævisaga Skúla Halldórssonar tónskálds Öðruvísi ævisaga. Skúli hlífir sér ekki við því að fjalla um þau mál sem aðrir leyna j eða láta liggja í þagnargildi. Forvitnileg er lýsing hans á heimilisbragnum í húsi ömmu hans í Vonarstræti 12 þar sem hann bjó á kreppuárunum og snillingar, þjóðskáld og ættstór ungmenni sátu að sumbli í stofum skáldkonunnar þótt sjálf bragðaði frú Theodóra Thoroddsen aldrei vín. Ævisaga Skúla Halldórssonar er saga manns sem þorir að horfast í augu j við sjálfan sig og efast um eigin hæfileika, getu og gáfnafar. Hann skoðar umhverfi sitt og samferðarfólk af sömu hreinskilni og sjálfan sig. Bók nr. 5008 HEB-verð kr. 254 ÁSGEIR GUÐMUNDSSON: EYRNATOG OG STEIN- BÍTSTAK Þetta er fyrsta ævisaga dýralæknis sem kemur út á íslandi. Guðbrandur Hlíðar ! stundaði nám í Danmörku á stríðsárunum og komst í kast við þýsku leyniþjónustuna ! og varð að sitja í breskum fangelsum ' grunaður um njósnir í þágu Þjóðverja. Guðbrandur stundaði dýralækningar í Eyjafirði og í Skagafirði og segir hann frá reynslu sinni við þau störf. Óvenjuleg lífs- j reynslusaga athyglisverðs manns. Bók nr. 5009 HEB-verð kr. 2540 Bókaskrá 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.