Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Side 38

Heima er bezt - 02.10.1993, Side 38
ENDURMINNINGAR OG ÆVISÖGUR GUÐNÝÞ. MAGNÚSDÓTTIR: ÞÓRUNN MAGGÝ MIÐILSSTÖRF OG VITNISBURÐIR í formála bókarinnar segir Þórunn Maggý m.a.: „...hér er fyrst og fremst um að ræða þroskasögu mína sem miðils. Einkalíf mitt j undanskil ég að mestu leyti, nema þegar það tengist sögu dulrænna hæfileika minna, til dæmis með því að hafa áhrif til aukins þroska eða beina mér inn á and- legar brautir..." Þórunn Maggý segir hér merkilega sögu sína og ýmsir sem hafa kynnst henni segja frá reynslu sinni. At- hyglisverð frásögn af störfum eins þekktasta miðils á íslandi í dag. Bók nr. 5010 HEB-verð kr. 2540 þORSTEINN STEFÁNSSON: HORFT TIL LANDS Þorsteinn Stefánsson rithöfundur sem lengstum hefur búið í Danmörku og skrif- | að bækur sínar á framandi tungum, segir j í þessari bók sinni nokkuð af athyglis- verðri ævi sinni. í formála segir: „Þorsteinn var borinn og barnfæddur árið | 1912 að Nesi í Loðmundarfirði austur, en sá fjörður er nú kominn í eyði. Lífsbarátt- an í Loðmundarfirði var hörð í upphafi þessarar aldar eins og víðast hvar í dreifðum byggðum íslands og oft skammt j milli Iffs og dauða. Óhjákvæmilega settu lífskjörin i uppeldinu sitt mark á allt líf þess fólks sem kynntist þessari baráttu, jafnvel þótt því tækist að hefja sig yfir erf- [ iðleikana og sjá þá síðar á ævinni frá öðru sjónarhorni.“ Bók nr. 5011 HEB-verð kr. 2105 STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM: HLAÐIR í HÖRGÁRDAL Þetta er þjóðháttalýsing frá fyrstu áratug- um þessarar aldar. Höfundurinn, Steindór Steindórsson, fyrrverandi skólameistari, rekur þar daglegt líf á norðlensku sveita- heimili, þar sem mætast hættir og viðhorf tveggja alda. Bók þessi hefur fengið mjög lofsamlega dóma þeirra sem um hana hafa fjallað í fjölmiðlum og hefur henni einna helst verið líkt við Þjóðhætti sr. Jónasar Jónassonar, enda skyld þeirri bók um efnisval og efnismeðferð. Bóknr.5012 HEB-verð kr. 650 BJÖRN HARALDSSON: LÍFSFLETIR Hér er saga glæsileika og gáfna, mótlætis og hryggðar, baráttu og sigra. Þessi bók færir okkur svo sannarlega heim sanninn um það að manneskjan getur orðið stærst og sterkust í mótlæti. Bókin fjallar um Árna Björnsson tónskáld og starf hans fyrir og eftir fólskulega árás sem á hann var gerð árið 1952. Bóknr. 5013 HEB-verð kr. 400 G.J. WHITFIELD: HÁLFA ÖLD Á HÖFUM ÚTI Ein besta sjóferðasaga frá eldri og yngri tímum. Sigurður Björgólfsson íslenskaði. Bóknr.5014 HEB-verð kr. 250 GREVILLE WYNNE: MAÐURINN FRÁ MOSKVU Hér er í fyrsta sinn sagt frá einhverju furðulegasta njósnamáli, sem um getur. Hersteinn Pálsson þýddi bókina, er hefur verið metsölubók austan hafs og vestan. 254 bls. Bóknr.5015 HEB-verð kr. 250 JÓN GÍSLIHÖGNASON: ÆSKUÁST OG ÖNNUR KONA í þessari bók segir frá æsku og uppvaxt- arárum ungs manns í sveit á íslandi á fyrri helmingi þessarar aldar, ástum hans og lífsbaráttu. Þetta er heillandi saga hug- rekkis, þolgæðis, ástar og drengskapar. Þetta er 8. bók Jóns Gísla og fyrsta skáldsaga hans. Bóknr.5016 HEB-verð kr. 350 JÓN GÍSLI HÖGNASON: GENGNAR LEIÐIR I [ Fólkið kemur sjálft til dyranna eins og það ; er klætt og leiftrar af minningabrotunum. j Sviðið er vítt, en merkastar munu þykja i frásagnirnar af atvinnu- og búsetuþróun á Suðurlandi. Bók nr. 5017 HEB-verð kr. 600 JÓN GÍSLI HÖGNASON: GEGNGAR LEIÐIR II Þetta er sjötta bók höfundarins, sem hef- ur getið sér orð fyrir viðtöl og frásagnir. í bókinni eru sagnir sjö viðmælenda. Bókin er 197 bls. með mörgum myndum og ítar- legri nafnaskrá. Bóknr.5018 HEB-verð kr. 600 RICHARDT RYEL: KVEÐJA FRÁ AKUREYRI Minningar og Ijósmyndir frá Akureyri Richardt Ryel er fæddur á Akureyri árið 1915, fór ungur að fást við verslunarstörf á Akureyri en síðar í Reykjavík og Dan- mörku, þar sem hann er nú búsettur. Hér skráir hann minningar sínar frá Akureyri fram yfir seinni heimsstyrjöld. Frásögn hans er glettin og hlý og hann lýsir mönn- um og atburðum á lifandi hátt. Bókin er prýdd fjölda mynda frá gömlu Akureyri, sem margar eru áður óbirtar og gefa þær bókinni verulegt gildi. Þessi bók mun ylja mörgum lesandanum um hjartaræturnar. Bóknr.5019 HEB-verð kr. 400 ERLINGUR DA VÍÐSSON, ritstjóri: NÓI BÁTASMIÐUR Kristján Nói Kristjánsson var í daglegu tali nefndur Nói bátasmiður. Nói bátasmiður hefur smíðað fleytur af mörgum stærðum og gerðum, allt frá jullum og skektum, árabátum, trillum og mótorbátum upp í 140 tonna fiskiskip. Bók nr. 5020 HEB-verð kr. 400 38 Bókaskrá

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.