Heima er bezt - 02.10.1993, Qupperneq 45
ENDURMINNINGAR OG ÆVISOGUR
jk
dýravinur og náttúruskoðari af lífi og sál.
Þá hollu lífsnautn hefur hann haft gott
tækifæri til að þroska og glæða með sér á
langri ævi, í sambúð við fugla og ferfætt
dýr í hinum auðuga dýragarði, sem Breið-
fjörður hefur verið og verður vonandi enn
um sinn. Átthagafróður var hann í betra
lagi. Líka brá hann því fyrir sig að kasta
fram stöku, þegar svo bar undir. Um þetta
munu menn sannfærast þegar þeir lesa
bókina, sem hálft um hálft verður að
skoðast sem ævisaga höfundarins, þótt
ekki hafi hann hirt svo mjög um að rita
hana í hefðbundnum stíl.
Bók nr. 5084 Heb-verð kr. 400
HENRY THOMAS:
GEORG WASHINGTON
CARVER
Saga þessi er stutt ævisaga mikilmennis.
Georg Washington Carver fæddist í
ánauð. Það var árið 1864, en enginn hirti
um að skrá fæðingardag hans. Koma
hans í þennan heim vakti ekki meiri at-
hygli en fæðing kanínu eða íkorna. Þó átti
fyrir honum að liggja að verða einn af
mestu vísindamönnum og velgerðar-
mönnum jarðarinnar. Merkast var starf
hans við efnagreiningu jarðhnetunnar.
Áður en Carver hóf tilraunir sínar með
jarðhnetuplöntuna, var hún álitin gagns-
laus til annars en svínafóðurs. En þegar
hann hafði lokið tilraunum sínum, hafði
hann unnið úr jarðhnetunni 300 mis-
mundandi efni, og ræktun jurtarinnar
færði bændum Suðurríkja Bandaríkjanna
og raunar öllum íbúum jarðarinnar, ómet-
anlega blessun.
Bók nr. 5085 Heb-verð kr. 300
SIGURBJÖRN ÞORKELSSON
í VÍSI:
HIMNESKT ER
AÐ LIFA II
EKKI SVÍKUR BJÖSSI
Þetta bindi sjálfsævisögu Sigurbjöms fjall-
ar um tímann frá 1907 til 1923, en á þeim
tíma gerðust stórir atburðir í lífi íslensku
þjóððarinnar og höfundar. Fjöldamargar
persónur koma við sögu. Höfundur er,
eins og einn þeirra, sem um bókina skrif-
uðu, komst að orði, alltaf innan um fólk.
Yfir 200 myndir prýða þetta bindi. Bókin
verður því mikið heimildarrit, þegar fram
líða stundir. Fjallað er um atburðina af
miklu fjöri, en höfundi var eiginlegt að
fjalla þannig um menn og málefni að
gaman er að lesa um þá og þau.
Bók nr. 5086 Heb-verð kr. 500
SIGURBJÖRN ÞORKELSSON
í VÍSI:
HIMNESKT ER
AÐ LIFA, III
ÁFRAM LIGGJA SPORIN
Þetta þriðja bindi hinnar fróðlegu sjálfs-
ævisögu Sigurbjörns Þorkelssonar í Vísi
nær yfir tímabilið frá 1923 til 1933, og
kemur þar fyrir fjöldi persóna og sagt er
frá atburðum, bæði í lífi höfundar og
einnig úr sögu þjóðarinnar. Þar er sagt frá
ferðalögum, bæði á hestum og gangandi.
Mörg atvikin voru skemmtileg og brosleg,
önnur erfið og óvænt með uggvekjandi
tvísýnu.
Bók nr. 5087 Heb-verð kr. 500
SIGURBJÖRN ÞORKELSSON
í VÍSI:
HIMNESKT ER
AÐ LIFA IV
„ÞÁ MUNAFTUR MORGNA “
Hér birtist fjórða bindi hinnar fróðlegu
sjálfævisögu Sigurbjörns Þorkelssonar í
Vísi. Segir þar frá atburðum ævi hans að
lokinni alþingishátíðinni 1930 og allt að
upphafi seinna stríðs. Þó eru atburðirnir
ekki alltaf í tímaröð og sumir gerast fyrir
1930. Mikill fjöldi mynda prýðir bókina og
fylgja þær yfirleitt efni hennar. Sigurbjörn
lýsir samtíðarmönnum á fjörlegan hátt,
alltaf er eitthvað að gerast, engum leiðist
lesturinn.
Bók nr. 5088 Heb-verð kr. 500
SIGURBJÖRN ÞORKELSSON
í VÍSI:
HIMNESKT ER
AÐ LIFA V
NÚ DVÍNAR DAGSINS KLIÐUR
f þessu fimmta bindi hinnar fróðlegu og
bráðskemmtilegu sjálfsævisögu Sigur-
björns kennir margra grasa. Sagt er frá
stjórnmálabaráttu, bæði þeirri sem fram
fór bak við tjöldin og hinni, sem fram fór
i fyrir opnum tjöldum. Sagt er frá verslunar-
málum, störfum höfundar í niðurjöfnunar-
nefnd, fróðlegir kaflar og skemmtilegir eru
} um hernámsárin og skipti höfundar við
hernámsliðið. Þá er sagt frá sunnudaga-
skóla K.F.U.M. og kvöldskóla K.F.U.M.
og barnavinafélaginu Sumargjöf. Þættir
eru um merka menn, eins og t.d. Bjarna
Benediktsson, Jóhannes Kjarval og séra
Friðrik Friðriksson, svo og fjölmarga aðra,
m.a. ýmsa leikara.
Bók nr. 5089 Heb-verð kr. 500
ÆVISAGA HAFSTEINS
SIGURBJARNARSONAR
REYKHOLTI íHÖFÐAKAUPSTAÐ
SKRÁÐ AF HONUM SJÁLFUM
í bókinni lýsir Hafsteinn aldarfari og kjör-
um íslenskrar alþýöu um síðustu aldamót
og á fyrri hluta þessarar aldar af svo mik-
illi alúð og samviskusemi að vart er hægt
að gera betur. Hann er alinn upp við
mikla fátækt, jafnvel á þeirra tíma mæli-
kvarða, en með þrotlausri elju og sparn-
aði tókst þeim hjónum að komast sæmi-
lega af. Bókin er merk aldarfarslýsing og
Ijós vottur þess hvern þátt íslensk alþýða
á í menningarsögu þjóðarainnar.
Bók nr. 5090 Heb-verð kr. 500
Bókaskrá
45