Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Síða 47

Heima er bezt - 02.10.1993, Síða 47
TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR ÖRN HELGASON: KÓNG VILJUM VIÐ HAFA í þessari bók er upplýst eitt at mestu feimnismálum íslenskrar sögu á þessari öld. Þrír kunnir íslendingar, þeir Jón Leifs, Guðmundur Kamban og Kristján Alberts- son, fóru á fund þýska prinsins Friedrich Christian zu Schaumburg-Lippe og ósk- uðu eftir því við hann að hann tæki við konungdómi á íslandi. Prinsinn starfaði í áróðursmálaráðuneyti Göbbels. Hverjir stóðu að baki þeirra félaga? Af hverju vill utanríkisráðuneyti Islands ekki leyfa að- gang að skjölum þeim er skýra frá þess- um ráðagerðum? Þetta er forvitnileg bók. Bóknr.6001 HEB-verð kr. 2115 PÁLL SIGURÐSSON, PRÓFESSOR: SVIPMYNDIR ÚR RÉTTARSÖGU Þessi bók hefur að geyma níu ritgerðir um margvísleg réttarsöguleg efni. Sumar birtast hér í fyrsta skipti á prenti, en aðrar sem hafa birst áður í endurskoðaðri mynd. M.a. Lagastefnur gegn látnum mönnum, Þegar Bjarni sýslumaður Hall- dórsson stefndi Lafrantz amtmanni dauð- um. Brúðarrán og brúðarkaup, þegar Oddur V. Gíslason „rændi“ brúði sinni. Bók nr. 6002 HEB-verð kr. 2540 ÓLAFUR JÓNSSON OG JÓHANNES SIGVALDASON: SKRIÐUFÖLL OG SNJÓFLÓÐ Mll Þetta mikla verk kom út 1957 og þá skrif- að af Ólafi Jónssyni. Nú hefur verkið allt verið yfirfarið og endurbætt. Auk þess hefur verið bætt við frásögnum af snjó- flóðum og skriðuföllum frá 1958 til 1990 og koma þar margir að verki, en Jóhann- es Sigvaldason hefur ritstýrt verkinu og leitað fanga víða. Fyrri útgáfa var í tveim- ur bindum en þessi útgáfa er gefin út í þremur glæsilegum bindum og ekkert til sparað að verkið sé þannig úr garði gert að sómi sé að og er það í gullfallegri öskju. Það er gefið út í takmörkuðu upp- lagi. Áskrifendum Heima er bezt býðst þetta glæsilega safn á einstöku tilboðs- verði, sem ekki verður boðið annars stað- ar, og gildir þetta sérstaka tilboð til 1. jan- úar 1993. Bók nr. 6003 HEB-tilboðsverð kr. 8.980 settið.Fullt verð kr. 12.680 JÓNAS THORDARSON: VESTUR-ÍSLENSKAR ÆVISKRÁR VI Þetta er sjötta og lokabindi þessa mikla verks. Þetta ritverk er lykillinn að upplýs- ingum um frændur og frænkur og geymir þess utan merkar heimildir um þá sögu sem landar okkar hafa skapað í Vestur- heimi. Auk þess er þetta ritsafn mikilvægt framlag til íslenskrar ættfræði. Bók nr. 6004 HEB-verð kr. 2540 NÁTTÚRU- 'O ]\ÆKNIR Heimilanna Leiðarvísir um sjálfs- hjálp til góðrar heilsu með náttúrlegum lækningaaöferðum Aöalritstjóri: Dr. Andrew Stanway NÁTTÚRULÆKNIR HEIMILANNA AÐALRITSTJ.: DR. ANDREW STANWAY. HÖFUNDAR: ÝMSIR Bókin er skrifuð með aðstoð á annað hundrað sérfræðinga. Náttúrulæknir heim- ilanna er alfræðilegur vegvísir til sjálfs- hjálpar með óskaðlegum náttúrulegum úr- | ræðum og leiðbeiningum til viðhalds al- hliða heilbrigði, ómetanlegt athvarf þeim sem hafa áhyggjur af aukaverkunum nú- tímalyfja og þeirra er óska að bera sjálfir ábyrgð á heilsu sinni. í bókinni eru yfir 1000 náttúrulegir læknisdómar. Bók nr. 6005 HEB-verð kr. 3390 MYNDSKREYTT ISLANDS NORÐUR-EVROPU Yfir 2400 plöntum lýst í máli og myndum MARJORIE BAMEY, CHRISTOPHER GREY-WILSON: FLÓRA ÍSLANDS OG NORÐUR-EVRÓPU Skýringar og teikningar af meira en 2400 jurtum. Óvenjulega falleg og fróðleg bók, á sjötta hundrað blaðsíður. Frábær gæði mynda, spássíuskýringar og skýrleiki textans, allt auðveldar þetta hverjum skoðanda að greina plöntur af öryggi. Jafnframt er þetta jurtafræði, kennslutæki og uppsláttarrit sem endurspeglar þróun- ina til nútímavinnubragða í greiningu og nafngift plantna sem þrífast villtar í heimahögum. Hún fjallar um allartegund- ir, innlendar, aðfluttar, útbreiddar og stað- bundnar, norðan Alpafjalla, að undan- skildum grösum, sefi, stör og elftingum. í rauninni er þetta hin fullkomnasta og ítar- legasta litmyndaflóra sem gefin hefur ver- ið út í Norður-Evrópu. Bók nr. 6006 HEB-verð kr. 4240 DR. ÖRN ÓLAFSSON: KÓRALFORSPIL HAFSINS Titill þessa rits er tekinn úr Dymbilvöku Hannesar Sigfússonar og á að sýna við- fangsefnið, módernisma í íslenskum bók- menntum fram eftir þessari öld. Ritið skiptist í tvo meginhluta, því fyrst er fjallað um Ijóð en síðan um lausamálsrit. Þessi skipting helgast af mismunandi aðferðum bókmenntagreina, enda þótt sömu skáld komi fyrir í báðum hlutum. Bók nr. 6007 HEB-verð kr. 2540 Bókaskrá 47

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.