Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 47

Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 47
TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR ÖRN HELGASON: KÓNG VILJUM VIÐ HAFA í þessari bók er upplýst eitt at mestu feimnismálum íslenskrar sögu á þessari öld. Þrír kunnir íslendingar, þeir Jón Leifs, Guðmundur Kamban og Kristján Alberts- son, fóru á fund þýska prinsins Friedrich Christian zu Schaumburg-Lippe og ósk- uðu eftir því við hann að hann tæki við konungdómi á íslandi. Prinsinn starfaði í áróðursmálaráðuneyti Göbbels. Hverjir stóðu að baki þeirra félaga? Af hverju vill utanríkisráðuneyti Islands ekki leyfa að- gang að skjölum þeim er skýra frá þess- um ráðagerðum? Þetta er forvitnileg bók. Bóknr.6001 HEB-verð kr. 2115 PÁLL SIGURÐSSON, PRÓFESSOR: SVIPMYNDIR ÚR RÉTTARSÖGU Þessi bók hefur að geyma níu ritgerðir um margvísleg réttarsöguleg efni. Sumar birtast hér í fyrsta skipti á prenti, en aðrar sem hafa birst áður í endurskoðaðri mynd. M.a. Lagastefnur gegn látnum mönnum, Þegar Bjarni sýslumaður Hall- dórsson stefndi Lafrantz amtmanni dauð- um. Brúðarrán og brúðarkaup, þegar Oddur V. Gíslason „rændi“ brúði sinni. Bók nr. 6002 HEB-verð kr. 2540 ÓLAFUR JÓNSSON OG JÓHANNES SIGVALDASON: SKRIÐUFÖLL OG SNJÓFLÓÐ Mll Þetta mikla verk kom út 1957 og þá skrif- að af Ólafi Jónssyni. Nú hefur verkið allt verið yfirfarið og endurbætt. Auk þess hefur verið bætt við frásögnum af snjó- flóðum og skriðuföllum frá 1958 til 1990 og koma þar margir að verki, en Jóhann- es Sigvaldason hefur ritstýrt verkinu og leitað fanga víða. Fyrri útgáfa var í tveim- ur bindum en þessi útgáfa er gefin út í þremur glæsilegum bindum og ekkert til sparað að verkið sé þannig úr garði gert að sómi sé að og er það í gullfallegri öskju. Það er gefið út í takmörkuðu upp- lagi. Áskrifendum Heima er bezt býðst þetta glæsilega safn á einstöku tilboðs- verði, sem ekki verður boðið annars stað- ar, og gildir þetta sérstaka tilboð til 1. jan- úar 1993. Bók nr. 6003 HEB-tilboðsverð kr. 8.980 settið.Fullt verð kr. 12.680 JÓNAS THORDARSON: VESTUR-ÍSLENSKAR ÆVISKRÁR VI Þetta er sjötta og lokabindi þessa mikla verks. Þetta ritverk er lykillinn að upplýs- ingum um frændur og frænkur og geymir þess utan merkar heimildir um þá sögu sem landar okkar hafa skapað í Vestur- heimi. Auk þess er þetta ritsafn mikilvægt framlag til íslenskrar ættfræði. Bók nr. 6004 HEB-verð kr. 2540 NÁTTÚRU- 'O ]\ÆKNIR Heimilanna Leiðarvísir um sjálfs- hjálp til góðrar heilsu með náttúrlegum lækningaaöferðum Aöalritstjóri: Dr. Andrew Stanway NÁTTÚRULÆKNIR HEIMILANNA AÐALRITSTJ.: DR. ANDREW STANWAY. HÖFUNDAR: ÝMSIR Bókin er skrifuð með aðstoð á annað hundrað sérfræðinga. Náttúrulæknir heim- ilanna er alfræðilegur vegvísir til sjálfs- hjálpar með óskaðlegum náttúrulegum úr- | ræðum og leiðbeiningum til viðhalds al- hliða heilbrigði, ómetanlegt athvarf þeim sem hafa áhyggjur af aukaverkunum nú- tímalyfja og þeirra er óska að bera sjálfir ábyrgð á heilsu sinni. í bókinni eru yfir 1000 náttúrulegir læknisdómar. Bók nr. 6005 HEB-verð kr. 3390 MYNDSKREYTT ISLANDS NORÐUR-EVROPU Yfir 2400 plöntum lýst í máli og myndum MARJORIE BAMEY, CHRISTOPHER GREY-WILSON: FLÓRA ÍSLANDS OG NORÐUR-EVRÓPU Skýringar og teikningar af meira en 2400 jurtum. Óvenjulega falleg og fróðleg bók, á sjötta hundrað blaðsíður. Frábær gæði mynda, spássíuskýringar og skýrleiki textans, allt auðveldar þetta hverjum skoðanda að greina plöntur af öryggi. Jafnframt er þetta jurtafræði, kennslutæki og uppsláttarrit sem endurspeglar þróun- ina til nútímavinnubragða í greiningu og nafngift plantna sem þrífast villtar í heimahögum. Hún fjallar um allartegund- ir, innlendar, aðfluttar, útbreiddar og stað- bundnar, norðan Alpafjalla, að undan- skildum grösum, sefi, stör og elftingum. í rauninni er þetta hin fullkomnasta og ítar- legasta litmyndaflóra sem gefin hefur ver- ið út í Norður-Evrópu. Bók nr. 6006 HEB-verð kr. 4240 DR. ÖRN ÓLAFSSON: KÓRALFORSPIL HAFSINS Titill þessa rits er tekinn úr Dymbilvöku Hannesar Sigfússonar og á að sýna við- fangsefnið, módernisma í íslenskum bók- menntum fram eftir þessari öld. Ritið skiptist í tvo meginhluta, því fyrst er fjallað um Ijóð en síðan um lausamálsrit. Þessi skipting helgast af mismunandi aðferðum bókmenntagreina, enda þótt sömu skáld komi fyrir í báðum hlutum. Bók nr. 6007 HEB-verð kr. 2540 Bókaskrá 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.