Heima er bezt - 02.10.1993, Qupperneq 49
TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU:
ALDIR OG AUGNABLIK
(II)
Greinar um vandamál líðandi stundar,
sem eiaa erindi til allra hugsandi manna.
192 bls.
Bók nr. 6020 HEB-verð kr. 300
KRISTJÁN RÓBERTSSON:
GEKK ÉG YFIR SJÓ
OG LAND
í þessari skemmtilegu og fróðlegu bók
segir frá þeim miklu umbrotum sem áttu
sér stað í lífi fólks í Vestmannaeyjum á
síðari hluta 19. aldar og fram yfir aldamót,
þegar íslenskir mormónatrúboðar birtust
þar og fóru að boða nýtt fagnaðarerindi
sem ekki hafði heyrst hér á landi áður.
Þetta er bæði furðuleg og fróðleg saga,
sem margir munu áreiðanlega hafa gam-
an af að kynna sér.
Bók nr. 6021 HEB-verð kr. 400
THEODÓR GUNNLAUGSSON
FRÁ BJARMALANDI:
JÖKULSÁRGLJÚFUR
Islenskur undraheimur.
„Þar sem aldrei á grjóti gráu
gullin móti sólu hljæja blóm,
og ginnhvítar öldur gljúfrin háu
grimmefldum nísta heljarklóm."
Svo kvað Kristján Jónsson Fjallaskáld
forðum. Ekki treystum við okkurtil að orða
lýsingu Dettifoss og nágrennis betur, en
fullyrða má, að þessi bók komist næst því
að koma á staðinn og eftir lestur bókarinn-
ar muntu njóta betur bæði kvæðis Fjalla-
skáldsins og komunnar í Jökulsárgljúfur.
Bóknr.6022 HEB-verð kr. 1200
RICHARDT RYEL:
í FRÁSÖGUR FÆRANDI
Ferðaþættir og hugleiðingar
í þessari bók eru ferðaþættir og hugleið-
ingar íslendings, sem hefur verið búsettur
erlendis um áratuga skeið. Bókin skiptist í
31 kafla: ferðaþætti til Egyptalands og
Marokkó og skoðunarferð um Kaup-
mannahöfn og Norður-Sjáland, hugleið-
ingar um dulræn efni, drauma, trúmál og
hið daglega líf í kringum okkur.
Bók nr. 6023 HEB-verð kr. 550
GUNNAR BJARNASON:
ÆTTBÓK OG SAGA
íslenzka hestsins á 20. öld (I).
Þessi bók kom fyrst út árið 1969 og hlaut
frábærar viðtökur, enda er bókin glæsileg
í alla staði. Bókin seldist upp á skömmum
tíma en nú hefur hún verið endurprentuð.
Sjálf ættbókin nær yfir 664 skráða kyn-
bótahesta á árunum 1920-1969. Einnig er
í bókinni starfssaga Gunnars Bjarnasonar
fyrir árin 1940-1950 og félagaannáll
hrossaræktarfélaga frá upphafi til 1960.
Bók nr. 6024 HEB-verð kr. 2200
GUNNAR BJARNASON:
ÆTTBÓK OG SAGA
íslenzka hestsins á 20. öld (II).
Þetta er annað bindi Ættbókar og sögu
íslenska hestsins á 20. öld. Fyrir 19 árum
kom fyrsta bindið út og fjallaði það um
stóðhesta, en nú er fjallað um kynbóta-
hryssur. Hér eru birtar lýsingar á flestum
skráðum og völdum undaneldishryssum
landsins frá aldarbyrjun til 1970, eða þær
sem komið hafa við sögu í kynbótastarf-
inu, alls um 3500. í bókinni eru einnig
glefsur úr starfssögu Gunnars og er
óhætt að fullyrða að þar er hressilega
skrifað.
Bók nr. 6025 HEB-verð kr. 2200
GUNNAR BJARNASON:
ÆTTBÓK OG SAGA
íslenzka hestsins á 20. öld (III).
Þetta er þriðja bindi hins mikla ritverks
Gunnars Bjarnasonar hrossaræktarráðu-
nauts. Þessi bók er sérlega glæsileg í alla
staði og nauðsynleg öllum áhugamönn-
um um íslenska hrossarækt. f þessu bindi
er haldið áfram þar sem frá var horfið í
öðru bindi við að fjalla um kynbótahryss-
ur. Hér eru birtar lýsingar á flestum skráð-
um og völdum undaneldishryssum lands-
ins frá aldarbyrjun fram til ársins 1970. í
þessu bindi er fjallað um ættbókarfærðar
hryssur frá Eyjafirði, austur um og allt til
Borgarfjarðar. í þessu bindi, eins og hin-
um fyrri er starfssaga Gunnars og er hér
fjallað mikið um útflutning hrossa og bar-
áttu Gunnars við að vinna íslenska hest-
inum markað erlendis.
Bók nr. 6026 HEB-verð kr. 2200
GUNNAR BJARNASON:
ÆTTBÓK OG SAGA
íslenzka hestsins á 20. öld (IV).
Þetta er fjórða bindi stórvirkis Gunnars
Bjarnasonar. Hann hefur hlotið mikið lof
fyrir þetta einstæða ritverk sitt, bæði hér-
lendis og erlendis, enda er Ættbókin kom-
in út í þýzkri þýðingu. í IV. bindinu eru
m.a. ættarskrár 380 stóðhesta, leiðbein-
ingar um hrossakynbætur, auðskilin
erfðafræði og skýringar á myndum gæð-
ingaættstofna innan íslenska hestakyns-
ins. Hundruð mynda og tugir litmynda,
þar á meðal litmyndaraðir með nöfnum á
litum íslenskra hesta. Ættbókin nær fram
á Vindheimamelamótið sumarið 1982. í
þessu bindi birtist líka eina ættskráin yfir
útflutta stóðhesta sem til er. Loks er í
bindinu risavaxin nafnaskrá yfir öll 4 bind-
in, með þúsundum nafna manna og
hesta.
Bók nr. 6027 HEB-verð kr. 2200
GUNNAR BJARNASON:
ÆTTBÓK OG SAGA
íslenzka hestsins á 20. öld (V).
í þessu bindi er lýsing stóðhesta frá nr.
964 til 1140 og lýsing á hryssum frá nr.
3500 til nr. 4716. í bókinni er starfssaga
Gunnars sem ráðunauts til ársins 1973.
Segir þar m.a. frá kynningu á íslenska
hestinum í Evrópu og Ameríku, stofnun
hestaklúbba erlendis og alþjóðasam-
bands um íslenska hestinn. Bókina prýða
myndir af flestöllum stóðhestum sem lýs-
ing er af.
Bók nr. 6028 HEB-verð kr. 4000
ÆTTBÓK OG SAGA
íslenzka hestsins á 20. öld (VI).
í þessu bindi er lýsing stóðhesta frá nr.
1141 til 1174 og lýsing á hryssum frá nr.
4717 til 8072. Þar með hefur Gunnar unn-
ið það afrek að koma í eina aðgengilega
ritröð öllum hryssum sem hafa fengið
dóma og ættbókarnúmer fyrir maíbyrjun
1990 og öllum stóðhestum sem hafa feng-
ið dóma og ættbókarnúmer fyrir júlílok
1990. Hvergi annars staðar geta hesta-
menn og áhugamenn um hrossarækt
gengið að öllum þessum upplýsingum.
Gunnar reið á vaðið - og komst fyrstur yfir.
Bók nr. 6029 HEB-verð kr. 4000
Bókaskrá
49