Heima er bezt - 02.10.1993, Side 61
TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR ^
að leysa gátur náttúrunnar. Bókin er að
hálfu leyti myndabók, því að hún er ríku-
lega skreytt myndum eftir Bjarna Jónsson
listmálara. Myndirnar eru um 75 talsins
og eru sumar þeirra til nánari glöggvunar
á efni þáttanna en aðrar sjálfstæðar. Hin-
ar skýru myndir Bjarna eru bæði til fróð-
leiks og augnayndis. Útgáfuár: 1983
Bóknr.6158 Heb-verð kr. 250
ÞJÓÐSÖGUR FRÁ
EISTLANDI
Þetta kver veitir nokkra innsýn í hugar-
heim eistnesku þjóðarinnar á liðnum öld-
um, fjölþætta þjóðtrú hennar á gott og illt,
á dularfullar vættir í skógum, ám og vötn-
um. Sumar sögurnar minna á íslenskar
þjóðsögur. Víða gætir hér djúprar lífs-
speki, þar sem náttúran hefnir sín sé
gegn henni syndgað. Flestar eru sögurn-
ar byggðar á siðferðilegum grunni.
Dyggðin uppsker sín laun, en svikin fá
makleg málagjöld að lokum.
Kvernr.6159 Heb-verð kr. 250
EINAR H. KVARAN:
„EITT VEIT ÉG“
í þessari bók er aðeins sýnd ein hlið á rit-
verkum þessa fjölhæfa og afkastamikla
manns, sú sem snýr að sálarrannsóknun-
um. Engin leið var að birta þar allt, sem
hann ritaði um þau mál. Það hefði fyllt
margar bækur. Um valið á því, sem hér
er tekið, getur að sjálfsögðu orkað mjög
tvímælis. Þar var úr svo mörgu að velja
og erfitt að skera úr um það, hverju ætti
að hafna. Helst hefði maður að sjálfsögðu
kosið að hafna þar engu, mega taka allt
með. Eigi að síður ætti þessi bók, sem
gefin er út á 100 ára fæðingardegi
skáldsins, að geta gefið lesandanum
sæmilega glögga hugmynd um afstöðu
þessa spakvitra og gætna manns til þess
málefnis, sem hann taldi mikilvægast alls,
málefnis, sem snertir og hlýtur að snerta
afstöðu hvers hugsandi manns til lífsins
og hinna raunverulegu verðmæta þess.
Bóknr.6160 Heb-verð kr. 450
MAGNÚS JÓNSSON FRÁ SKÓGI:
KENNSLUBÓK
í ESPERANTO
Það var til að bæta úr brýnni þörf að kver
þetta kom á markaðinn. Sjálfgefið er að í
svona lítilli bók er ekki kleift að koma fyrir
fullkomnum skýringum og alhliða orða-
forða, en orðstofnar í esperanto eru um 8
þúsund. Þess er þó vænst að þeir sem
með kostgæfni kynna sér bókina, geti
bjargað sér af sjálfsdáðum til frekari leikni
í meðferð málsins. Esperanto er auðveld-
ara að læra en önnur tungumál, og er hér
notuð aðferð, sem nemendunum ætti að
reynast aðgengilegri en áður hefur tíðkast
í tungumálakennslubókum hér.
Kvernr.6161 Heb-verð kr. 200
JAKOB JÓH. SMÁRI:
ÍSLENSK-DÖNSK
ORÐABÓK
Úr formála annarar útgáfu bókarinnar:
„í þessa útgáfu er upp tekin fyrsta útgáfa
að mestu óbreytt, aðeins vikið til á örfáum
stöðum, þar sem betur þótti fara mega og
fáeinum þýðingum bætt við. En sá bókar-
auki er hér gerður að við er bætt rúmlega
1800 uppsláttarorðum. Við val þeirra orða
hef ég einkum haft tvennt í huga. Annað
var það að taka fyrst og fremst algeng
orð, svo sem gert er í fyrstu útgáfu. Hitt
var það að taka helst þau samsett orð,
sem ekki liggur beint við að þýða eftir
merkingu hvors eða hvers samsetningar-
hluta út af fyrir sig. Útgáfuár: 1969
Bóknr.6162 Heb-verð kr. 950
FINNBOGI GUÐMUNDSSON:
ORÐ OG DÆMI
í bók þessari eru 25 ræður og greinar
Finnboga Guðmundssonar landsbóka-
varðar frá árunum 1965-1981, auk viðtals
Valgeirs Sigurðssonar við hann frá árinu
1975. Útgáfuár: 1983
Bóknr.6163 Heb-verð kr. 300
R.M. OSMENT:
FRÁ KOMMÚNISMA
TIL KRISTS
Höfundur þessa rits varð snemma sann-
færður kommúnisti og helgaði sig alger-
lega þeirri stefnu, enda var hún fullviss
þess að í kommúnismanum væri lausn á
vandamálum mannkynsins. Þá kynnist
hún sannkristinni kennslukonu, sem gefur
henni Nýja testamenti. Henni opnast nýr
heimur og svo fer um síðir að hún endur-
skoðar viðhorf sín til lífsins í Ijósi hinnar
nýju þekkingar. Gerir hún í riti þessu grein
fyrir hvernig skoðanir hennar breytast og
hún laðast að þeirri persónu, sem ein á
svar við dýpstu spurningum lífsins, Kristi
Jesú. Því er ritið nefnt „Frá kommúnisma
til Krists.“
Heftinr.6164 Heb-verð kr. 100
EFRAIM BRIEM:
LAUNHELGAR OG
LOKUÐ FÉLÖG
Höfundur segir svo í formála:
„I riti þessu er gerð tilraun til að lýsa þró-
un launhelgafélaga á jörðu hér. Eins lengi
og rannsakandi hugur manns fær rakið,
hefur djúpsett þrá eftir lífi, er dauðinn fær
eigi grandað, verið rótfest í lífi mannkyns.
} Þessi löngun hefur hlotið svölun í boð-
j skap trúarinnar og það eigi síst eins og sá
boðskapur hefur mótast í heimullegum
launhelgafélögum. Hversu sundurleit sem
| þau hafa verið á ýmsum tímum og með
ýmsum þjóðum, má samt greina hinn
sama rauða þráð, sem hér er reynt að
} rekja. Megináherslan hefur verið lögð á
hinar fornu launhelgar, því að þær eru sá
grundvöllur, sem allar hinar síðari eru á
reistar."
Bóknr.6165 Heb-verð kr. 450
LAUNVISKA VEDABÓKA
UPHANISHADUR
Upha-ni-shad-ur eru launhelgasta verk
allra tíma. Þær eru grundvallarrit ind-
verskrar heimsspeki, einkum Vedanta-
heimsspekinnar. Þær elstu þeirra eru
ekki taldar yngri en frá 800 til 600 f.Kr.
Allt til þessa dags hefur ekkert heimspeki-
legt hugsanakerfi komið fram, sem skar-
} að hefur fram úr þeim að heimsspekilegu
! gildi. í ritum þessum birtist frumhugsun
allrar heimsspeki, hátindur andlegrar,
} skapandi hugsunar. í raun og veru má
| segja, að í þeim birtist grunnkjarni allra
| trúarbragða umbúðalaus. Hinn launhelgi
} tilgangur þeirra var og er að vígja mann til
} vitundar um eininguna í sjálfum honum
i og öllu lífi, í hljóðleik og þögn hans innra
lífs. Hér er ekki um skáldskap að ræða
} eða kenningar, heldur sígild, launhelg
sannindi.
Bóknr.6166 Heb-verð kr. 300
Bókaskrá
61