Heima er bezt - 02.10.1993, Page 63
LJÓÐ, LEIKRIT, TÍMARIT OG NÓTUR
hin andlegu svið. Sértil hugarhægðar
hefur hann lagt stund á Ijóðlist, samið all-
mikið af lögum, m.a. við mörg Ijóð sín, og
auk þess lagði hann um árabil stund á
málaralist og seldi þá fjölda málverka.
Bók nr. 7013 HEB-verð kr. 100
ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR:
AUGAÐ í FJALLINU
Höfundur yrkir um viðfangsefni og vanda-
mál ungs fólks, innileg Ijóð, en einnig
„hversdagsleg." Haf og fjöll eru víða ná-
læg í Ijóðum hennar, og gleði og sorg
ungrar konu. Þó má vera að mennta-
skólaljóð hennar í nýjum stíl veki mesta
athygli lesandans við fyrstu sýn. Aðeins
fá þessara Ijóða hafa áður birst á prenti.
Bók nr. 7014 HEB-verð kr. 250
JAKOBÍNA JOHNSON:
KERTALJÓS
Ljóð eftir Jakobínu Johnson, skáldkonu í
Seattle. Hún var fædd 24. október 1883
að Hólmsvaði í Aðaldal í Suður-Þingeyj-
arsýslu.
Bók nr. 7015 Heb-verð kr. 300
KRISTJÁN JÓHANNSSON:
LJÓÐIÐ MITT
UM DALINN
Ljóðahefti með 18 Ijóðum. Útgáfuár: 1968
Hefti nr. 7016 Heb-verð kr. 200
STEINGERÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR:
STRÁ
Eitt af Ijóðum bókarinnar:
Til eru grös sem græða sár,
í grænum dal þau skarta.
En lyfið sem þín læknar tár
er læst í mannsins hjarta.
Það finnast orð sem angra þjá,
orð sem vonsku hrekja.
En þagnarmálið mælir sá
er má þér ástir vekja.
Bók nr. 7017 Heb-verð kr. 150
EINAR MARKAN:
SAGA LJÓÐ OG
ÓPERUTEXTI
Ljóð úr bókinni:
Utlaginn
Hann konuna dána á bakinu ber,
með barnið í fangi og lurkinn í hönd.
Um hrjóstrugar óbyggðir útlaginn fer,
að eilffu slitinn við þjóðfélags bönd.
En stöðugt í fótsporin fylgir þó einn,
þótt ferðin sé örðug um hrímaða grund,
er tryggari en nokkur í sveitinni sveinn
og svíkur ei vin, sem þekkir sinn hund.
Hefti nr. 7018 Heb-verð kr. 200
WILHELM MULLER:
VETRARFERÐIN
Ljóð þessarar heftis eru íslenskuð af
Þórði Kristleifssyni.
Hluti Ijóðs úr heftinu:
Flýgur snjór í fang á mér.
Fjúkið dátt sér leikur.
Þegar heiði um hugann fer,
hitinn sönginn eykur.
Hefti nr. 7019 Heb-verð kr. 200
INGÓLFUR DAVÍÐSSON:
VEGFERÐARLJÓÐ
Ljóðadæmi:
Gestkoma:
Þú kemur úr fjarskanum lóunnar leið
úr landsuðri rétt fyrir jólin.
Á blávíddum himinsins brautin er greið,
nú brýst fram úr skýjunum sólin.
Bók nr. 7020 Heb-verð kr. 300
KRISTJÁN JÓHANNSSON:
UNDIR
HAUSTSTJÖRNUM
Ljóðadæmi:
Maí
Ljúf er birkiangan,
létt er vængjablakið,
gróa allar grundir,
glitrar jökulþakið.
Nú fer sól að sunnan.
Bók nr. 7021 Heb-verð kr. 300
RICHARD BECH:
UNDIR
HAUSTSTIRNDUM
HIMNI
Ljóðadæmi:
Undir hauststirndum himni
horfi ég yfir farna leið.
Mörg voru dægrin horfnu heið,
þótt harmaský stundum byrgðu
sólu í svörtum tjöldum.
Sé ég úrtímans öldum
rísa minninga mynda fjöld;
margt að þakka, er líður kvöld
undir hauststirndum himni.
Bók nr. 7022 Heb-verð kr. 300
STEINGRÍMUR ARASON:
LJÓÐMÆLI
Ljóðadæmi:
Hugfró
Ef andann þyngja álögin
og örlaga stinga nálar,
burt skal syngja sárindin,
sjónhverfing og tálar.
Bók nr. 7023 Heb-verð kr. 300
EINAR H. KVARAN:
LJÓÐ
Ljóðadæmi:
Afturgengna illa menn
aldnir geymdu haugar.
Víst er það, að ýmsir enn
eru miklir draugar.
Bók nr. 7024 Heb-verð kr. 300
STEFÁN ÁGÚST:
HÖRPUKLIÐUR
BLÁRRA FJALLA
Magnús E. Guðjónsson segir í formáls-
orðum m.a.:
„Vinir og kunningjar Stefáns Ágústs hafa
lengi vitað að hann fengist við Ijóðagerð,
því að hann hefur við ýmis tækifæri, á há-
tíðar-, alvöru- og gamanstundum, flutt Ijóð
eftir sig, sem athygli hafa vakið. Margir
vinir Stefáns, þ.á m. undirritaður, hafa
hvatt hann til að gefa út Ijóð sín...“ „Nafn-
gift bókarinnar er einkennandi fyrir Stef-
án, því að bæði er hann tónlistarmaður
og náttúruunnandi." Útgáfuár: 1977
Bók nr. 7025 Heb-verð kr. 300
Bókaskrá
63