Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Side 4

Heima er bezt - 01.12.1995, Side 4
Ágætu leseiidur íslendingar eru ekki fjölmenn þjóð, rétt rúmlega 265.000 sálir, um þessar mundir. Og landrými eigum við nóg, a.m.k., ef við reiknum það út í fermetrum eða ferkílómetrum á hvem íbúa. Við, sem emm svo vön víðfeðminu og því frjálsræði sem fylgt hefur óbyggðum landsins, hljótum að eiga nokkuð erfitt með að gera okkur í hugarlund þau þrengsli og mér liggur við að segja þá um leið, það ófrelsi, sem afar maigar erlendar þjóðir búa við, ekki hvað síst hinar fjölmennu þjóðir Asíu- landa Og enn minnkar landrými þessara þjóða, samfara stöðugri ijölgun íbúanna og það leiðir óhjákvæmilega af sér að þeir leita út fyrir landsteinana og búsetu í fámennari löndum. Og eins og heimurinn er í raun orðinn lítiil, ef litið er til möguleika á ferðalögum heimsálfa á milli, miðað við það sem áður var, þá hefur Island að sjálfsögðu fallið inn í þessa þróun heimsmála. Hingað eru famir að flytjast í vaxandi mæli, íbúar úr öll- um heimshomum, bæði af eigin óskum og í boði íslenskra stjóm- valda í formi flóttamannahjálpar. Margt af þessu fólki kemur frá Asíulöndum og hinum austræna heimi. Eins og gefur að skilja þá eru siðir og lífs- hættir fólks af þeim slóðum afskaplega óffkir því sem við hér í hinu kalda norðri eigum að venjast Eitt það fyrsta sem maður rekur augun í er það, hvað flest af þessu ágæta fólki virðist geta lifað af litlu. Margt af því, sem jafnvel hefur komið blásnautt til landsins, varla átt annað en fötin sem það var í, hefur að ekki lengri tíma liðnum en 3- 4 árum, verið búið að koma „vel undir sig fótunum,“ eins og sagt er, hefur t.d. þegar komið sér upp húseign, bifreið og öðmm nútíma þægindum sem flestir telja ómissandi í dag. Og það sem meira er, í flestum tilfellum hefur því tekist þetta án þess að safna miklum skuldum, ef þá yfirleitt nokkmm. Mér er minnisstætt í því sambandi viðtal við par af Asíu- uppmna í einu dagblaðanna fyrir fáunr ámm síðan. Þau vom ein þeirra sem höfðu komið slypp og snauð til landsins nokkrum ámm áður, en voru nú sem sagt, þegar búin að koma sér upp flestu því í eignum sem nútímafólk telur ekki hægt að vera án. I viðtalinu kom fram að þau höfðu gert þetta án þess að taka lán, að einu undanskildu þó. Þeim hafði reynst óhjá- kvæmilegt að taka húsbréfalán að einhveijum hluta þegar þau keyptu íbúðina sína. Og það þótti þeim ekki gott mál. Enda litu þau á það sem algjöra bráðabirgðaráðstöfun. Lánið ætluðu þau sko ekki að var að borga niður á næstu 25 ámm. Þau vom þá þegar byijuð að greiða það niður og höfðu hugs- að sér að klára það á næstu 5 ámm eða svo, ef ég man rétt. Ekki verður annað sagt en að þetta sé harla ólíkur hugsun- arháttur, samanborið við það, sem hrærist meðal okkar ágætu Islendinga. Nú er það ekki svo að þetta fólk hafi almennt hærri laun en tíðkast meðal okkar. Sennilega em laun þess í nkirgum tilfell- um, meira að segja lægri, ef eitthvað er, því ekki er að sjá að það raði sér almennt í hin betur launuðu störf. Hér virðist því fyrst og fremst vera um að ræða mikla ráð- deildar- og sparsemi, sem ekki verður annað séð en að sé flest öllu þessu fólki í blóð borin. Hvað það varðar gætum við íslendingar margt af því lært og þó ekki væri nerna að sá þáttur þess næði að skjóta rótum í íslenskri þjóðarsál, þá væri ekki annað hægt en að telja þessa nýbyggjara okkar aufúsu- gesti. Fyrir nokkmm ámm átti ég sam- ræður við Japana nokkum, þar sem í tal barst þessi mismunur á þankagangi hinna austrænu þjóða og t.d. Islendinga. Hans meining var sú að þessi mismunur lægi í uppmna þjóðanna, að mörgu leyti. „Þið íslendingar,“ sagði hann, „hatið lengst af verið veiðimenn og samfélag ykkar veiðimannaþjóðfélag. Þið hafið farið út og veitt ykkur til matar, án nokkurs tillits til nágrannans. Landrými ykkar hefur verið meira en nóg og þið hafið ráðið ykkar lendum sjálfir, hver og einn. Við, sem búum við svo mikið ijölmenni, eins og á mínum heimaslóðum, þar sem kannski em 30 íbúar um hvem hektara, höfum þurft að deila þeim hektara með þeim íbúum. Það hefur verið okkur hreint og klárt lífsnauðsynlegt að komast vel af við nágranna okkar, halda friðinn við þá, vinna með þeim, skipta lífsgæðunum með þeim og lifa af því litla sem okkur bar og við höfðum af að lifa.“ Þetta fannst mér nokkuð merkileg skýring og ekki vitlaus- ari en margar aðrar. Þessar þjóðir hafa um mörg árhundmð, búið við svo lítið landrými miðað við mannijölda, að sá hæfileiki að lifa af litlu og vera nægjusamur, hefur fyrir löngu síast inn í þeirra þjóðarsál. Þess vegna hlýtur það næstum að vera, þegar fólk með slíkan bakgmnn flyst til ofgnægtaþjóðfélags eins og Is- lands, þá hlýtur því að vegna vel, úr því að íslendingar flestir, ná að lifa eins og þeir gera með sínum lifnaðarháttum og um- frameyðslu. Samhjálp þessa fólks virðist líka vera mun meiri en hér þekkist. Það stendur vel saman, vinnur saman að markmið- um ijölskyldunnai; allir leggja sitt í hinn sameiginlega sjóð, þar til markinu er náð. Það hugsar fyrst um heildina, síðan um einstaklinginn. Og þar í liggur kannski stærsti munurinn. Hugsa Islending- Framhald á bls. 415 396 Heima er best

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.