Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.12.1995, Qupperneq 8
Efst lá kaka eins og þak sem eldsins bakan herti; barðið spraka meður mak í munn ég rak og skerti. Þakkirfáðu, þakin dáð þorna láðin kœra, fyrir þáða þessa bráð og þægð sem náðirfæra. Jólaföstuglaðningurinn eystra var kallaður vöku- staur eða staurbiti og virðist ekki hafa verið eins ríflega úti látinn og nyrðra, oft bara heldur betri kvöldmat- ur eða kökubiti á vökunni. I þjóðsögum Jóns Ámasonar segir frá því, að orðið vöku- staur hafi þýtt augnklemma af sérstakri gerð, sem menn festu á augnlok til að halda Jólakaffi sér vakandi. Þetta áttu hús- óoró bændur að hafa fest á augu hjúa, sem áttu erfitt með að halda augunum opnum yfir verkum sínum á jólaföst- unni. Samkvæmt fræðum Áma Björnssonar er eldra að nota orðið vökustaur um matarglaðning og það lrklega uppmnalegast. Sú skýring, sem lýtur að augna- pyntingunni, er þá vísast al- þýðuútlegging af því tagi, sem ýmsum hefur verið gjarnt að viðhafa um menningararf íslenska bændasamfélagsins í seinni tíð. Þorláksmessa Á Þorláksmessu er síðasta tækifærið til að taka forskot á jólin í mat og drykk. Þegar ég var barn á sjötta áratugn- um austur á landi, voru svo sem ekki haldnir sérstakir matarsiðir í heiðri þann dag að öðru leyti en því, að þegar búið var að baða krakkaskarann, klæða í hreint og koma í ró, fengum við jólasmákökur í rúmið. Þetta var mikið til- hlökkunarefni, því að þá var ekki til siðs að maula smá- kökur alla jólaföstuna. Það var, og er reyndar enn, algengt að sjóða og brytja jólahangikjötið á Þorláksmessu. Víða fengu menn smá- bita af því þennan dag, ekta forskot á jólin, sem voru meiri háttar hangikjötsveisla. I eldri tíð þegar allt feitmeti þótti sælgæti, var stundum gefinn spónn af hangifloti Lummur, öðru nafni klattar. með kjötbitanum, „ádrepa og brytj- ingarbiti“ eins og einn af h e i m i 1 d a r - mönnum þjóð- háttadeildar komst að orði. Hangikjötselda- mennska á Þorláks- messu með tilheyrandi ilmi hefur víða sett mikinn svip á daginn. Þó að ekki væri öllum gefið af kjötinu þennan dag, gegndi soðið oft mikilvægu hlutverki í matargerð sem þá fór fram - og reyndar einnig í hreingerningum. Þegar búið var að nota soðið eins og þurfti við eldamennskuna, voru tréílát oft þvegin úr því, einkum askar, en af þessu þóttu þau verða einkar falleg. Það voru jafnvel dæmi um að tau væri þvegið upp úr hangikjötssoði á Þorláksmessu. „Alltaf er gaman að sjá það sem hvítt er og hreint,“ varð karlinum að orði, þegar hann horfði á konu sína vinda rekkjuvoðina þeirra upp úr hangikjötssoðinu. I ákveðnum landshlutum voru (og eru) rótgrónir siðir varðandi mat á Þorláksmessu, jafnvel þó að ekki væri um veisluhöld að ræða. Þekktasti rétturinn er án efa skatan, sem var áður fyrr aðallega í heiðri höfð um alla vestur- ströndina, frá Ströndum og suður í Ámessýslu. Það er matarsiðurinn, sem hefur fyrst og fremst náð vinsældum, 400 Heima er best

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.