Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 14
Ingvar Björnsson: Látra- Biörg A#ft# AF MERKU FOLKI Hér áður fyrr gerðist það nokkuð oft, að einstaklingar brutust úr viðjum vanans, slitu sig frá hefðbundnu lífi fjöldans og fóru sínar eigin leiðir, oftast torsóttar og hættulegar, sem leiddu af sér einveru, sult og seyru, en umfram allt frelsi til að gera það, sem viðkomandi vildi sjálfur án afskipta annarra, boða þeirra og banna. Að vísu var hér sá hængur á, að samkvæmt landslögum var allur lausagangur og flakk vinnufærs fólks bann- að, og því sátu margir sýslu- menn um að koma þessu fólki bak við lás og slá. En þar sem hér var oft um stór- gáfað fólk að ræða, sem svar- að gat fyrir sig með mergjuð- um ákvæðisvísum og var tötra- og forneskjulegt í út- liti, stóð ýmsum valdsmann- inum stuggur af því og vildi ekki egna það á móti sér af hræðslu við, að vísur þess yrðu sér og sínum að meini. in var sú kona er flestir hafa haft spumir af, sem hefur vafalítið skarað fram úr öðmm kynsystrum sínum á þessu sviði og verið þeirra atkvæðamest í orði og fasi, en það er Látra-Björg. Þessi sérstæða skáld- og gáfukona mun hafa haft flest það til að bera, sem gera mátti hana minnisstæðari meðal samtíðarfólks síns en aðra, sem þar gengu um garð. Því miður var ekki mikið um sagna- ritun á þeim tíma, þegar Björg var uppi, og því hefur aðeins geymst það af háttum hennar, sem alþýða manna taldi hvað markverðast og lifað gat mann fram af manni. Björg var fædd að Stærri-Arskógi á Arskógsströnd árið 1716, dóttir hjón- anna Einars Sæmundssonar og Mar- grétar Bjömsdóttur, að því er best verður séð. Að þeim hjónum báðum stóðu lærðra- og gáfumannaættir. Einar og ættmenn hans þóttu stórlundaðir og óþjálir, og svo mun einnig hafa verið um Björgu. Einar flutti með dóttur sína unga að árum að Látram á Látraströnd í Suður- Þingeyjarsýslu og bjó þar næstu ár, en flutti þá burt og skildi Björgu þar eftir og ólst hún þar upp. Hin unga mær þótti fljótt bera af öðrum meyjum að andlegu og líkam- legu atgervi. I sjóferðum þótti hún enginn liðléttingur og ekki var hún gömul, þegar orð fór af því að hún „vissi jafnlangt nefi sínu. Engar sagnir virðast nú til um ytra útlit hennar á yngri árum, en hins veg- ar lýsir Gísli Konráðsson henni á efri árum og segir, að hún hafí verið „kvenna ferlegust ásýndum. Hvort Gísli sá Björgu með eigin augum eða lýsir henni eftir sögusögn- um, sem um hana gengu, er ekki gott að vita, en víst er að margar vísur hennar, klæðaburður, fomeskjulegt út- lit og allt fas hefur varla skapað fagra mynd af henni í hugum samtíðarfólks hennar. Einhvem tíma þegar Björg var enn að Látrum, bar þar að erlendan sjó- mann, franskættaðan, að því er margir töldu. Hverra erinda þessi maður kom og hve lengi hann dvaldi, er ekki vit- að, en hins vegar er það ljóst, að þau Björg áttu í nánu ástarsambandi, með- an hann dvaldi þama, og hún taldi hann heitbundinn sér og að þetta var eina ástarsamband hennar um dagana. Þessi erlendi gestur var hins vegar ekki við eina fjölina felldur, því að hann mun hafa verið orðaður við tvær eða þrjár aðrar kvinnur á Látraströnd, bæði giftar sem ógiftar. Eftir einhvem tíma gekk svo þessi framandi maður um borð í frakkneskt skip og hvarf jafn hljóðlega á braut og hann sté hér á land á sínum tíma. Það þarf ekki að draga það í efa, að hinni stórlátu og lundstóra Látramey hafi orðið mikið um þessi tryggðarof unnusta síns, en eins og jafnan hélt hún tilfinningum sínum frá öðram. Ekki er vitað til þess, að Björg hafi 406 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.