Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Side 17

Heima er bezt - 01.12.1995, Side 17
Einar Vilhjálmsson: UpphaS radíó- og póstþjónustu á íslandi/ Radíó Árið 1905 sendi Marconifélagið í London fulltrúa sinn, W. Densham, með leynd hingað til lands. Hann hafði í farangri sínum radíómóttak- ara. Var þetta liður í samkeppninni við sæsímann. Með sama skipi kom Hannes Hafstein ráðherra með samninginn við Mikla norræna síma- félagið um lagningu sæsímans til Is- lands og grunaði ekki, að verið væri að smygla þessum tækjum inn í landið. Þegar eftir komuna til Reykjavíkur hóf Densham að reisa stöðina skammt innan við bæinn. Heitir þar Rauðará. Hinn 26. júní 1905 varð kunnugt, að hann hafði móttekið loftskeyti frá Poldhu í Cornwall í 1850 km fjar- lægð. Þetta vakti mikla athygli í bænum en breytti þó ekki ákvörðun- inni um sæsímann. Marconistöðin var síðan starfrækt fram í október 1906, þegar hún var lögð niður. Arið 1911 var uppi ráðagerð um þráðlaust samband við Vestmanna- eyjar, en ekki varð af þeirri fram- kvæmd, og var þá lagður sæsíma- strengur á vegum einkaaðila, sem fengu einkarétt um sinn, en ríkið tók þó við fyrirtækinu innan fárra ára. Eftir Titanic-slysið vaknaði áhugi fyrir skiparadíói í Reykjavík eða ná- Loftskeytastöðin við Rauðará, 1905. grenni. Alþingi fól ráðherra að koma upp stöðinni, en ekkert gerðist í mál- inu fyrr en 1915. Það ár komu fyrstu skip Eimskipafélags íslands hf., Gullfoss og Goðafoss, til landsins og voru þau búin radíótækjum. Komst við það skriður á málin, og í júlí 1916 gerði Einar Arnórsson ráðherra samning við Marconifélagið í Lon- don um að reisa radíóstöð á Melun- um við Reykjavík. Hinn 17. júní 1918 var Melastöðin svo tekin opinberlega í notkun. Hún átti að annast viðskipti við skip á hafi úti og vera varasamband við útlönd, ef sæsíminn bilaði. Þar sem Reykjavík hafði ekki fengið rafmagn, var radíóstöðin rek- in með 15 hestafla díselrafstöð. Sendirinn var 5 kw., tengdur raf- geymum. I byrjun var þetta neista- stöð, en eftir fá ár var hún leyst af hólmi með lampatækjum. Loftnet stöðvarinnar var 200 metra langt, á tveimur 77 metra háum stálmöstrum. Arið 1924 var einnig settur upp 2 kw. neistasendir, sem var að mestu smíðaður á verkstæði Landssímans og ætlaður til viðskipta við skip. Auk þessara stöðva voru settar upp smærri radíóstöðvar á Isafirði, Siglufirði, Seyðisfirði, í Vestmanna- eyjum, Flatey á Breiðafirði, Hesteyri og seinna í Grímsey, Flatey á Skjálf- anda og á Húsavík. Árið 1922 var ísafjarðarstöðin flutt að Kirkjubæ á Síðu til þess að koma á sambandi við Reykjavíkurstöðina. Vestmannaeyjar fengu skiparadíó 1921, og var það jafnframt varasam- band við Reykjavík. Allar þessar stöðvar voru til mikils öryggis fyrir strandferðaskipin og einnig fyrir stærri fiskiskip, sem voru hvert af öðru búin fjarskipta- tækjum. Samkvæmt lögum frá 1928 var gerður samningur við Marconifélag- Heima er best 409

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.